Símaverinu ekki alveg lokað en forstjóri boðar breytta tíma Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. september 2023 10:49 Magnús Hafliðason er forstjóri Domino's hér á landi. Dominos Domino's hefur ákveðið að færa pizzapantanir nánast alfarið yfir á netið. Forstjóri fyrirtækisins segir símaverið ekki alveg á bak og burt en líkir nýrri nálgun við pöntun á flugferðum. Enn verði símaþjónusta í boði fyrir þá sem hana þurfa sérstaklega. Viðmælanda fréttastofu rak í rogastans þegar hann hugðist panta sér pizzu í gegnum símaver Domino's í gærkvöldi en fékk þær upplýsingar að það væri nú eingöngu hægt á netinu. Magnús Hafliðason forstjóri Domino's segir þetta ekki alveg sannleikanum samkvæmt en boðar hins vegar breytingar. Símaþjónustan miðuð við sérþarfir „Auðvitað er netið komið til að vera. Þetta er smá [verkefni] sem við erum með í gangi núna, þetta er í raun og veru þannig að við bjóðum enn þá upp á símaþjónustuna en hún miðast kannski við þá sem hafa einhverjar sérstakar þarfir eða vantar upplýsingar eða eitthvað slíkt.“ Dæmi um sérþarfir og gætu verið hópapantanir eða reikningsviðskipti. Nú sé almennt miðað við að hefðbundnar pantanir fari í gegnum netið og er fólki sem hringir inn til að panta þangað beint. „Þetta er ekkert kannski ósvipað og með flug. Ef þú bókar flug þá er það á netinu en ef þú ert með eitthvað sérstakt, eitthvað sértilboð eða hópapantanir, þá er þjónustuver til taks. Þannig að þetta er ekkert ósvipuð nálgun að því leytinu til,“ segir Magnús. Langflestir panti á netinu Aðspurður segir hann heldri borgara, og aðra sem átt gætu í vandræðum með internetið, ekki þurfa að örvænta. „Við erum meira að segja með sérstakt númer þar sem að eldri borgarar geta hringt inn og fengið aðstoð með tæknimál eða geta ekki pantað á netinu. Það á til dæmis líka við með það þegar við erum með sértilboð, sem er eingöngu á netinu, þá erum við einnig með sérþjónustu fyrir þann hóp.“ Magnús segir að breytingin sé hluti af hefðbundinni framþróun. Langflestir panti á netinu og uni því vel. „Við sjáum líka að kúnnarnir okkar sem nota appið og vefinn að staðaldri eru ánægðari með upplifunina. Þannig að þetta er svona „win-win“ ef maður slettir; að færa þessa örfáu yfir á netið ef þeir hafa kost á því. Og ef þeir hafa ekki kost á því þá að sjálfsögðu aðstoðum við þá við að koma inn pöntun.“ Neytendur Matur Veitingastaðir Stafræn þróun Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Viðmælanda fréttastofu rak í rogastans þegar hann hugðist panta sér pizzu í gegnum símaver Domino's í gærkvöldi en fékk þær upplýsingar að það væri nú eingöngu hægt á netinu. Magnús Hafliðason forstjóri Domino's segir þetta ekki alveg sannleikanum samkvæmt en boðar hins vegar breytingar. Símaþjónustan miðuð við sérþarfir „Auðvitað er netið komið til að vera. Þetta er smá [verkefni] sem við erum með í gangi núna, þetta er í raun og veru þannig að við bjóðum enn þá upp á símaþjónustuna en hún miðast kannski við þá sem hafa einhverjar sérstakar þarfir eða vantar upplýsingar eða eitthvað slíkt.“ Dæmi um sérþarfir og gætu verið hópapantanir eða reikningsviðskipti. Nú sé almennt miðað við að hefðbundnar pantanir fari í gegnum netið og er fólki sem hringir inn til að panta þangað beint. „Þetta er ekkert kannski ósvipað og með flug. Ef þú bókar flug þá er það á netinu en ef þú ert með eitthvað sérstakt, eitthvað sértilboð eða hópapantanir, þá er þjónustuver til taks. Þannig að þetta er ekkert ósvipuð nálgun að því leytinu til,“ segir Magnús. Langflestir panti á netinu Aðspurður segir hann heldri borgara, og aðra sem átt gætu í vandræðum með internetið, ekki þurfa að örvænta. „Við erum meira að segja með sérstakt númer þar sem að eldri borgarar geta hringt inn og fengið aðstoð með tæknimál eða geta ekki pantað á netinu. Það á til dæmis líka við með það þegar við erum með sértilboð, sem er eingöngu á netinu, þá erum við einnig með sérþjónustu fyrir þann hóp.“ Magnús segir að breytingin sé hluti af hefðbundinni framþróun. Langflestir panti á netinu og uni því vel. „Við sjáum líka að kúnnarnir okkar sem nota appið og vefinn að staðaldri eru ánægðari með upplifunina. Þannig að þetta er svona „win-win“ ef maður slettir; að færa þessa örfáu yfir á netið ef þeir hafa kost á því. Og ef þeir hafa ekki kost á því þá að sjálfsögðu aðstoðum við þá við að koma inn pöntun.“
Neytendur Matur Veitingastaðir Stafræn þróun Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira