Vara eindregið við frumvarpi sem leiði til verðbólgu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2024 09:09 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR sem er meðal fjögurra samtaka sem vara við frumvarpinu. Stöð 2/Arnar VR, Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) og Félag atvinnurekenda (FA) vara eindregið við samþykkt frumvarps um undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum, sem nú liggur fyrir Alþingi. Frumvarpið, sem má kynna sér hér, er á dagskrá fundar Alþingis fyrir hádegi. Samtökin telja að samþykkt frumvarpsins myndi stórskaða hagsmuni neytenda, launþega og verslunar og vega að forsendum nýgerðra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Samtökin taka afdráttarlaust undir þau sjónarmið, sem eru reifuð í bréfi Samkeppniseftirlitsins til atvinnuveganefndar Alþingis. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna sem vara við frumvarpinu.Vísir/Ívar Fannar „Drög að frumvarpi matvælaráðherra um undanþágur kjötafurðastöðva í eigu frumframleiðenda, þ.e. bænda, frá samkeppnislögum, voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og frumvarpið síðan lagt fram lítið breytt á Alþingi. Meirihluti atvinnuveganefndar hefur nú lagt fram „breytingartillögur“ sem í raun eru nýtt frumvarp, sem gengur miklu lengra en frumvarp ráðherra og er allt annað plagg en umsagnaraðilar tóku afstöðu til í samráðsferlinu,“ segir í tilkynningunni. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er hugsi yfir frumvarpinu.vísir/vilhelm Samtökin taka undir mat Samkeppniseftirlitsins á áhrifum hins nýja frumvarps. Að mati samtakanna fjögurra felur það m.a. í sér: Kjötafurðastöðvum verður heimilt að sameinast án takmarkana. Þessi heimild var ekki í upphaflegu frumvarpi og engin dæmi eru slíks í nágrannalöndunum. Afurðastöðvum verður heimilað að hafa með sér hvers konar samráð um verkaskiptingu, verðlagningu eða aðra þætti starfseminnar, sem væri ólögmætt og refsivert í öðrum atvinnugreinum. Undanþágan tekur ekki lengur eingöngu til afurðastöðva undir stjórn bænda eins og dæmi eru um í nágrannalöndunum. Stórfyrirtækjum, sem ekki eru í eigu eða undir stjórn bænda, er veitt víðtæk undanþága frá samkeppnislögum. Undanþágurnar taka til kjötafurðastöðva í öllum búgreinum, án tillits til stöðu þeirra. Framlagning hins upphaflega frumvarps var réttlætt með erfiðri stöðu í sláturiðnaði, einkum sauðfjár- og stórgripaslátrun. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að afurðastöðvar í öllum búgreinum sameinist, þess vegna í eina, eða hafi með sér samkeppnishamlandi samstarf. Engar hömlur eru á að afurðastöðvar fyrirtækja sem hafa skilað ágætri afkomu, t.d. Matfugls og Ali, Stjörnugríss, Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturfélags Suðurlands, ásamt öðrum fyrirtækjum sameinist í eitt einokunarfélag, með svipuðum hætti og gerðist í mjólkuriðnaðinum er honum var veitt undanþága frá samkeppnislögum. Munurinn er þó sá að varnir neytenda eru engar og sameinaðar afurðastöðvar ráða verðlagningu sinni alfarið sjálfar, án aðhalds samkeppninnar eða opinberra verðlagsákvarðana. Ákvæði um eftirlit Samkeppniseftirlitsins og eftir atvikum bann við óheimilum samningum eða ákvörðunum framleiðenda, sem voru í upphaflegu frumvarpi, eru felld niður. Ný ákvæði um aðhald samkeppnisyfirvalda eru veik og illa útfærð. Samtökin fjögur taka undir það mat Samkeppniseftirlitsins að líkleg afleiðing samþykktar frumvarpsins yrði verðhækkun á kjötvörum og þar með aukin verðbólga. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sem vara við frumvarpinu. „Það væri algjörlega ótækt ef fyrsta lagabreyting stjórnvalda eftir undirritun kjarasamninga og útgáfu yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar vegna þeirra yrði samþykkt þessa frumvarps, sem gengur gegn hagsmunum neytenda, launþega og verslunar. Samtökin krefjast þess að frumvarpið verði dregið til baka,“ segir í tilkynningu til fjölmiðla. Landbúnaður Alþingi Verslun Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár Sjá meira
Frumvarpið, sem má kynna sér hér, er á dagskrá fundar Alþingis fyrir hádegi. Samtökin telja að samþykkt frumvarpsins myndi stórskaða hagsmuni neytenda, launþega og verslunar og vega að forsendum nýgerðra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Samtökin taka afdráttarlaust undir þau sjónarmið, sem eru reifuð í bréfi Samkeppniseftirlitsins til atvinnuveganefndar Alþingis. Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna sem vara við frumvarpinu.Vísir/Ívar Fannar „Drög að frumvarpi matvælaráðherra um undanþágur kjötafurðastöðva í eigu frumframleiðenda, þ.e. bænda, frá samkeppnislögum, voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og frumvarpið síðan lagt fram lítið breytt á Alþingi. Meirihluti atvinnuveganefndar hefur nú lagt fram „breytingartillögur“ sem í raun eru nýtt frumvarp, sem gengur miklu lengra en frumvarp ráðherra og er allt annað plagg en umsagnaraðilar tóku afstöðu til í samráðsferlinu,“ segir í tilkynningunni. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, er hugsi yfir frumvarpinu.vísir/vilhelm Samtökin taka undir mat Samkeppniseftirlitsins á áhrifum hins nýja frumvarps. Að mati samtakanna fjögurra felur það m.a. í sér: Kjötafurðastöðvum verður heimilt að sameinast án takmarkana. Þessi heimild var ekki í upphaflegu frumvarpi og engin dæmi eru slíks í nágrannalöndunum. Afurðastöðvum verður heimilað að hafa með sér hvers konar samráð um verkaskiptingu, verðlagningu eða aðra þætti starfseminnar, sem væri ólögmætt og refsivert í öðrum atvinnugreinum. Undanþágan tekur ekki lengur eingöngu til afurðastöðva undir stjórn bænda eins og dæmi eru um í nágrannalöndunum. Stórfyrirtækjum, sem ekki eru í eigu eða undir stjórn bænda, er veitt víðtæk undanþága frá samkeppnislögum. Undanþágurnar taka til kjötafurðastöðva í öllum búgreinum, án tillits til stöðu þeirra. Framlagning hins upphaflega frumvarps var réttlætt með erfiðri stöðu í sláturiðnaði, einkum sauðfjár- og stórgripaslátrun. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að afurðastöðvar í öllum búgreinum sameinist, þess vegna í eina, eða hafi með sér samkeppnishamlandi samstarf. Engar hömlur eru á að afurðastöðvar fyrirtækja sem hafa skilað ágætri afkomu, t.d. Matfugls og Ali, Stjörnugríss, Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturfélags Suðurlands, ásamt öðrum fyrirtækjum sameinist í eitt einokunarfélag, með svipuðum hætti og gerðist í mjólkuriðnaðinum er honum var veitt undanþága frá samkeppnislögum. Munurinn er þó sá að varnir neytenda eru engar og sameinaðar afurðastöðvar ráða verðlagningu sinni alfarið sjálfar, án aðhalds samkeppninnar eða opinberra verðlagsákvarðana. Ákvæði um eftirlit Samkeppniseftirlitsins og eftir atvikum bann við óheimilum samningum eða ákvörðunum framleiðenda, sem voru í upphaflegu frumvarpi, eru felld niður. Ný ákvæði um aðhald samkeppnisyfirvalda eru veik og illa útfærð. Samtökin fjögur taka undir það mat Samkeppniseftirlitsins að líkleg afleiðing samþykktar frumvarpsins yrði verðhækkun á kjötvörum og þar með aukin verðbólga. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sem vara við frumvarpinu. „Það væri algjörlega ótækt ef fyrsta lagabreyting stjórnvalda eftir undirritun kjarasamninga og útgáfu yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar vegna þeirra yrði samþykkt þessa frumvarps, sem gengur gegn hagsmunum neytenda, launþega og verslunar. Samtökin krefjast þess að frumvarpið verði dregið til baka,“ segir í tilkynningu til fjölmiðla.
Landbúnaður Alþingi Verslun Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár Sjá meira