Verstappen efstur á óskalista Mercedes: Ummæli Toto kynda undir sögusagnir Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2024 14:01 Max Verstappen er afar sigursæll ökumaður. Sá besti í Formúlu 1 þessi dægrin. Vísir/Getty Þrefaldi heimsmeistari ökumanna, Hollendingurinn Max Verstappen, er fyrsti maður á lista hjá Mercedes yfir þá ökumenn sem liðið vill fá til liðs við sig til að fylla upp í skarð Lewis Hamilton á næsta tímabili. Ummæli Toto Wolff, framkvæmdastjóra Formúlu 1 liðs Mercedes um Verstappen hafa vakið mikla athygli og virkað sem olía á eld orðróma. Sjöfaldi heimsmeistarin Lewis Hamilton er á leið yfir til Ferrari eftir yfirstandandi tímabil og það sér til þess að Mercedes er nú í leit að ökumanni til þess að mynda ökumannsteymi liðsins með Bretanum George Russell. Þó nokkrir ökumenn hafa verið orðaðir við ökumannssætið hjá Mercedes. Þeirra á meðal er reynsluboltinn Fernando Alonso, samlandi hans Carlos Sainz sem víkur fyrir Hamilton hjá Ferrari og téður Max Verstappen sem hefur ráðið lögum og lofum í Formúlu 1 undanfarin tímabil. Toto Wolff, framkvæmdastjóri Mercedes Vísir/Getty Toto Wolff var spurður út í möguleikann á því að Verstappen yrði ökumaður Mercedes og það er ekki annað hægt að segja en að svar hans hafi vakið athygli. „Þetta er þannig tegund af samstarfi að það þarf að eiga sér stað á einhverjumn tímapunkti. Við vitum hins vegar ekki hvenær,“ svaraði Toto sem þekkir Verstappen feðgana frá fyrri tíð í undirmótaröðum Formúlu 1. „Það er laust sæti hjá okkur. Eina lausa sætið hjá einu af toppliðum Formúlu 1, ekki nema að Max ákveði að halda frá Red Bull. Þá er okkar sæti ekki enn á lausu.“ Verstappen og Hamilton elduðu grátt silfur saman tímabilið ótrúlega þar sem að Verstappen hafði að lokum betur í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna á síðasta hring í síðustu keppni ársins. Glæst saga Hamilton hjá Mercedes mun að eilífu vera meitluð í stein en hins vegar gæti það ekki talið vera annað en áfall fyrir hann að sjá sinn allra helsta erkióvin fylla upp í sæti sitt hjá þýska risanum. Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Sjöfaldi heimsmeistarin Lewis Hamilton er á leið yfir til Ferrari eftir yfirstandandi tímabil og það sér til þess að Mercedes er nú í leit að ökumanni til þess að mynda ökumannsteymi liðsins með Bretanum George Russell. Þó nokkrir ökumenn hafa verið orðaðir við ökumannssætið hjá Mercedes. Þeirra á meðal er reynsluboltinn Fernando Alonso, samlandi hans Carlos Sainz sem víkur fyrir Hamilton hjá Ferrari og téður Max Verstappen sem hefur ráðið lögum og lofum í Formúlu 1 undanfarin tímabil. Toto Wolff, framkvæmdastjóri Mercedes Vísir/Getty Toto Wolff var spurður út í möguleikann á því að Verstappen yrði ökumaður Mercedes og það er ekki annað hægt að segja en að svar hans hafi vakið athygli. „Þetta er þannig tegund af samstarfi að það þarf að eiga sér stað á einhverjumn tímapunkti. Við vitum hins vegar ekki hvenær,“ svaraði Toto sem þekkir Verstappen feðgana frá fyrri tíð í undirmótaröðum Formúlu 1. „Það er laust sæti hjá okkur. Eina lausa sætið hjá einu af toppliðum Formúlu 1, ekki nema að Max ákveði að halda frá Red Bull. Þá er okkar sæti ekki enn á lausu.“ Verstappen og Hamilton elduðu grátt silfur saman tímabilið ótrúlega þar sem að Verstappen hafði að lokum betur í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna á síðasta hring í síðustu keppni ársins. Glæst saga Hamilton hjá Mercedes mun að eilífu vera meitluð í stein en hins vegar gæti það ekki talið vera annað en áfall fyrir hann að sjá sinn allra helsta erkióvin fylla upp í sæti sitt hjá þýska risanum.
Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira