Innherji

Kaup­höllin stöðvaði við­skipti með Marel eftir 29 prósenta hækkun

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Hlutabréfaverð Marels hefur lækkað um 64 prósent frá 1. September 2021 og um 29 prósent það sem af er ári.
Hlutabréfaverð Marels hefur lækkað um 64 prósent frá 1. September 2021 og um 29 prósent það sem af er ári.

Marel hækkaði um 29 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins eftir að tæknifyrirtækið upplýsti um að því hefði borist óskuldbindandi viljayfirlýsing um mögulegt tilboð í öll hlutabréf þess. Ekki var greint frá mögulegu gengi í viðskiptunum né hver gerði tilboðið. Í kjölfarið lokaði Kauphöllin fyrir viðskipti með bréfin.


Tengdar fréttir

Leysti líka til sín bréf Þórðar og fer með nærri tíu prósenta hlut í Eyri Invest

Arion fer með nálægt tíu prósenta eignarhlut í Eyri Invest eftir að bankinn leysti sömuleiðis til sín hluta af bréfum í fjárfestingafélaginu sem höfðu verið í eigu Þórðar Magnússonar, fyrrverandi stjórnarformanns til meira en tveggja áratuga, í tengslum við veðkall sem var gert á Árna Odd, son Þórðar og þáverandi forstjóra Marels. Feðgarnir fara nú saman með nokkuð minna en þriðjungshlut í Eyri en hluthafar félagsins, einkum bankar og lífeyrissjóðir, skoða nú að koma að stórri hlutafjáraukningu til að létta á þungri skuldastöðu.

Eyrir á­formar að styrkja stöðuna með tólf milljarða inn­spýtingu frá hlut­höfum

Stjórnendur og ráðgjafar Eyris Invest eiga nú í samtölum við hluthafa fjárfestingafélagsins um að leggja því til umtalsvert nýtt hlutafé í því skyni að treysta fjárhagsstöðuna eftir mikið verðfall á stórri hlutabréfaeign þess í Marel. Landsbankinn gerði í lok síðasta mánaðar veðkall í rúmlega eins prósenta hlut Árna Odds Þórðarson, þáverandi forstjóri Marels, í Eyri Invest í gegnum samnefnt eignarhaldsfélag hans eftir að það uppfyllti ekki lengur skilmála í lánasamningi við bankann.

Út­lit fyr­ir að það sé „loks­ins far­ið að birt­a til hjá Mar­el“

Kaflaskil hafa orðið í rekstri Marels og framlegðarhlutfall fyrirtækisins, sem er samt enn lágt í sögulegu samhengi, virðist loks vera að ná sér á strik eftir „viðstöðulausa lækkun í mörg ár.“ Útlit er fyrir að það sé „loksins að birta til hjá Marel“, segir hlutabréfagreinandi sem hefur hækkað lítillega verðmat sitt á félaginu.

Er­lend­ir grein­end­ur lækk­a verð­mat á Mar­el en Ber­en­berg mæl­ir með kaup­um

Erlendir greinendur hafa lækkað verðmat sitt á Marel eftir uppgjör þriðja ársfjórðungs sem olli mörgum vonbrigðum en sumir benda á að minnkandi kostnaður gefi til kynna að undirliggjandi rekstur sé að batna. Hlutabréfaverð Marels, sem er komið á sömu slóðir og snemma árs 2018, hefur fallið um sjö prósent á síðustu tveimur viðskiptadögum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×