„Þetta er alvöru skrímsli“ Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2024 11:56 Magnús Sverrir gengst fúslega við því að vera með bíladellu og þessi Benz-jeppi fari hæglega á toppinn á lista yfir þá bíla sem hann hefur átt. vísir/samsett Magnús Sverrir Þorsteinsson, fyrrverandi fótboltakappi og nú forstjóri bílaleigu í Reykjanesbæ var að kaupa sér 60 milljóna króna jeppa. Um er að ræða glæsilegan Mercedes-Benz AMG G 63-jeppa. Marta María á Smartlandinu var fyrst til að greina frá þessu. Bíllinn er kolbikasvartur, mattur á svörtum felgum og með skyggðum rúðum. „Ég er farinn að halda að það sé einhver að stríða mér,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann furðar sig á athyglinni sem þetta hefur fengið og segist hafa fengið fjölmargar athugasemdir frá vinum sínum. Að sögn Mörtu Maríu, sem virðist hafa sérlega mikinn áhuga á þessum tiltekna jeppa, eru fjórir samskonar bílar í umferð á Íslandi sem eru yngri en tveggja ára. Árið 2022 voru tveir slíkir gripir fluttir inn og á þessu ári bættust tveir til viðbótar. Allir ganga þessir jeppar sem ganga fyrir bensíni. Það hlýtur að gefa manni mikið að fara um á svona bíl? „Það … gefur mér væntanlega jafn mikið og Kian gefur þér,“ segir Magnús og vísar til þess að blaðamaður var búinn að upplýsa hann um að það væri nú slíkur bíll sem hann skældist um á. „En, jújú, það er gaman að keyra á flottum bílum ef manni líður vel á þeim. Það er bara svoleiðis.“ Magnús gengst fúslega við því að vera með bíladellu. „Já, mikla,“ segir Magnús og setur þennan jeppa í efsta sæti yfir þá sem hann hefur átt. „Ég held ég verði að segja það. Þetta er alvöru skrímsli. Þetta er nú ekki fyrsti svona bíllinn á landinu en þeir eru ekki margir.“ Magnús segist treysta sér vel á fjöll á jeppanum, þetta sé nú aðeins meiri sportjeppi en venjulegur slyddubíll. Rætt var við Magnús Sverri í Íslenska draumnum árið 2019. Bílar Bílaleigur Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira
Um er að ræða glæsilegan Mercedes-Benz AMG G 63-jeppa. Marta María á Smartlandinu var fyrst til að greina frá þessu. Bíllinn er kolbikasvartur, mattur á svörtum felgum og með skyggðum rúðum. „Ég er farinn að halda að það sé einhver að stríða mér,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann furðar sig á athyglinni sem þetta hefur fengið og segist hafa fengið fjölmargar athugasemdir frá vinum sínum. Að sögn Mörtu Maríu, sem virðist hafa sérlega mikinn áhuga á þessum tiltekna jeppa, eru fjórir samskonar bílar í umferð á Íslandi sem eru yngri en tveggja ára. Árið 2022 voru tveir slíkir gripir fluttir inn og á þessu ári bættust tveir til viðbótar. Allir ganga þessir jeppar sem ganga fyrir bensíni. Það hlýtur að gefa manni mikið að fara um á svona bíl? „Það … gefur mér væntanlega jafn mikið og Kian gefur þér,“ segir Magnús og vísar til þess að blaðamaður var búinn að upplýsa hann um að það væri nú slíkur bíll sem hann skældist um á. „En, jújú, það er gaman að keyra á flottum bílum ef manni líður vel á þeim. Það er bara svoleiðis.“ Magnús gengst fúslega við því að vera með bíladellu. „Já, mikla,“ segir Magnús og setur þennan jeppa í efsta sæti yfir þá sem hann hefur átt. „Ég held ég verði að segja það. Þetta er alvöru skrímsli. Þetta er nú ekki fyrsti svona bíllinn á landinu en þeir eru ekki margir.“ Magnús segist treysta sér vel á fjöll á jeppanum, þetta sé nú aðeins meiri sportjeppi en venjulegur slyddubíll. Rætt var við Magnús Sverri í Íslenska draumnum árið 2019.
Bílar Bílaleigur Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira