Krefja Grindvíkinga ekki um afborganir í bili Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2023 12:26 Íslensku viðskiptabankarnir þrír sýna Grindvíkingum samhug. Stóru viðskiptabankarnir þrír bjóða Grindvíkingum allir upp á frystingu húsnæðislána vegna þeirrar stöðu sem uppi er í bænum. Fryst húsnæðislán safna þó vöxtum og verðbótum. Á vef Landsbankans sagði í tilkynningu í gær að margir viðskiptavinir bankans séu með íbúðarlán. Það sé einfalt og fljótlegt að fresta afborgunum en hafa þurfi samband við bankann og óska eftir því. Atburðirnir gætu valdið því að margir einstaklingar verði fyrir tekjufalli og áhrifin séu sömuleiðis mikil á fyrirtæki í bæjarfélaginu. Bankinn sé með ýmis úrræði í boði, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Í svari Landsbankans við fyrirspurn Vísis um aðgerðir viðskiptabankanna þriggja segir að óvissan sé auðvitað gríðarleg og erfitt að setja sig í spor Grindvíkinga. Fyrstu skrefin í viðbrögðum séu að bjóða viðskiptavinum í Grindavík sem eru með íbúðalán að frysta lánin í allt að sex mánuði. Starfsmenn munu allir halda áfram störfum í lokun Landsbankinn er eini bankinn sem heldur úti útibúi í Grindavík. Það er eðli málsins samkvæmt lokað eins og önnur fyrirtæki í bænum. Í svari bankans segir að starfsfólk bankans í Grindavík hafi, eins og aðrir íbúar bæjarins, fengið húsaskjól í öðrum bæjarfélögum og muni allt halda áfram störfum fyrir bankann, ýmist í öðrum útibúum eða í fjarvinnu. Hugur allra hjá Grindvíkingum Í svari Arion banka segir að hugur allra í bankanum sé hjá íbúum Grindavíkur. Það sé erfitt að setja sig í spor þeirra sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín við þessar aðstæður. „Við viljum leggja okkar af mörkum til að létta á þeim áhyggjum sem hvíla á íbúum Grindavíkur. Við höfum því boðið viðskiptavinum okkar úr Grindavík þriggja mánaða greiðslufrest á íbúðalánum sínum hjá Arion. Um hefðbundna frystingu er að ræða þar sem vextir og verðbætur leggjast á höfuðstól. Enginn kostnaður fylgir frystingunni.“ Þá hafi Vörður, dótturfélag Arion, haft samband við sína viðskiptavini í Grindavík og tilkynnt þeim að félagið mun fella niður iðgjöld af tryggingum þeirra í desember. Byrja á að koma viðskiptavinum í greiðsluskjól Í svari Íslandsbanka við fyrirspurninni segir að bankinn fylgist vel með stöðu mála og hafi metið áhættu út frá ólíkum sviðsmyndum. Bankinn hafi haft samband við viðskiptavini og muni aðstoða viðskiptavini í þessum erfiðu aðstæðum, einstaklinga og fyrirtæki. Grindvíkingar fái forgangsþjónustu til að hafa samband og fá ráðleggingar og upplýsingar um úrræði. Bankinn muni veita þann sveigjanleika sem þarf og frysta lán einstaklinga sem þess óska. Í fyrsta fasa aðgerða bankans megi gera ráð fyrir því að lögð verði áhersla á að koma viðskiptavinum í greiðsluskjól, það er frysta greiðslur af lánum á meðan óvissan varir og þar til mál skýrast frekar. Íslendingar búi sem betur fer vel að samtryggingakerfi Íbúar Grindavíkur hafa sumir haft orð á því að skrýtið sé að greiða af lánum húsa sinna sem eru eftir atvikum ónýt. Í svari Íslandsbanka við spurningu þess efnis segir að bankinn sýni öllum þeim sem búa við óvissu um afdrif eigna sinna og afkomu mikinn samhug og muni gera sitt til þess að auðvelda viðskiptavinum að takast á við þá stöðu. „Íslendingar búa sem betur fer vel að samtryggingarkerfi sem er sérsniðið að því að takast á við atburði af þessum toga og mikilvægt að leyfa því kerfi að taka á málum eins og því er ætlað.“ Íslenskir bankar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Arion banki Landsbankinn Kvika banki Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Sjá meira
Á vef Landsbankans sagði í tilkynningu í gær að margir viðskiptavinir bankans séu með íbúðarlán. Það sé einfalt og fljótlegt að fresta afborgunum en hafa þurfi samband við bankann og óska eftir því. Atburðirnir gætu valdið því að margir einstaklingar verði fyrir tekjufalli og áhrifin séu sömuleiðis mikil á fyrirtæki í bæjarfélaginu. Bankinn sé með ýmis úrræði í boði, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Í svari Landsbankans við fyrirspurn Vísis um aðgerðir viðskiptabankanna þriggja segir að óvissan sé auðvitað gríðarleg og erfitt að setja sig í spor Grindvíkinga. Fyrstu skrefin í viðbrögðum séu að bjóða viðskiptavinum í Grindavík sem eru með íbúðalán að frysta lánin í allt að sex mánuði. Starfsmenn munu allir halda áfram störfum í lokun Landsbankinn er eini bankinn sem heldur úti útibúi í Grindavík. Það er eðli málsins samkvæmt lokað eins og önnur fyrirtæki í bænum. Í svari bankans segir að starfsfólk bankans í Grindavík hafi, eins og aðrir íbúar bæjarins, fengið húsaskjól í öðrum bæjarfélögum og muni allt halda áfram störfum fyrir bankann, ýmist í öðrum útibúum eða í fjarvinnu. Hugur allra hjá Grindvíkingum Í svari Arion banka segir að hugur allra í bankanum sé hjá íbúum Grindavíkur. Það sé erfitt að setja sig í spor þeirra sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín við þessar aðstæður. „Við viljum leggja okkar af mörkum til að létta á þeim áhyggjum sem hvíla á íbúum Grindavíkur. Við höfum því boðið viðskiptavinum okkar úr Grindavík þriggja mánaða greiðslufrest á íbúðalánum sínum hjá Arion. Um hefðbundna frystingu er að ræða þar sem vextir og verðbætur leggjast á höfuðstól. Enginn kostnaður fylgir frystingunni.“ Þá hafi Vörður, dótturfélag Arion, haft samband við sína viðskiptavini í Grindavík og tilkynnt þeim að félagið mun fella niður iðgjöld af tryggingum þeirra í desember. Byrja á að koma viðskiptavinum í greiðsluskjól Í svari Íslandsbanka við fyrirspurninni segir að bankinn fylgist vel með stöðu mála og hafi metið áhættu út frá ólíkum sviðsmyndum. Bankinn hafi haft samband við viðskiptavini og muni aðstoða viðskiptavini í þessum erfiðu aðstæðum, einstaklinga og fyrirtæki. Grindvíkingar fái forgangsþjónustu til að hafa samband og fá ráðleggingar og upplýsingar um úrræði. Bankinn muni veita þann sveigjanleika sem þarf og frysta lán einstaklinga sem þess óska. Í fyrsta fasa aðgerða bankans megi gera ráð fyrir því að lögð verði áhersla á að koma viðskiptavinum í greiðsluskjól, það er frysta greiðslur af lánum á meðan óvissan varir og þar til mál skýrast frekar. Íslendingar búi sem betur fer vel að samtryggingakerfi Íbúar Grindavíkur hafa sumir haft orð á því að skrýtið sé að greiða af lánum húsa sinna sem eru eftir atvikum ónýt. Í svari Íslandsbanka við spurningu þess efnis segir að bankinn sýni öllum þeim sem búa við óvissu um afdrif eigna sinna og afkomu mikinn samhug og muni gera sitt til þess að auðvelda viðskiptavinum að takast á við þá stöðu. „Íslendingar búa sem betur fer vel að samtryggingarkerfi sem er sérsniðið að því að takast á við atburði af þessum toga og mikilvægt að leyfa því kerfi að taka á málum eins og því er ætlað.“
Íslenskir bankar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Arion banki Landsbankinn Kvika banki Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Sjá meira