Enn fleiri sektaðir vegna fullyrðinga um CBD Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2024 15:19 Svavar Jóhannsson framkvæmdastjóri hjá Fitness sport. Vísir/vilhelm Neytendastofa hefur sektað Fitness Sport ehf og Ozon ehf fyrir fullyrðingar um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og fyrirtækin selja á heimasíðu sinni og auglýsa á samfélagsmiðlum. Fjöldi fyrirtækja hefur verið sektaður fyrir það sama undanfarið ár. Sekt Ozon ehf. hljóðar upp á 200 þúsund krónur. Neytendastofa fann að fullyrðingum sem birtar voru á Facebook-síðu Ozon ehf og vefsíðunum hempliving.is og gottcbd.is. Ozon hélt því fram í andsvörum sínum að um væri að ræða hampvörur sem innihéldu kannabínóða sem rannsóknir sýni að bæti húðheilsu einstaklinga á marga vegu og gagnist vel við verkjum sem leiði til betri svefns og einbeitingu. Svo tók Ozon fram að félagið hefði fjarlægt allar fullyrðingar sem stofnunin hefði bent á. Tók félagið þó fram að það efni hafi allt verið undir almennum fróðleik og hvergi fullyrt um að að vörurnar lækni sjúkdóma. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna þar sem gefið væri til kynna að vörurnar hefðu lyfjavirkni. Því taldi stofnunin fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Var sektin ákvörðuð 200 þúsund krónur. Sekt Fitness sport var lægri eða upp á 100 þúsund krónur. Málið laut að fullyrðingum sem birtar voru á vefsíðu félagsins, fitnesssport.is. Fitness Sport hélt því fram að félagið hefði á engan hátt fullyrt um að vara læknaði sjúkleika eða hefði aðra virkni sem breyti líffærastarfsemi. Þvert á móti hefði verið tekið fram að árangur af vörunum væri einstaklingsbundinn. Þær verkanir sem kæmu fram á vefsíðu félagsins væru það sem viðskiptavinir hefðu fundið fyrir við notkun fæli því ekki í sér brot. Taldi félagið sig engar reglur hafa brotið en færði enga sönnun fyrir fullyrðinu sinni. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna þar sem gefið væri til kynna að vörurnar hefðu lyfjavirkni. Því taldi stofnunin fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Taldi stofnunin jafnframt að félaginu hafi ekki tekist að sanna umræddar fullyrðingar. Voru 100 þúsund krónur metnar sem hæfileg sekt. Lyf Verslun Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Sekt Ozon ehf. hljóðar upp á 200 þúsund krónur. Neytendastofa fann að fullyrðingum sem birtar voru á Facebook-síðu Ozon ehf og vefsíðunum hempliving.is og gottcbd.is. Ozon hélt því fram í andsvörum sínum að um væri að ræða hampvörur sem innihéldu kannabínóða sem rannsóknir sýni að bæti húðheilsu einstaklinga á marga vegu og gagnist vel við verkjum sem leiði til betri svefns og einbeitingu. Svo tók Ozon fram að félagið hefði fjarlægt allar fullyrðingar sem stofnunin hefði bent á. Tók félagið þó fram að það efni hafi allt verið undir almennum fróðleik og hvergi fullyrt um að að vörurnar lækni sjúkdóma. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna þar sem gefið væri til kynna að vörurnar hefðu lyfjavirkni. Því taldi stofnunin fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Var sektin ákvörðuð 200 þúsund krónur. Sekt Fitness sport var lægri eða upp á 100 þúsund krónur. Málið laut að fullyrðingum sem birtar voru á vefsíðu félagsins, fitnesssport.is. Fitness Sport hélt því fram að félagið hefði á engan hátt fullyrt um að vara læknaði sjúkleika eða hefði aðra virkni sem breyti líffærastarfsemi. Þvert á móti hefði verið tekið fram að árangur af vörunum væri einstaklingsbundinn. Þær verkanir sem kæmu fram á vefsíðu félagsins væru það sem viðskiptavinir hefðu fundið fyrir við notkun fæli því ekki í sér brot. Taldi félagið sig engar reglur hafa brotið en færði enga sönnun fyrir fullyrðinu sinni. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna þar sem gefið væri til kynna að vörurnar hefðu lyfjavirkni. Því taldi stofnunin fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Taldi stofnunin jafnframt að félaginu hafi ekki tekist að sanna umræddar fullyrðingar. Voru 100 þúsund krónur metnar sem hæfileg sekt.
Lyf Verslun Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira