Viðskipti innlent

Nýtt félag um heilbrigðislausnir Origo stofnað

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Arna er nýr framkvæmdastjóri Helix.
Arna er nýr framkvæmdastjóri Helix. Aðsend

Origo mun um mánaðamót stofna nýtt og sjálfstætt félag í kring um heilbrigðislausnir Origo, sem fær nafnið Helix. Markmið félagsins verður að flétta saman tækni, hugvit og innsæi til að bæta líf þeirra sem þiggja og veita heilbrigðisþjónustu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Origo. Þar segir að engar breytingar verði á starfseminni en að nýja félagið verði alfarið í eigu Origo hf. Allir núverandi starfsmenn heilbrigðislausna flytjist yfir í hið nýja félag Helix. Félagið tekur formlega til starfa 1. nóvember næstkomandi.

Segir í tilkynningunni að lausnir og vöruúrval Helix styðji við íslenskt heilbrigðiskerfi með því að auka öryggi og gæði í daglegum störfum heilbrigðisstarfsfólks sem skili sér í hagræðingu á rekstri heilbrigðisstofnana. Heilsuvera er einn þekktasti hugbúnaður úr smiðju heilbrigðislausna Origo auk fleiri hugbúnaðarlausna. 

Arna Harðardóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra hins nýstofnaða félags og mun leiða það áfram. Hún hefur tekið stóran þátt í stefnumótun og breytingarferli sviðsins undanfarna mánuði. Hún hóf störf hjá Origo í nóvember 2020 og leiddi sölu- og markaðsstýringu á sviði heilbrigðislausna áður en hún tók við stöðu framkvæmdastjóra Helix. 


Tengdar fréttir

Að­stoða fyrir­tæki að vernda upp­ljóstrara

Ný lausn frá fyrirtækinu Origo, sem hjálpar fyrirtækjum að uppfylla lög um vernd uppljóstrara, var kynnt í vikunni. Lögin tóku gildi 1. janúar 2020 en sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum hefur reynst þrautinni þyngri að uppfylla lagakröfurnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×