Fljúga í fyrsta sinn til Pittsburgh Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2023 15:36 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair group. Vísir/Vilhelm Icelandair eykur framboð og bætir við áfangastöðum í flugáætlun fyrir árið 2024, sem er sú umfangsmesta í sögu félagsins. Halifax og Pittsburgh verða nýir áfangastaðir en félagið hefur aldrei áður boðið upp á flug til síðarnefndu borgarinnar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að félagið muni fljúga til yfir fimmtíu áfangastaða og starfrækja þrjá tengibanka með mismunandi brottfarartímum innan dagsins. Flogið verður daglega til 28 áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku og þar af verður boðið upp á fleiri en eitt daglegt flug til nítján þeirra. Halifax og Pittsburgh bætast við sem áfangastaðir næsta sumar og tíðni verður aukin til fjölda áfangastaða. Tengimöguleikar innan leiðakerfisins verða um 800 og mun fleiri í gegnum samstarfssamninga við önnur flugfélög. Á árinu 2024 er gert ráð fyrir að framboðnum sætiskílómetrum (ASK) fjölgi um að minnsta kosti 10 prósent frá fyrra ári. Þrjár nýjar vélar Þá kemur fram að Þrjár Boeing 737 MAX 8 flugvélar bætast í flota félagsins á næsta ári. Flugflotinn í farþegafluginu mun þá samanstanda af 42 flugvélum, þar af 21 af gerðinni 737 MAX. Félagið hefur aldrei áður flogið til Pittsburg, sem verður tólfti áfangastaður félagsins í Bandaríkjunum. Flogið verður fjórum sinnum í viku frá miðjum maí til októberloka. Pittsburgh er önnur stærsta borg Pennsylvaníu og liggur á bökkum þriggja fljóta – er fyrir vikið kölluð borg brúanna. Borgin hefur lengi verið kennd við stál og iðnað en hún býr engu að síður yfir sjarma menningar og fjölda fagurgrænna almenningsgarða. Þá verður, eftir nokkurra ára hlé, boðið upp á þrjár ferðir á viku til Halifax í Kanada. Flug hefst 31. maí og verður flogið fram í miðjan október. Halifax er höfuðborg Nova Scotia, héraðs á austurströnd Kanada. Hún er í senn lifandi hafnarborg og iðandi miðstöð verslunar og viðskipta. Ánægður með áætlunina „Við kynnum með ánægju metnaðarfulla flugáætlun fyrir næsta sumar og þá stærstu í sögu félagsins. Flugflotinn okkar heldur áfram að stækka og við bætum við þremur nýjum, hagkvæmum og umhverfisvænum Boeing 737 MAX flugvélum á næsta ári. Það er frábært að bæta við tveimur nýjum áfangastöðum í N-Ameríku og auka tíðni flugs verulega til annarra áfangastaða,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Norður-Ameríku markaður hefur verið mjög sterkur og til marks um það eru Bandaríkjamenn nú í efsta sæti yfir fjölda ferðamanna sem sækja okkur heim. Reynslumikið starfsfólk, yfirgripsmiklir söluinnviðir, sterkt alþjóðlegt vörumerki ásamt verðmætum samstarfssamningum við önnur flugfélög gera félaginu mögulegt að halda sókn sinni áfram og grípa þau tækifæri sem til staðar eru.“ Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Bandaríkin Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Icelandair. Þar segir að félagið muni fljúga til yfir fimmtíu áfangastaða og starfrækja þrjá tengibanka með mismunandi brottfarartímum innan dagsins. Flogið verður daglega til 28 áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku og þar af verður boðið upp á fleiri en eitt daglegt flug til nítján þeirra. Halifax og Pittsburgh bætast við sem áfangastaðir næsta sumar og tíðni verður aukin til fjölda áfangastaða. Tengimöguleikar innan leiðakerfisins verða um 800 og mun fleiri í gegnum samstarfssamninga við önnur flugfélög. Á árinu 2024 er gert ráð fyrir að framboðnum sætiskílómetrum (ASK) fjölgi um að minnsta kosti 10 prósent frá fyrra ári. Þrjár nýjar vélar Þá kemur fram að Þrjár Boeing 737 MAX 8 flugvélar bætast í flota félagsins á næsta ári. Flugflotinn í farþegafluginu mun þá samanstanda af 42 flugvélum, þar af 21 af gerðinni 737 MAX. Félagið hefur aldrei áður flogið til Pittsburg, sem verður tólfti áfangastaður félagsins í Bandaríkjunum. Flogið verður fjórum sinnum í viku frá miðjum maí til októberloka. Pittsburgh er önnur stærsta borg Pennsylvaníu og liggur á bökkum þriggja fljóta – er fyrir vikið kölluð borg brúanna. Borgin hefur lengi verið kennd við stál og iðnað en hún býr engu að síður yfir sjarma menningar og fjölda fagurgrænna almenningsgarða. Þá verður, eftir nokkurra ára hlé, boðið upp á þrjár ferðir á viku til Halifax í Kanada. Flug hefst 31. maí og verður flogið fram í miðjan október. Halifax er höfuðborg Nova Scotia, héraðs á austurströnd Kanada. Hún er í senn lifandi hafnarborg og iðandi miðstöð verslunar og viðskipta. Ánægður með áætlunina „Við kynnum með ánægju metnaðarfulla flugáætlun fyrir næsta sumar og þá stærstu í sögu félagsins. Flugflotinn okkar heldur áfram að stækka og við bætum við þremur nýjum, hagkvæmum og umhverfisvænum Boeing 737 MAX flugvélum á næsta ári. Það er frábært að bæta við tveimur nýjum áfangastöðum í N-Ameríku og auka tíðni flugs verulega til annarra áfangastaða,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. „Norður-Ameríku markaður hefur verið mjög sterkur og til marks um það eru Bandaríkjamenn nú í efsta sæti yfir fjölda ferðamanna sem sækja okkur heim. Reynslumikið starfsfólk, yfirgripsmiklir söluinnviðir, sterkt alþjóðlegt vörumerki ásamt verðmætum samstarfssamningum við önnur flugfélög gera félaginu mögulegt að halda sókn sinni áfram og grípa þau tækifæri sem til staðar eru.“
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Bandaríkin Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent