Innherji

Flest „lagst gegn“ bankanum frá síðustu á­kvörðun og spáir 50 punkta hækkun

Hörður Ægisson skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu. Hagfræðingar Arion banka búast við „herskárri“ peningastefnunefnd í næstu viku og útiloka ekki að vextir brjóti tíu prósenta múrinn í þar næsta mánuði.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu. Hagfræðingar Arion banka búast við „herskárri“ peningastefnunefnd í næstu viku og útiloka ekki að vextir brjóti tíu prósenta múrinn í þar næsta mánuði. Vísir/Sigurjón

Á þeim ríflega mánuði sem er liðin frá því að peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði síðast vextina í 9,25 prósent þá hafa skammtímavísbendingarnar „heilt yfir lagst gegn“ bankanum, hvort sem litið er til verðbólgu, verðbólguvæntingar eða þróunar efnahagsmál, að mati greiningar Arion banka, sem spáir þess vegna að nefndin muni hækka vextina á ný um 50 punkta. Aðhald peningastefnunnar sé „enn of lítið“ og fari verðbólguvæntingar ekki að hjaðna á næstunni er sennilegt að vextirnir muni brjóta tíu prósenta múrinn áður en árið er liðið.


Tengdar fréttir

Skilur gagn­rýnina en Seðla­bankinn þurfi að ná niður háum verð­bólgu­væntingum

„Við erum að beita peningastefnunni svona harkalega af því að við erum ekki að fá mikla aðstoð frá öðrum,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, en viðurkennir um leið að þegar vextirnir eru hækkaðir svona skarpt þá sé hætta á að það valdi harðri lendingu í efnahagslífinu. Fjórtánda vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í röð á rétt rúmlega tveimur árum, nú síðast í morgun um 50 punkta, var nánast alfarið réttlætt með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma á meðan flestir hagvísar sýna að farið er að hægja hraðar á umsvifum í hagkerfinu en áður var spáð.

Háir lang­tíma­vextir vestan­hafs minnka á­huga fjár­festa á „framandi“ mörkuðum

Þegar það kemst á meiri vissa um að vextir hafi náð hámarki og verðbólgan sé á niðurleið ætti það að skila sér í meira innfæði fjármagns í íslensk ríkisbréf, að sögn seðlabankastjóra, en háir langtímavextir í Bandaríkjunum valda því að skuldabréfafjárfestar sýna framandi mörkuðum núna lítinn áhuga. Eftir nánast ekkert innflæði í ríkisbréf um margra mánaða skeið kom erlendur sjóður inn á markaðinn í gær sem átti sinn þátt í því að ávöxtunarkrafan féll skarpt.

Verð­bólgu­á­lagið á markaði féll þótt bólgan hafi verið yfir spám grein­enda

Viðsnúningur varð á skuldabréfamarkaði þegar leið á daginn og fjárfestar sóttust eftir því að kaupa óverðtryggð ríkisskuldabréf í mikilli veltu sem varð til þess að verðbólguálagið, sem hefur hækkað mikið frá síðustu vaxtahækkun Seðlabankans, lækkaði töluvert.  Skuldabréfafjárfestar virðast því sumir hverjir hafa átt von á enn verri verðbólgumælingu í morgun enda þótt hún hafi reynst hærri en greinendur gerðu ráð fyrir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.