Arnar harðorður í garð skrifstofu KKÍ: „Þetta er algjörlega ólíðandi“ Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar 18. nóvember 2023 19:55 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var í vígahug þegar hann mætti til viðtals þrátt fyrir að vera nýbúinn að vinna nokkuð öruggan tíu stiga sigur á Haukum í Subway-deild karla. Það átti eftir að koma í ljós fljótlega í viðtalinu hvers vegna. „Fleiri kallar inni á vellinum hjá okkur,“ sagði Arnar aðspurður hvað hefði breyst hjá Stjörnunni því liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Arnar á inni einn mikinn gæðaleikmann því Dagur Kár Jónsson hefur ekkert spilað til þessa í mótinu. Dagur var á bekknum í dag, hitaði upp en spilaði ekki og veit Arnar ekki hvenær Dagur getur byrjað að spila. Stjarnan hefur fengið inn í hópinn Bandaríkjamanninn James Ellisor og Frakkinn Kevin Kone er mættur eftir að hafa meiðst í undirbúningnum fyrir Íslandsmótið. „Kristján Fannar er líka að reyna finna „mojoið“ sitt,“ sagði þjálfarinn. „Kannski vorum við eitthvað værukærir og Haukarnir komu með það hugarfar að þeir hefðu engu að tapa. Þeir voru grimmir, Sigvaldi frábær í upphafi og þeir drápu okkur á sóknarfráköstum í fyrri hálfleik. En við unnum, það var gott.“ „Ég ætla segja eins og er, þetta er búinn að vera mjög furðulegur undirbúningur. Þegar Íslandsmótið byrjar þá segir KKÍ við okkur að leikmannalistar: löglegir leikmenn — það er ekki hægt að fá að sjá þá, öll lið sitja við sama borð. Svo fæ ég upplýsingar um það þegar við semjum við James Ellisor, að Þórsarar fá að vita að hann sé ekki kominn með leikheimild. Ég sendi skilaboð á KKÍ og fæ svar fimm mínútum seinna að maður geti bara fengið að vita þetta; klukkan fjögur á daginn fær maður að vita þetta. Á föstudaginn [í gær] sendi ég tölvupóst á KKÍ og bið um að fá að vita hverjir séu löglegir fyrir Hauka, vitandi að þeir eru búnir að semja við nýjan amerískan leikmann [Damier Pitts], vitandi að þeir eiga á skrifstofunni t.d. Emil Barja, vitandi að Anna Soffía gengur til liðs við Hauka frá Breiðabliki. KKÍ getur ekki séð sér fært að láta mig vita, hvorki í gær klukkan fjögur — við æfum klukkan fimm ekki vitandi hverjir séu löglegir á móti okkur — né í dag. Ég veit ekki einu sinni hvort þeir hafi verið með ólöglegan leikmann því það er ekki hægt að senda okkur það. Tölvupóstarnir virðast bara detta í eitthvað helvítis svarthol, það er verið að reyna hafa einhvern „standard“ á deildinni hérna. Þetta er algjörlega ólíðandi. Að maður fái ekki að vita hverjir séu löglegir, að sum lið fá að vita það, að ef þú hringir þá kannski færðu að vita það en ef þú sendir tölvupóst þá færðu ekki að vita það. Ég veit ekki einu sinni hvernig þetta á að vera. Mér var sagt að senda á kki@kki.is sem ég gerði, en það fór greinilega á milli skips og bryggju þar ansi oft.“ Það var bara ekkert svar? „Ekkert svar. Það vill til að ég er líka með kvennalið Stjörnunnar og Haukarnir voru að fá nýjan leikmann. Ég vissi ekki hvort að Breiðablik væri búið að skrifa undir félagaskiptaheimild. Anna Soffía skoraði yfir 20 stig, var frábær hérna áðan. Ég vissi ekki hvort að Damier Pitts yrði eða ekki. Ef það á að vera þannig, þá skal það vera þannig fyrir alla! En við erum að keppa og í keppni eru skilyrði fyrir því að fólk sitji við sama borð. Þetta er það ekki. Það er bara á skrifstofu KKÍ. Ég held að menn eigi aðeins að taka sig saman í andlitinu þar. Þetta [þessi ræða] þýðir örugglega það að ég fæ ekki að koma nálægt yngri landsliðunum næstu árin af því ég sagði eitthvað ljótt um eitthvað. En þetta er satt, svona var þetta og ég er ógeðslega ósáttur við skrifstofu KKÍ.“ Veistu af hverju Þórsarar fá að vita hvort leikmaður sé löglegur en ekki þú? „Ég er örugglega svona leiðinlegur að þeir nenna ekki að tala við mig, og ljái þeim hver sem vill svo sem.“ Aftur að leiknum og Stjörnuliðinu í dag. Stjarnan er á toppi deildarinnar ásamt þremur öðrum liðum með fimm sigra. Hvað getur þetta lið farið langt? „Það veit ég ekki, það eru ekki komin jól ennþá. Við erum allavega að fara á Egilsstaði, það er það lengsta sem við förum, það er næsta ferðalag.“ Getið þið unnið Íslandsmeistaratitilinn? „Það veit ég ekki. Við vorum að vinna leik í dag, eigum Hött eftir viku. Við ætlum að reyna að gera atlögu að honum. Það fer enginn inn í Íslandsmótið og hugsar: Djöfull væri nú fínt að vera í níunda sæti. Það ætla allir að vinna alla leiki og ef það gengur upp þá ertu Íslandsmeistari. Við ætlum það reyna það og það eru öll hin liðin að reyna vinna næsta leik líka,“ sagði þjálfarinn að lokum. Körfubolti Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar 89-79 | Slæmt gengi Hauka heldur áfram Stjarnan lagði Hauka með 10 stiga mun í Subway-deild karla í körfubolta. Gestirnir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. nóvember 2023 18:45 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sjá meira
„Fleiri kallar inni á vellinum hjá okkur,“ sagði Arnar aðspurður hvað hefði breyst hjá Stjörnunni því liðið hefur nú unnið fimm leiki í röð eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum. Arnar á inni einn mikinn gæðaleikmann því Dagur Kár Jónsson hefur ekkert spilað til þessa í mótinu. Dagur var á bekknum í dag, hitaði upp en spilaði ekki og veit Arnar ekki hvenær Dagur getur byrjað að spila. Stjarnan hefur fengið inn í hópinn Bandaríkjamanninn James Ellisor og Frakkinn Kevin Kone er mættur eftir að hafa meiðst í undirbúningnum fyrir Íslandsmótið. „Kristján Fannar er líka að reyna finna „mojoið“ sitt,“ sagði þjálfarinn. „Kannski vorum við eitthvað værukærir og Haukarnir komu með það hugarfar að þeir hefðu engu að tapa. Þeir voru grimmir, Sigvaldi frábær í upphafi og þeir drápu okkur á sóknarfráköstum í fyrri hálfleik. En við unnum, það var gott.“ „Ég ætla segja eins og er, þetta er búinn að vera mjög furðulegur undirbúningur. Þegar Íslandsmótið byrjar þá segir KKÍ við okkur að leikmannalistar: löglegir leikmenn — það er ekki hægt að fá að sjá þá, öll lið sitja við sama borð. Svo fæ ég upplýsingar um það þegar við semjum við James Ellisor, að Þórsarar fá að vita að hann sé ekki kominn með leikheimild. Ég sendi skilaboð á KKÍ og fæ svar fimm mínútum seinna að maður geti bara fengið að vita þetta; klukkan fjögur á daginn fær maður að vita þetta. Á föstudaginn [í gær] sendi ég tölvupóst á KKÍ og bið um að fá að vita hverjir séu löglegir fyrir Hauka, vitandi að þeir eru búnir að semja við nýjan amerískan leikmann [Damier Pitts], vitandi að þeir eiga á skrifstofunni t.d. Emil Barja, vitandi að Anna Soffía gengur til liðs við Hauka frá Breiðabliki. KKÍ getur ekki séð sér fært að láta mig vita, hvorki í gær klukkan fjögur — við æfum klukkan fimm ekki vitandi hverjir séu löglegir á móti okkur — né í dag. Ég veit ekki einu sinni hvort þeir hafi verið með ólöglegan leikmann því það er ekki hægt að senda okkur það. Tölvupóstarnir virðast bara detta í eitthvað helvítis svarthol, það er verið að reyna hafa einhvern „standard“ á deildinni hérna. Þetta er algjörlega ólíðandi. Að maður fái ekki að vita hverjir séu löglegir, að sum lið fá að vita það, að ef þú hringir þá kannski færðu að vita það en ef þú sendir tölvupóst þá færðu ekki að vita það. Ég veit ekki einu sinni hvernig þetta á að vera. Mér var sagt að senda á kki@kki.is sem ég gerði, en það fór greinilega á milli skips og bryggju þar ansi oft.“ Það var bara ekkert svar? „Ekkert svar. Það vill til að ég er líka með kvennalið Stjörnunnar og Haukarnir voru að fá nýjan leikmann. Ég vissi ekki hvort að Breiðablik væri búið að skrifa undir félagaskiptaheimild. Anna Soffía skoraði yfir 20 stig, var frábær hérna áðan. Ég vissi ekki hvort að Damier Pitts yrði eða ekki. Ef það á að vera þannig, þá skal það vera þannig fyrir alla! En við erum að keppa og í keppni eru skilyrði fyrir því að fólk sitji við sama borð. Þetta er það ekki. Það er bara á skrifstofu KKÍ. Ég held að menn eigi aðeins að taka sig saman í andlitinu þar. Þetta [þessi ræða] þýðir örugglega það að ég fæ ekki að koma nálægt yngri landsliðunum næstu árin af því ég sagði eitthvað ljótt um eitthvað. En þetta er satt, svona var þetta og ég er ógeðslega ósáttur við skrifstofu KKÍ.“ Veistu af hverju Þórsarar fá að vita hvort leikmaður sé löglegur en ekki þú? „Ég er örugglega svona leiðinlegur að þeir nenna ekki að tala við mig, og ljái þeim hver sem vill svo sem.“ Aftur að leiknum og Stjörnuliðinu í dag. Stjarnan er á toppi deildarinnar ásamt þremur öðrum liðum með fimm sigra. Hvað getur þetta lið farið langt? „Það veit ég ekki, það eru ekki komin jól ennþá. Við erum allavega að fara á Egilsstaði, það er það lengsta sem við förum, það er næsta ferðalag.“ Getið þið unnið Íslandsmeistaratitilinn? „Það veit ég ekki. Við vorum að vinna leik í dag, eigum Hött eftir viku. Við ætlum að reyna að gera atlögu að honum. Það fer enginn inn í Íslandsmótið og hugsar: Djöfull væri nú fínt að vera í níunda sæti. Það ætla allir að vinna alla leiki og ef það gengur upp þá ertu Íslandsmeistari. Við ætlum það reyna það og það eru öll hin liðin að reyna vinna næsta leik líka,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Körfubolti Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Haukar 89-79 | Slæmt gengi Hauka heldur áfram Stjarnan lagði Hauka með 10 stiga mun í Subway-deild karla í körfubolta. Gestirnir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. nóvember 2023 18:45 Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Haukar 89-79 | Slæmt gengi Hauka heldur áfram Stjarnan lagði Hauka með 10 stiga mun í Subway-deild karla í körfubolta. Gestirnir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 18. nóvember 2023 18:45
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins