Innherji

Vægi skráðra hluta­bréfa VÍS helmingast á tveimur árum

Hörður Ægisson skrifar
Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS.
Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS. Vilhelm

VÍS skilaði hagnaði upp á rúmlega 840 milljónir á öðrum fjórðungi sem má rekja til þess að virði eignarhlutar tryggingafélagsins í Kerecis var fært upp um liðlega 100 prósent vegna sölunnar til Coloplast. Félagið fjárfesti í ótryggðum skuldabréfum á Arion banka í erlendri mynt á fjórðungnum þar sem það taldi álagið á bréfin vera orðið „óhóflega hátt.“


Tengdar fréttir

VÍS minnkar enn veru­lega vægi skráðra hluta­bréfa í eigna­safninu

Markaðsvirði skráðra hlutabréfa í eignasafni VÍS minnkaði samanlagt um liðlega fjóra milljarða á árinu 2022 samtímis erfiðum aðstæðum á mörkuðum og aukinni áherslu á að draga úr áhættu í eignasafni tryggingafélagsins. Vægi óskráðra hlutabréfaeigna VÍS er núna orðið nánast jafn mikið og skráðra hlutabréfa félagsins.

Hlut­hafar Kerecis eiga von á um 150 milljarða greiðslu í lok næsta mánaðar

Áætlað er að bróðurpartur söluandvirðis Kerecis, eða samtals jafnvirði um 150 milljarðar króna á gengi dagsins í dag, verði greiddur út til hluthafa félagsins strax í lok næsta mánaðar. Mikill meirihluti þeirrar fjárhæðar fer til íslenskra fjárfesta sem mun að óbreyttu selja þann gjaldeyri sem kemur til landsins fyrir krónur með tilheyrandi styrkingaráhrifum á gengið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×