Körfubolti

„Þegar Stólarnir tapa þá fer Subway spjallið á hliðina“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Þorbjarnarson og félagar í Tindastólsliðinu þurftu að sætta sig við grátlegt tap á heimavelli á móti Njarðvík.
Þórir Þorbjarnarson og félagar í Tindastólsliðinu þurftu að sætta sig við grátlegt tap á heimavelli á móti Njarðvík. Vísir/Hulda Margrét

Körfuboltaáhugafólk á Íslandi fer oft inn á fésbókina þegar það þarf að tjá sig um Subway deild karla í körfubolta og Subway Körfuboltakvöld kíkti aðeins á það sem var í gangi þar eftir síðustu umferð.

Strákarnir í Körfuboltakvöld völdu reyndar kvöld í villtari kantinum enda gengur oft mikið á þegar hlutirnir ganga ekki vel hjá einu ákveðnu félagi.

„Stólarnir töpuðu þessum leik og við erum búnir að taka eftir ákveðnu mynstri strákar. Þegar Stólarnir tapa þá fer Subway-spjallið á hliðina,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds.

„Við ákváðum bara að fara í smá greiningu því þetta yndislega spjall, Subway spjallið, þar sem jákvæðnin er nú mikil oft á tíðum. Sævar þú fórst bara í greiningu og við fengum Gallup með okkur í þetta líka. Hvað átti sér stað á Subway spjallinu,“ spurði Stefán Árni.

„Það sem á sér náttúrulega stað á Subway spjallinu er einhver hystería í gangi. Menn bara missa sig. Ég tók eftir því að það voru fimm eða sex þræðir í gangi á spjallinu. Oft lætur fólk sér duga að sameinast í einn þráð um sama málefni en þarna dugði það ekki,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds.

Sævar tók nokkur dæmi af Subway spjallinu og mörg þeirra taldi hann vera mjög klassísk.

„Ég verð að viðurkenna það að ég var settur í það hlutverk. Ég var beðinn um að finna þessar fréttir. Þetta tók mig svona korter. Ég veinaði úr hlátri þegar ég var að lesa þetta. Mér fannst þetta ekkert smá skemmtilegt. Mikið af samsæriskenningum,“ sagði Sævar.

Hér fyrir neðan má sjá Sævar fara yfir það sem hann tók sérstaklega eftir af spjallinu.

Klippa: Körfuboltakvöld: Greining á Subway spjallinuFleiri fréttir

Sjá meira


×