Samstarf

Kraftur og mýkt á sama tíma

Mustang Mach - E
Mustang Mach-E er búinn stórri 99 kw drifrafhlöðu með eldsnögga hraðhleðslu. Við bestu aðstæður er bíllinn með 550 km drægni.
Mustang Mach-E er búinn stórri 99 kw drifrafhlöðu með eldsnögga hraðhleðslu. Við bestu aðstæður er bíllinn með 550 km drægni.

Ford Mustang Mach-E er hreinn rafbíll sem smellpassar inn í íslenskar aðstæður. Hann er fjórhjóladrifinn og þykir eintaklega góður í snjó og hálku, hefur mikla drægni og er búinn eldsnöggri hraðhleðslu.

Keppnislið FM957 ók Premium LR AWD útfærslunni af Mustang Mach-E í þrautabrautinni Leikið um landið, þar sem Fm957, Bylgjan og X977 ferðuðust hringinn og kepptu í mismunandi þrautum. Þeir Rikki G og Egill Ploder voru hæstánægðir með bílinn.

Dagskrárgerðarmennirnir Rikki G og Egill Ploder á FM957 voru ánægðir eftir hringferð um landið á Mustang Mach-E- Premium LR AWD.

„Ég hafði aldrei farið hringinn fyrr en í þessari viku. Þetta var stórkostleg upplifun og hún varð að sjálfsögðu enn betri á þessum rosalega kagga,“ segir Egill. Það hafi verið ólíkt að keyra langar vegalengdir í rafbíl en í bensín- eða díselbíl.

„Það er minni hávaði og meiri notalegheit í rafbílnum en fyrst en fremst myndi ég segja að upplifunin á bæði krafti og mýkt á sama tíma hafi verið öðruvísi en í bensín- eða dísilbílum. 

Það var líka virkilega skemmtilegt að prófa að gefa aðeins inn inn á milli og finna fyrir því hvað rafmagnið keyrir þig fljótt af stað,“ segir Egill en Premium LR AWD útfærslan er 5.1 sekúndur upp í 100 km á klukkustund, 351 hestöfl og með 580 nm tog. 

Hann er einnig fáanlegur í GT útfærslu sem er 487 hestöfl og þá einungis 3,7 sekúndur upp í 100.

Ford Mustang Mach-E er fjórhjóladrifinn og þykir eintaklega góður í snjó og hálku

Lausir við hleðslukvíða

Mustang Mach-E er búinn stórri 99 kw drifrafhlöðu með eldsnögga hraðhleðslu. Við bestu aðstæður er bíllinn með 550 km drægni. Þeir Rikki og Egill upplifðu því engan hleðslukvíða á leiðinni hringinn í kringum landið.

„Það gekk virkilega vel að hlaða. Það er búið að koma upp helling af hleðslustöðvum frá mismunandi fyrirtækjum allan hringinn og maður lendir ekki í einu einasta veseni að vera „tæpur“ á kílómetrum ef ferðalagið er planað aðeins. Hleðslan tekur líka stuttan tíma á hverjum stað fyrir sig sem þýðir að maður getur nýtt pásurnar í að skoða staðina á landinu sem þú hefðir jafnvel ekki stoppað á,“ segir Egill.

Nóg pláss og mikil þægindi

Mustang Mach-E er vinsæll ferða- og fjölskyldubíl þar sem hann er stór og stæðilegur bíll sem rúmar auðveldlega 5 manns í sæti. Í honum er mikið farangursrými en heildarlengd bílsins er 4,713 m og breiddin er 1,881 m. 402 lítra farangursrými er í bílnum upp að toppi baksæta og ef baksætin eru felld niður verður farangursrýmið 1420 lítra. Egill og Rikki voru með talsverðan farangur í ferðinni og þá kom sér afar vel að geta hlaðið í „frunkið“, sem er auka 100 lítra farangursrými að framan.

Bíllinn er alltaf heitur, með forhitara, upphituðu stýri og hita í framrúðu. Sætin eru einnig upphitanleg, leðurlædd og hægt að stilla þau á fjölmarga vegu. Þá eru B&O hljómtæki í bílnum með 10 hátölurum í boði sem féll vel í kramið hjá Agli og Rikka.

Upphitað stýri og hiti í framrúðu eykur þægindin.

Þöndu Celine Dion í botn

„Ég verð að hrósa græjunum. Þessir Bang og Olufsen hátalarar eru einir þeir bestu á markaðnum af ástæðu,“ segir Egill. „Það var unun að spila mismunandi tónlistarflokka í hágæða græjum í góðri bílferð. Lag sem við mælum sérstaklega með í græjunum. The Prayer - Celine Dion og Andrea Boccelli. Vá!

Hitinn í stýrinu var mjög þægilegur sérstaklega þegar við vorum að keyra í kalda loftinu fyrir norðan, sætin plássmikil og mjúk og snertiskjárinn virkilega vel „responsive“ sem skiptir miklu máli að mínu mati,“ segir Egill en 15,5 tommu snertiskjár er í bílnum og þráðlaus hleðsla fyrir farsíma.

„Að sjá ljósin í innréttingunni breytast og að heyra bílinn svona hlaða sig upp var rosalegt.“

Var einhver nýr eiginleiki við bílinn sem kom þér skemmtilega á óvart? „Ég verð að nefna „frunkið“ og mismunandi keyrslustillingar bílsins voru líka skemmtilegar. Við hentum honum í eitt skipti í „Untamed“ stillinguna (ótemjustilling) sem var upplifun út af fyrir sig. Að sjá ljósin í innréttingunni breytast og að heyra bílinn svona hlaða sig upp var rosalegt. Mismunandi eiginleikar snertiskjásins eru líka rosalegur fítus,“ Heilt yfir var þetta ótrúlega góð og skemmtileg upplifun að keyra þennan bíl,“ segir Egill.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.