Innherji

Flutningar Grind­víkinga hafi lítil á­hrif á fast­eigna­markaðinn í borginni

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði að eins og talað væri á Íslandi mætti halda að ríkissjóður væri á „framfæri einhverja annarra en okkar sem þjóðar. Það er ekki hægt að eyða sömu krónu tvisvar.“
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði að eins og talað væri á Íslandi mætti halda að ríkissjóður væri á „framfæri einhverja annarra en okkar sem þjóðar. Það er ekki hægt að eyða sömu krónu tvisvar.“ Vísir/Vilhelm

Seðlabankastjóri telur að brottflutningur fólks frá Grindavík vegna jarðhræringa muni ekki hafa mikil áhrif á fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. Áhrifin verði mögulega bundin við Reykjanes og nágrenni. „Það kæmi ekki á óvart ef íbúar vilja búa þar nálægt. Ég held að áhrifin verði aðallega þar í kring.“


Tengdar fréttir

Sagan sýnir að annað eins bætist við kjarasamninga í formi launaskriðs

Aðalhagfræðingur Kviku bendir á að þótt samið yrði um almenna krónutöluhækkun launa í yfirstandi kjarasamningum, sem gæti virst hófstillt, sýnir sagan að ofan á hana leggist síðan annað eins í formi launaskriðs. Hann telur jafnframt að jafnvel þótt kjarasamningar verði hófstilltir gæti Seðlabankinn viljað sjá skýr merki um hjöðnun verðbólgunnar áður en stóru skrefin verða stigin til að minnka vaxtaaðhaldið.

„Þú notar ekki sömu krónurnar tvisvar“

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála-og efnahagsráðherra, segir ljóst að aðgerðir til handa Grindvíkingum hafi áhrif á stöðu ríkisfjármála og þar með mögulegt útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×