Viðskipti innlent

Geymslu­hólfum Lands­bankans í Grinda­vík enn ekki bjargað

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Starfsmönnum nokkurra fyrirtækja í Grindavík bauðst að sækja vörur og verðmæti í gær. 
Starfsmönnum nokkurra fyrirtækja í Grindavík bauðst að sækja vörur og verðmæti í gær.  Vísir/Vilhelm

Starfsfólki Landsbankans í Grindavík var snúið við á grundvelli áhættumats þegar það hugðist flytja geymsluhólf úr bankanum í gærmorgun. Geymsluhólfunum hefur því ekki verið bjargað úr bænum. 

Í fréttatilkynningu á vef Landsbankans kemur fram að margir viðskiptavinir Landsbankans séu með geymsluhólf í útibúinu. Starfsfólk bankans hugðist flytja þau úr bænum að morgni 14. nóvember en var snúið frá af lögreglu á grundvelli áhættumats“

Þá segir að Landsbankinn hafi óskað eftir sérstakri heimild frá Almannavörnum til að fara í útibúið, fjarlægja geymsluhólfin og flytja þau í annað útibú. Vonast sé til þess að hægt verði að upplýsa viðskiptavini sem eru með hólf í útibúinu um næstu skref fljótlega. 

Fylgst verði með stöðunni og frekari upplýsingar muni birtast á vef bankans. 

Landsbankinn hefur nú, auk hinna bankanna sem eru með útibú á Grindavík, boðið upp á frystingu húsnæðislána vegna þeirrar stöðu sem uppi er í bænum. Vísir greindi frá því í dag. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×