Viðskipti innlent

Frá Kerecis til Imperio

Atli Ísleifsson skrifar
Ragna Björg Ársælsdóttir.
Ragna Björg Ársælsdóttir. Aðsend

Ragna Björg Ársælsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri rekstrar (COO) hjá ráðgjafar- og upplýsingatæknifyrirtækinu Imperio ehf.

Frá þessu segir í tilkynningu en um er að ræða nýja stöðu hjá Imperio IT Sourcing sem er með starfstöðvar á Íslandi og Noregi.

„Ragna Björg mun sinna daglegum rekstri, áætlanagerð, markaðsmálum og stjórnun alþjóðlegra verkefna. Hún mun þannig styrkja alhliða þjónustu milli samstarfsaðila frá sprotafyrirtækjum til innlendra eða erlendra stofnana og fyrirtækja.

Síðustu ár hefur Ragna Björg starfað hjá lækningavörufyrirtækinu Kerecis og þar síðast sem Forstöðumaður alþjóðlegrar vörustýringar. Ragna er hjúkrunarfræðingur að mennt með MPM gráðu í verkefnastjórnun,“ segir í tilkynningunni.

Um Imperio segir að fyrirtækið tengi saman færni og þekkingu sérfræðinga frá Austur-Evrópu við vinnustaðamenningu Norðurlanda. Hvort sem sé sem viðbót við innanhústeymi eða sértæk teymi í stuttan sem langan tíma. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×