Neytendur

Verð lyfseðilsskyldra lyfja hækkar um mánaðamót

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Verð á lyfseðilsskyldum lyfjum mun hækka um næstu mánaðamót.
Verð á lyfseðilsskyldum lyfjum mun hækka um næstu mánaðamót. Vísir/Vilhelm

Verð lyfseðilsskyldra lyfja mun hækka um næstu mánaðamót. Smásöluálagnin hækkar um 3,6 prósent miðað við heildarsmásöluálagningu árið 2022. 

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Lyfjastofnunar. Álagningin er mest á lyf sem kosta að fimm þúsund krónum hjá heildsölu en lækkar eftir því sem verðið hækkar í heildsölu. 

Sem dæmi mun lyf sem kostar 1.300 krónur í heildsölu og kostar 3.339 krónur í smásölu kosta 3.399 krónur eftir 1. október. Þannig nemur hækkunin 60 krónum, eða 1,8 prósenti. 

Lyf sem kostar 7.000 krónur í heildsölu, og kostar 11.574 krónur í smásölu í dag, mun kosta 11.698 krónur í október. Nemur hækkun verðs þannig 124 krónum eða tæplega 1,1 prósenti. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×