Carbfix fær styrk til að þróa verkefni í norðvesturhluta Bandaríkjanna Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2023 08:36 Styrkurinn, sem er til tveggja ára, er veittur samkvæmt ákvæðum bandarískra laga um innviðauppbyggingu sem lúta að þróun og uppbyggingu á lofthreinsitækni. Carbfix Bandaríska orkumálaráðuneytið hefur styrkt Carbfix og samstarfsaðila þeirra um þrjár milljónir bandaríkjadala, um 400 milljónir króna, til að þróa verkefni um föngun kolefnis úr andrúmslofti og bindingu þess í jarðlögum í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Frá þessu segir í tilkynningu frá Carbfix. Þar segir að um sé að ræða samstarfsverkefni þrettán aðila undir forystu RMI, Carbfix og Pacific Northwest National Laboratory (PNNL). Nefnist verkefnið Ankeron Carbon Management Hub og er markmið þess að koma á fót miðstöð fyrir hreinsun á koltvísýring úr andrúmsloftinu (e. Direct Air Capture/DAC) og varanlega bindingu þess, meðal annars í basaltjarðlögum með Carbfix aðferðinni. Fram kemur að norðvesturhluti Bandaríkjanna henti einkar vel til slíks verkefnis. Þar séu miklar grænar orkuauðlindir og einnig basaltjarðlög sem geti bundið milljarða tonna af koltvísýringi varanlega í formi steinda. „Styrkurinn, sem er til tveggja ára, er veittur samkvæmt ákvæðum bandarískra laga um innviðauppbyggingu (e. Bipartisan Infrastructure Law) sem lúta að þróun og uppbyggingu á lofthreinsitækni. Féð verður nýttur í frumþróun á umgjörð verkefnisins, fýsileikakönnun og fyrstu hönnun,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að RMI sé sjálfstæð og óhagnaðardrifin bandarísk stofnun sem vinni að framgangi grænna orku- og loftslagslausna. Hún leiði þróun á umgjörð verkefnisins og viðskiptalegum hliðum þess. „Carbfix og PNNL leiða athugun á margvíslegum vísindalegum og tæknilegum þáttum. Á meðal annarra þátttakenda á þessu stigi eru AES, sem er leiðandi í þróun grænna orkukosta í Bandaríkjunum, og breiður hópur fyrirtækja í fremstu röð í þróun tækni til að vinna gegn loftslagsvánni: Blue Planet, Heirloom, LanzaTech, Removr, Sustaera og Twelve. Washington State University Tri-Cities styður samfélagslegan hluta verkefnisins og Náttúruauðlindastofnun Washington-ríkis er tæknilegur ráðgjafi. Verkfræðiráðgjöf verður veitt af Fluor. Stefnt er að því að fá fleiri samstarfsaðila að verkefninu á síðari stigum.“ Bergur Sigfússon, yfirmaður kolefnisföngunar og niðurdælingar hjá Carbfix. Carbfix Nauðsynlegur liður Haft er eftir Bergi Sigfússyni, yfirmanni kolefnisföngunar og niðurdælingar hjá Carbfix, að föngun og binding á hluta þess koltvísýringi sem þegar hafi verið losað í andrúmsloftið sé nauðsynlegur liður í að ná tökum á loftslagsvánni, ásamt öðrum aðgerðum. „Við erum ákaflega stolt af því að sannreynd tækni okkar til steindabindingar sé hluti af þessu mikilvæga verkefni, sem er skipað framúrskarandi samstarfsaðilum. Það sem skiptir mestu við uppbyggingu á bæði sannreyndum og nýjum loftslagsverkefnum er að þau standi á sterkum vísindalegum grunni. Við gerum áfram ítrustu kröfur í þeim efnum og byggjum á yfir 10 ára reynslu af því að beita aðferð okkar til að binda CO2 í jarðlögum á Íslandi,“ segir Bergur. Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Carbfix. Þar segir að um sé að ræða samstarfsverkefni þrettán aðila undir forystu RMI, Carbfix og Pacific Northwest National Laboratory (PNNL). Nefnist verkefnið Ankeron Carbon Management Hub og er markmið þess að koma á fót miðstöð fyrir hreinsun á koltvísýring úr andrúmsloftinu (e. Direct Air Capture/DAC) og varanlega bindingu þess, meðal annars í basaltjarðlögum með Carbfix aðferðinni. Fram kemur að norðvesturhluti Bandaríkjanna henti einkar vel til slíks verkefnis. Þar séu miklar grænar orkuauðlindir og einnig basaltjarðlög sem geti bundið milljarða tonna af koltvísýringi varanlega í formi steinda. „Styrkurinn, sem er til tveggja ára, er veittur samkvæmt ákvæðum bandarískra laga um innviðauppbyggingu (e. Bipartisan Infrastructure Law) sem lúta að þróun og uppbyggingu á lofthreinsitækni. Féð verður nýttur í frumþróun á umgjörð verkefnisins, fýsileikakönnun og fyrstu hönnun,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að RMI sé sjálfstæð og óhagnaðardrifin bandarísk stofnun sem vinni að framgangi grænna orku- og loftslagslausna. Hún leiði þróun á umgjörð verkefnisins og viðskiptalegum hliðum þess. „Carbfix og PNNL leiða athugun á margvíslegum vísindalegum og tæknilegum þáttum. Á meðal annarra þátttakenda á þessu stigi eru AES, sem er leiðandi í þróun grænna orkukosta í Bandaríkjunum, og breiður hópur fyrirtækja í fremstu röð í þróun tækni til að vinna gegn loftslagsvánni: Blue Planet, Heirloom, LanzaTech, Removr, Sustaera og Twelve. Washington State University Tri-Cities styður samfélagslegan hluta verkefnisins og Náttúruauðlindastofnun Washington-ríkis er tæknilegur ráðgjafi. Verkfræðiráðgjöf verður veitt af Fluor. Stefnt er að því að fá fleiri samstarfsaðila að verkefninu á síðari stigum.“ Bergur Sigfússon, yfirmaður kolefnisföngunar og niðurdælingar hjá Carbfix. Carbfix Nauðsynlegur liður Haft er eftir Bergi Sigfússyni, yfirmanni kolefnisföngunar og niðurdælingar hjá Carbfix, að föngun og binding á hluta þess koltvísýringi sem þegar hafi verið losað í andrúmsloftið sé nauðsynlegur liður í að ná tökum á loftslagsvánni, ásamt öðrum aðgerðum. „Við erum ákaflega stolt af því að sannreynd tækni okkar til steindabindingar sé hluti af þessu mikilvæga verkefni, sem er skipað framúrskarandi samstarfsaðilum. Það sem skiptir mestu við uppbyggingu á bæði sannreyndum og nýjum loftslagsverkefnum er að þau standi á sterkum vísindalegum grunni. Við gerum áfram ítrustu kröfur í þeim efnum og byggjum á yfir 10 ára reynslu af því að beita aðferð okkar til að binda CO2 í jarðlögum á Íslandi,“ segir Bergur.
Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira