Körfubolti

Leik­maður Grinda­víkur hand­tekinn í heima­landinu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Charisse Farley í opnunarleik tímabilsins gegn Fjölni.
Charisse Farley í opnunarleik tímabilsins gegn Fjölni. Víkurfréttir – vf.is // Jóhann Páll Kristbjörnsson

Charisse Farley, leikmaður Grindavíkur í Subway deild kvenna, var handtekin við komu sína til New Jersey þann 2. nóvember. Farley fór til Bandaríkjanna í landsleikjahléi deildarinnar. 

Karfan greindi fyrst frá málinu. Ekki er vitað hvers vegna handtakan fór fram eða hver glæpurinn sé sem hún er ásökuð um. 

Charisse Farley samdi við Grindavík síðastliðinn maí og hefur leikið næstflestar mínútur fyrir liðið í fyrstu sjö leikjum tímabilsins. Þar áður spilaði hún fyrir Colorado Springs háskólann í Bandaríkjunum. 

Grindavík á næst leik í Subway deildinni gegn nýliðum Þórs Akureyrar. 

Ingibergur Þór Ólafarson, formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, vildi ekki tjá sig um málið þegar blaðamaður náði tali af honum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×