Mál tengd Base Parking á borði Neytendasamtakanna í hverjum mánuði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. mars 2024 11:22 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir einstakt hversu mörg mál tengd bílastæðafyrirtækinu Base Parking rati á borð þeirra. Vísir/Arnar Formaður Neytendasamtakanna segir ótrúlegt hversu mörg mál tengd fyrirtækinu Base Parking rati á borð samtakanna. Fyrirtæki verði að vanda til verka þegar neytendur treysti þeim fyrir eigum sínum, sem í þessum tilvikum séu oft á tíðum mjög dýrar bifreiðar. Fréttastofa hefur undanfarna daga fjallað um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli. Fjölmargir hafa stigið fram og ekki sagt farir sínar sléttar eftir viðskipti við fyrirtækið. Frásagnirnar skipta tugum ef ekki hundruðum. Meðal þeirra mála sem oftast koma upp eru seinkanir þegar bílum er skilað, týndir lyklar, tjón á bifreiðum, grunsamlega hækkað kílómetragjald eða rusl og matarleifar í bílunum. Þá hafa margir lýst því að erfiðlega hafi gengið að ná sambandi við forsvarsmenn fyrirtækisins sem svari kvörtunum seint eða alls ekki. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna kannast vel mál af þessu tagi. „Í fyrsta lagi er það náttúrulega alveg glatað að lenda í því að svona sé farið með eigur manns. Þegar neytendur treysta fyrirtæki fyrir eigum sínum þá verður að vanda til verka. Ekki síst þegar um bíla er að ræða sem geta verið mjög dýrir og því alveg glatað að lenda í svona.“ Um það bil eitt mál á mánuði Breki segir um það bil eitt mál á mánuði berast til Neytendasamtakanna, þar sem Base Parking kemur við sögu. Öðru máli gegni um önnur fyrirtæki í sama bransa, þar sem eitt og eitt mál komi vissulega upp en ekkert þessu líkt. Um það bil eitt mál á mánuði ratar á borð Neytendasamtakanna vegna Base Parking. Vísir/Arnar „Þetta er alveg einstakt, hvað mál tengd þessu fyrirtæki koma oft á okkar borð. Þetta eru svona svipuð mál og hafa verið til umfjöllunar. Lyklar hafa verið að týnast eða kílómetrastaða hefur hækkað grunsamlega mikið í geymslu hjá fyrirtækinu og þar fram eftir götunum.“ Þá segir Breki að það sé skýrt í lögum að verði fólk fyrir tjóni, eigi það rétt á bótum. Því miður geti hinsvegar oft verið erfitt að sanna tjónið og heimfæra kostnað. Hann hvetur fólk til að hafa samband við Neytendasamtökin sem geti verið því innan handar. „Við höfum verið í sambandi við þetta fyrirtæki og það verður nú að segjast að þó það taki yfirleitt langan tíma, að okkar mati allt of langan tíma, þá hefur nú náðst niðurstaða í þau mál sem við höfum haft til meðferðar,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendsamtakanna. Neytendur Bílar Bílastæði Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Fréttastofa hefur undanfarna daga fjallað um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli. Fjölmargir hafa stigið fram og ekki sagt farir sínar sléttar eftir viðskipti við fyrirtækið. Frásagnirnar skipta tugum ef ekki hundruðum. Meðal þeirra mála sem oftast koma upp eru seinkanir þegar bílum er skilað, týndir lyklar, tjón á bifreiðum, grunsamlega hækkað kílómetragjald eða rusl og matarleifar í bílunum. Þá hafa margir lýst því að erfiðlega hafi gengið að ná sambandi við forsvarsmenn fyrirtækisins sem svari kvörtunum seint eða alls ekki. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna kannast vel mál af þessu tagi. „Í fyrsta lagi er það náttúrulega alveg glatað að lenda í því að svona sé farið með eigur manns. Þegar neytendur treysta fyrirtæki fyrir eigum sínum þá verður að vanda til verka. Ekki síst þegar um bíla er að ræða sem geta verið mjög dýrir og því alveg glatað að lenda í svona.“ Um það bil eitt mál á mánuði Breki segir um það bil eitt mál á mánuði berast til Neytendasamtakanna, þar sem Base Parking kemur við sögu. Öðru máli gegni um önnur fyrirtæki í sama bransa, þar sem eitt og eitt mál komi vissulega upp en ekkert þessu líkt. Um það bil eitt mál á mánuði ratar á borð Neytendasamtakanna vegna Base Parking. Vísir/Arnar „Þetta er alveg einstakt, hvað mál tengd þessu fyrirtæki koma oft á okkar borð. Þetta eru svona svipuð mál og hafa verið til umfjöllunar. Lyklar hafa verið að týnast eða kílómetrastaða hefur hækkað grunsamlega mikið í geymslu hjá fyrirtækinu og þar fram eftir götunum.“ Þá segir Breki að það sé skýrt í lögum að verði fólk fyrir tjóni, eigi það rétt á bótum. Því miður geti hinsvegar oft verið erfitt að sanna tjónið og heimfæra kostnað. Hann hvetur fólk til að hafa samband við Neytendasamtökin sem geti verið því innan handar. „Við höfum verið í sambandi við þetta fyrirtæki og það verður nú að segjast að þó það taki yfirleitt langan tíma, að okkar mati allt of langan tíma, þá hefur nú náðst niðurstaða í þau mál sem við höfum haft til meðferðar,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendsamtakanna.
Neytendur Bílar Bílastæði Keflavíkurflugvöllur Ferðalög Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira