Breiðablik sigruðu ÍBV með yfirburðum Snorri Már Vagnsson skrifar 8. febrúar 2024 23:19 Viruz, Wnkr og Pjakkur voru í stuði í kvöld er Breiðablik rústaði liði ÍBV í Counter-Strike. Breiðablik mættu ÍBV í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike í kvöld. ÍBV sá aldrei til ljóss í leiknum þar sem þeir grænu réðu öllum ríkjum. Leikurinn var spilaður á Ancient. ÍBV byrjuðu leikinn í vörn en Blikar hófu leikinn með betri fótinn fyrir framan sig og sigruðu fyrstu tvær lotur leiksins. ÍBV bitu til baka í 1-2 en sigurþefurinn átti eftir að verða vandfundinn í kjölfarið. Blikar fundu sigur í næstu 8 lotum og komust í stöðuna 1-10 áður en Eyjamenn fundu aftur lotusigur í síðustu tilraun fyrri hálfleiks. Ljóst var að ÍBV þurfti á kraftaverki að halda í seinni hálfleik til að eiga séns á stigi. Staðan í hálfleik: ÍBV 2-10 Breiðablik Allt kom þó fyrir ekki í seinni hálfleik. Sókn Eyjamanna var bitlaus gegn þéttri vörn Blika. Engar lotur fóru í poka ÍBV og Breiðablik sigraði þær þrjár lotur sem upp á vantaði til sigurs. Leikmenn blika voru afar jafnir á fellutöflunni en allir náðu þeir yfir 10 slíkum. Lokatölur: ÍBV 2-13 Breiðablik Slæmt gengi ÍBV verður æ lengra, en þeir hafa enn ekki sigrað leik í deildinni. Einu stig liðsins voru fengin í sjálfdæmdum ósigrum Atlantic er þeir hættu leik á tímabilinu. Breiðablik heldur áfram að sækja í sig veðrið í miðjuslagnum en sitja þeir nú í fimmta sæti með 18 stig. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti
Leikurinn var spilaður á Ancient. ÍBV byrjuðu leikinn í vörn en Blikar hófu leikinn með betri fótinn fyrir framan sig og sigruðu fyrstu tvær lotur leiksins. ÍBV bitu til baka í 1-2 en sigurþefurinn átti eftir að verða vandfundinn í kjölfarið. Blikar fundu sigur í næstu 8 lotum og komust í stöðuna 1-10 áður en Eyjamenn fundu aftur lotusigur í síðustu tilraun fyrri hálfleiks. Ljóst var að ÍBV þurfti á kraftaverki að halda í seinni hálfleik til að eiga séns á stigi. Staðan í hálfleik: ÍBV 2-10 Breiðablik Allt kom þó fyrir ekki í seinni hálfleik. Sókn Eyjamanna var bitlaus gegn þéttri vörn Blika. Engar lotur fóru í poka ÍBV og Breiðablik sigraði þær þrjár lotur sem upp á vantaði til sigurs. Leikmenn blika voru afar jafnir á fellutöflunni en allir náðu þeir yfir 10 slíkum. Lokatölur: ÍBV 2-13 Breiðablik Slæmt gengi ÍBV verður æ lengra, en þeir hafa enn ekki sigrað leik í deildinni. Einu stig liðsins voru fengin í sjálfdæmdum ósigrum Atlantic er þeir hættu leik á tímabilinu. Breiðablik heldur áfram að sækja í sig veðrið í miðjuslagnum en sitja þeir nú í fimmta sæti með 18 stig.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti