Fagnar ívilnunum sem verði brátt barn síns tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. október 2023 10:43 Rafmagnsbílar eru vinsælastir þegar kemur að kaupum nýrra bíla hér á landi. vísir/vilhelm Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, fagnar ívilnunum sem veita á einstaklingum og fyrirtækjum vegna kaupa á rafbílum og öðrum orkuhlutlausum bifreiðum frá og með áramótum. Slíkar ívilnanir verði þó brátt barn síns tíma. Morgunblaðið fjallaði um málið í gær og sagðist hafa heimildir fyrir því að styrkurinn yrði allt að 900 þúsund krónur á hvern bíl í fjölskyldubílaflokki. Ekki væri gert ráð fyrir þaki á fjölda umsókna en bílarnir mættu ekki kosta meira en tíu milljónir. „Nokkrir flokkar verða í boði og það verða jafnframt veittir styrkir við kaup á atvinnutækjum. Það verða mismunandi upphæðir í boði eftir gerð bíls, eftir því hvort sótt er um styrk við kaup á fjölskyldubíl eða sendibíl. Það verður fyrst og fremst um þessa tvo flokka að ræða. Síðan verður styrkurinn afgreiddur á þann bankareikning sem viðkomandi eigandi hefur gefið upp á skattskýrslum. Umsóknin verður svo greidd samdægurs eða innan tveggja daga,“ sagði Ragnar K. Ásmundsson, sem fer með málefni Orkusjóðs hjá Orkustofnun. Í lok árs fellur virðisaukaskattsívilnun vegna kaupa á rafbílum úr gildi. Felldur hefur verið niður virðisaukaskattur við kaup á rafbílum undir 5,5 milljónum króna. Runólfur Ágústsson er framkvæmdastjóri FÍB.Vísir/arnar „Auðvitað eru áhyggjur manna af þessari skattlagningu á rafbíla sem er fyrirhuguð um næstu áramót að það hafi áhrif á orkuskiptaáform stjórnvalda í samgöngum í landinu,“ segir Runólfur. Hann fagnar tillögum Orkusjóðs sem séu hugsaðar sem hvati. „Ég tel jákvætt að það sé einhver ívilnun. En hver útfærslan nákvæmlega verður, verður bara að koma í ljós.“ Hann telur styttast í að ívilnanir fyrir rafbíla verði brátt barn síns tíma. Hlutfall rafmagnsbíla hefur verið hæst hvað varðar heildarsölu bíla það sem af er ári, samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. Hlutfall rafmagnsbíla er hæst þegar við skoðum heildarsölu eftir orkugjöfum það sem af er ári eða 42,1%. Hybrid koma þar á eftir með 19,5% af sölunni, dísel 15,2%, bensín 12,3%, og tengiltvinn 10,9% sem hlutfall sölunnar. Einnig hafa tveir metan, einn vetnis og einn með skráð óþekktan orkugjafa verið seldir á árinu. „Til lengri tíma held ég að þessi ívilnunarhvati þurfi ekki að vera nema til skamms tíma, eitt til þrjú ár. Þetta er að verða fjöldaframleiðsluvara og er í mörgum tilfellum búin að ná verði á hefðbundnum brunahreyfilsbíl.“ Bílar Vistvænir bílar Skattar og tollar Tengdar fréttir Kaupendur rafbíla muni geta sótt um styrk úr Orkusjóði Frá og með næstu áramótum munu einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrk vegna kaupa á rafbílum og öðrum orkuhlutlausum bifreiðum en styrkurinn á að koma í stað skattaívilnana sem eru að falla úr gildi. 24. október 2023 06:37 Fagnar gjaldinu en hefur áhyggjur af hnignandi rafbílaeftirspurn Framkvæmdastjóri FÍB, Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segist fagna áformum fjármálaráðherra um kílómetragjald rafmagns- og vetnisbíla en að þau hefðu mátt vera betur útfærð. Þá segist hann hafa áhyggjur af því að gjaldið gæti komið niður á áhuga landsmanna á rafmagnsbílum. 4. október 2023 18:37 Sex krónu kílómetragjaldi komið á um næstu áramót Áform fjármálaráðherra um frumvarp um kílómetragjald á bílanotkun gerir ráð fyrir að sex krónu kílómetragjaldi verði komið á rafmagns- og vetnisbíla á næsta ári. Þannig sé áætlað að eigandi rafmagnsbíls sem ekur sömu vegalengd muni greiða sama gjald fyrir afnot af vegakerfinu og sá sem ekur bensínbíl. Tengiltvinnbílar munu hins vegar greiða tveggja krónu kílómetragjald á næsta ári. Kílómetragjald á bensín- og díselbíla verður komið á í ársbyrjun 2025. 4. október 2023 11:38 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Morgunblaðið fjallaði um málið í gær og sagðist hafa heimildir fyrir því að styrkurinn yrði allt að 900 þúsund krónur á hvern bíl í fjölskyldubílaflokki. Ekki væri gert ráð fyrir þaki á fjölda umsókna en bílarnir mættu ekki kosta meira en tíu milljónir. „Nokkrir flokkar verða í boði og það verða jafnframt veittir styrkir við kaup á atvinnutækjum. Það verða mismunandi upphæðir í boði eftir gerð bíls, eftir því hvort sótt er um styrk við kaup á fjölskyldubíl eða sendibíl. Það verður fyrst og fremst um þessa tvo flokka að ræða. Síðan verður styrkurinn afgreiddur á þann bankareikning sem viðkomandi eigandi hefur gefið upp á skattskýrslum. Umsóknin verður svo greidd samdægurs eða innan tveggja daga,“ sagði Ragnar K. Ásmundsson, sem fer með málefni Orkusjóðs hjá Orkustofnun. Í lok árs fellur virðisaukaskattsívilnun vegna kaupa á rafbílum úr gildi. Felldur hefur verið niður virðisaukaskattur við kaup á rafbílum undir 5,5 milljónum króna. Runólfur Ágústsson er framkvæmdastjóri FÍB.Vísir/arnar „Auðvitað eru áhyggjur manna af þessari skattlagningu á rafbíla sem er fyrirhuguð um næstu áramót að það hafi áhrif á orkuskiptaáform stjórnvalda í samgöngum í landinu,“ segir Runólfur. Hann fagnar tillögum Orkusjóðs sem séu hugsaðar sem hvati. „Ég tel jákvætt að það sé einhver ívilnun. En hver útfærslan nákvæmlega verður, verður bara að koma í ljós.“ Hann telur styttast í að ívilnanir fyrir rafbíla verði brátt barn síns tíma. Hlutfall rafmagnsbíla hefur verið hæst hvað varðar heildarsölu bíla það sem af er ári, samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. Hlutfall rafmagnsbíla er hæst þegar við skoðum heildarsölu eftir orkugjöfum það sem af er ári eða 42,1%. Hybrid koma þar á eftir með 19,5% af sölunni, dísel 15,2%, bensín 12,3%, og tengiltvinn 10,9% sem hlutfall sölunnar. Einnig hafa tveir metan, einn vetnis og einn með skráð óþekktan orkugjafa verið seldir á árinu. „Til lengri tíma held ég að þessi ívilnunarhvati þurfi ekki að vera nema til skamms tíma, eitt til þrjú ár. Þetta er að verða fjöldaframleiðsluvara og er í mörgum tilfellum búin að ná verði á hefðbundnum brunahreyfilsbíl.“
Bílar Vistvænir bílar Skattar og tollar Tengdar fréttir Kaupendur rafbíla muni geta sótt um styrk úr Orkusjóði Frá og með næstu áramótum munu einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrk vegna kaupa á rafbílum og öðrum orkuhlutlausum bifreiðum en styrkurinn á að koma í stað skattaívilnana sem eru að falla úr gildi. 24. október 2023 06:37 Fagnar gjaldinu en hefur áhyggjur af hnignandi rafbílaeftirspurn Framkvæmdastjóri FÍB, Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segist fagna áformum fjármálaráðherra um kílómetragjald rafmagns- og vetnisbíla en að þau hefðu mátt vera betur útfærð. Þá segist hann hafa áhyggjur af því að gjaldið gæti komið niður á áhuga landsmanna á rafmagnsbílum. 4. október 2023 18:37 Sex krónu kílómetragjaldi komið á um næstu áramót Áform fjármálaráðherra um frumvarp um kílómetragjald á bílanotkun gerir ráð fyrir að sex krónu kílómetragjaldi verði komið á rafmagns- og vetnisbíla á næsta ári. Þannig sé áætlað að eigandi rafmagnsbíls sem ekur sömu vegalengd muni greiða sama gjald fyrir afnot af vegakerfinu og sá sem ekur bensínbíl. Tengiltvinnbílar munu hins vegar greiða tveggja krónu kílómetragjald á næsta ári. Kílómetragjald á bensín- og díselbíla verður komið á í ársbyrjun 2025. 4. október 2023 11:38 Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Kaupendur rafbíla muni geta sótt um styrk úr Orkusjóði Frá og með næstu áramótum munu einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrk vegna kaupa á rafbílum og öðrum orkuhlutlausum bifreiðum en styrkurinn á að koma í stað skattaívilnana sem eru að falla úr gildi. 24. október 2023 06:37
Fagnar gjaldinu en hefur áhyggjur af hnignandi rafbílaeftirspurn Framkvæmdastjóri FÍB, Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segist fagna áformum fjármálaráðherra um kílómetragjald rafmagns- og vetnisbíla en að þau hefðu mátt vera betur útfærð. Þá segist hann hafa áhyggjur af því að gjaldið gæti komið niður á áhuga landsmanna á rafmagnsbílum. 4. október 2023 18:37
Sex krónu kílómetragjaldi komið á um næstu áramót Áform fjármálaráðherra um frumvarp um kílómetragjald á bílanotkun gerir ráð fyrir að sex krónu kílómetragjaldi verði komið á rafmagns- og vetnisbíla á næsta ári. Þannig sé áætlað að eigandi rafmagnsbíls sem ekur sömu vegalengd muni greiða sama gjald fyrir afnot af vegakerfinu og sá sem ekur bensínbíl. Tengiltvinnbílar munu hins vegar greiða tveggja krónu kílómetragjald á næsta ári. Kílómetragjald á bensín- og díselbíla verður komið á í ársbyrjun 2025. 4. október 2023 11:38