Samskip þurfa ekki að greiða sektina meðan málsmeðferð fer fram Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. janúar 2024 19:31 Úskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála var birtur í gær. Vísir/Vilhelm Útflutningsfyrirtækið Samskip þarf ekki að greiða sekt upp á 4,2 milljarða fyrir ólöglegt samráð með fyrirtækinu Eimskipi meðan málið er til meðferðar hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Í ágúst í fyrra sektaði Samkeppniseftirlitið Samskip um 4,2 milljarða fyrir að hafa með alvarlegum hætti brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samráði við Eimskip. Samskip hafnaði niðurstöðunni og lögmaður fyrirtækisins sagði sektina til komna vegna samsæriskenninga sem enginn fótur væri fyrir. Samskip áfrýjaði málinu í september og lagði fram kröfu þess efnis að áfrýjunarnefnd samkeppnismála myndi fresta réttaráhrifum ákvörðunarinnar að því er varðar greiðslu sektarinnar. Þá krafðist fyrirtækið þess að réttaráhrifum fyrirmæla um aðgerðir sem mælt er fyrir um í ákvörðuninni yrði frestað. Í þeim fyrirmælum felst að Samskip hætti öllu viðskiptalegu samstarfi við Eimskip og félög á þess vegum, nema sýnt væri fram á að samstarfið væri þess eðlis að ekki væri hætta á röskun á samkeppni. Töldu yfirgnæfandi líkur á breytingu eða niðurfellingu sektarinnar Til stuðnings því að fresta réttaráhrifunum töldu Samskip að greiðsla sektarinnar myndi valda fyrirtækinu fjárhagslegum erfiðleikum, málsmeðferð myndi taka langan tíma hjá áfrýjunarnefnd og að aðgerðir sem fyrirtækinu bæri að grípa til í því skyni koma í veg fyrir frekari brot og efla samkeppni væru til þess fallnar að valda því tjóni. Auk þess töldu Samskip að yfirgnæfandi líkur væru á því að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins yrði breytt eða hún felld úr gildi. Fyrirmælum SKE ekki frestað Í úskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála kemur fram að réttaráhrifum sektarinnar verði frestað vegna langs málsmeðferðartíma fyrir nefndinni. Þá er vísað til þess að aðstæður séu á margan hátt sérstakar og óvenjulegar, sem réttlættu frestun þeirra réttaráhrifa. Þá kemur fram að kröfu Samskipa um að fresta réttaráhrifum fyrirmælanna um að fyrirtækið hætti öllu viðskiptalegu samstarfi við Eimskip og félög á þess vegum, nema sýnt væri fram á að samstarfið væri þess eðlis að ekki væri hætta á röskun á samkeppni, sé hafnað af áfrýjunarnefndinni. Fyrirmælin væru hvorki óvenjuleg né sérlega íþyngjandi í garð fyrirtækisins þannig að hægt yrði að réttlæta frestun réttaráhrifanna. Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Í ágúst í fyrra sektaði Samkeppniseftirlitið Samskip um 4,2 milljarða fyrir að hafa með alvarlegum hætti brotið gegn samkeppnislögum með ólögmætu samráði við Eimskip. Samskip hafnaði niðurstöðunni og lögmaður fyrirtækisins sagði sektina til komna vegna samsæriskenninga sem enginn fótur væri fyrir. Samskip áfrýjaði málinu í september og lagði fram kröfu þess efnis að áfrýjunarnefnd samkeppnismála myndi fresta réttaráhrifum ákvörðunarinnar að því er varðar greiðslu sektarinnar. Þá krafðist fyrirtækið þess að réttaráhrifum fyrirmæla um aðgerðir sem mælt er fyrir um í ákvörðuninni yrði frestað. Í þeim fyrirmælum felst að Samskip hætti öllu viðskiptalegu samstarfi við Eimskip og félög á þess vegum, nema sýnt væri fram á að samstarfið væri þess eðlis að ekki væri hætta á röskun á samkeppni. Töldu yfirgnæfandi líkur á breytingu eða niðurfellingu sektarinnar Til stuðnings því að fresta réttaráhrifunum töldu Samskip að greiðsla sektarinnar myndi valda fyrirtækinu fjárhagslegum erfiðleikum, málsmeðferð myndi taka langan tíma hjá áfrýjunarnefnd og að aðgerðir sem fyrirtækinu bæri að grípa til í því skyni koma í veg fyrir frekari brot og efla samkeppni væru til þess fallnar að valda því tjóni. Auk þess töldu Samskip að yfirgnæfandi líkur væru á því að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins yrði breytt eða hún felld úr gildi. Fyrirmælum SKE ekki frestað Í úskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála kemur fram að réttaráhrifum sektarinnar verði frestað vegna langs málsmeðferðartíma fyrir nefndinni. Þá er vísað til þess að aðstæður séu á margan hátt sérstakar og óvenjulegar, sem réttlættu frestun þeirra réttaráhrifa. Þá kemur fram að kröfu Samskipa um að fresta réttaráhrifum fyrirmælanna um að fyrirtækið hætti öllu viðskiptalegu samstarfi við Eimskip og félög á þess vegum, nema sýnt væri fram á að samstarfið væri þess eðlis að ekki væri hætta á röskun á samkeppni, sé hafnað af áfrýjunarnefndinni. Fyrirmælin væru hvorki óvenjuleg né sérlega íþyngjandi í garð fyrirtækisins þannig að hægt yrði að réttlæta frestun réttaráhrifanna.
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira