Samstarf

Ef þið eruð góð í salsa eru þið góð í boxi

World Class
HR/WCBA keppendur eftir glæstan árangur á Hillerød bokscup í Danmörku árið 2022.
HR/WCBA keppendur eftir glæstan árangur á Hillerød bokscup í Danmörku árið 2022.

„Við höfum opnað fullkomnustu hnefaleikaaðstöðu á landinu og með þeim betri í Evrópu,“ segir Davíð Rúnar Bjarnason, yfirþjálfari World Class Boxing Academy en starfsemin er komin á fullt í endurbættu og glænýju húsnæði í Gamla Morgunblaðshúsinu við Kringluna.

Davíð segir sífellt fleiri æfi bardagaíþróttir. Framundan eru spennandi námskeið hjá World Class Boxing Academy og World Class MMA og skráning í fullum gangi.

Glæsileg aðstaða er til æfinga í bardagaíþróttum Í World Class MMA á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði.

„World Class Boxing Academy hefur stækkað mjög hratt. Stærsta hnefaleikalið á landinu Hnefaleikafélag Reykjavíkur, æfir hjá okkur og við erum að keyra frábært boxkennsluprógramm. Nú eru að hefjast hjá okkur grunn- og framhaldsnámskeið í boxi, Krakkabox, Unglingabox og box fyrir 17 ára og eldri. Við erum líka með BoxFit tíma sem má sækja án þess að hafa klárað grunnnámskeiðið.

Í World Class MMA stöðinni hjá World Class á Tjarnarvöllum er Árni „Úr járni“ Ísaksson yfirþjálfari og sér alfarið um skipulagningu og umsjón kennslu. Árni er brautryðjandi hér á landi í blönduðum bardagaíþróttum en hann er með svart belti í brasilísku Jiu Jitsu og fyrrum íslandsmeistari í hnefaleikum. Hann hefur unnið marga titla erlendis í MMA en hann ruddi leiðina mikið á sínum tíma fyrir íslenska bardagakappa sem komu síðar.

Árni hefur gríðarlega mikla reynslu sem keppandi í mismunandi bardagalistum og margra ára reynslu sem þjálfari og því óhætt að segja að allir sem koma á Tjarnarvellina að æfa blandaðar bardagaíþróttir (MMA) séu í frábærum höndum en þar er boðið upp á eins og fyrr segir tíma í Kickboxi, Brasilísku Jiu Jitsu og MMA, bæði grunnnámskeið sem og tíma fyrir þá sem eru með reynslu eða hafa lokið grunnnámskeiði áðurm,“ segir Davíð.

Árni "Úr járni" Ísaksson í bardaga fyrr á ferlinum.

Box náskylt dansi

Hverjir eru kostir þess að æfa box? „Box hefur jákvæð áhrif á hausinn. Þú ert eingöngu að keppa við sjálfan þig og box er mjög karakterbyggjandi íþrótt. Við sjáum krakka og unglinga sem koma feimin og lokuð hingað inn, vaxa upp í sterka einstaklinga og það er það sem okkur þjálfurunum finnst allra skemtilegast að sjá.

Ég tek það líka fram að þeir sem læra listina og íþróttina hafa engan áhuga á að slást enda erum við að byggja upp mikinn aga hjá iðkendum og erum með sterkt regluverk sem mótar iðkendurna mikið.

Stelpur úr HR/WCBA að keppa á stærsta kvennaboxmóti heims "The Golden Girl" en liðið er duglegt að fara erlendis að keppa.

Box er snilldar alhliða líkamsrækt sem snýst ekki bara um að kýla með höndunum heldur að nota allan líkamann og í raun mest fæturna,“ segir Davíð, box sé meira að segja náskylt dansi. 

„Ég lærði box hjá Kúbverja sem segir að ef maður er góður í salsa þá er maður góður í boxi og ég er alveg á því að það er hellingur til í því, „rythminn“ og mýktin er svo mikilvæg í þessu sporti.

 Stundum kveikjum við á salsa tónlist til að fara yfir boxsporin og boxdansa og það er eitthvað sem allir hafa gaman af. Oft er það líka þannig að þeir koma á námskeið og eru með einhvern grunn í dansi eru yfirleitt fljótari að læra hreyfingarnar og eru með góða samhæfingu.“

Davíð Rúnar yfirþjálfari og Þórarinn Hjartarson aðstoðaryfirþjálfari að fara yfir málin.

Tæknin kennd frá grunni

Davíð segir vinsældir box alltaf að aukast og fjölbreyttur hópur æfi box. „Við erum með allan skalann, allan aldur, öll kyn. Það er að aukast mikið að hóparnir sem mæta á grunnnámskeið eru að stækka mikið og eru felstir í þeim hóp að koma til að prófa eitthvað nýtt. Það þarf enga þekkingu eða reynslu til að byrja, við kennum allt frá grunni. Margir halda að þetta snúist um að skella í sig góm og byrja strax að boxa inni í hring en það er alls ekki þannig. Þegar kemur að því að „sparra“ eins og það er kallað þegar farið er inn í hring geta þeir sem vilja það ekki boxað á púða.

Martin Kitel þjálfari norska landsliðsins í hnefaleikum kom í heimsókn og hélt æfingabúðir með liðinu sínu fyrr á árinu.

Frír prufutími

Það er alltaf frítt í prufutíma í World Class, sama hvaða námskeið um ræðir og um að gera að mæta í prufutíma í boxið, spjalla við okkur þjálfarana og sjá út á hvað þetta gengur. Það má líka senda á okkur tölvupóst ef fólk hefur einhverjar spurningar á davidboxari@worldclass.is“ segir Davíð.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×