Leitast við að gera Kjörbúðina að „góðum kosti“ fyrir landsbyggðina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. ágúst 2023 11:43 Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs hjá Samkaupum. Stjórnendur Samkaupa, sem rekur Kjörbúðina og þrjár aðrar verslanakeðjur á Íslandi, segja útsöluverð á kattamat ekki hafa hækkað þrátt fyrir verðhækkanir frá birgjum. Þá séu nauðsynjavörur á verði sem er samkeppnishæft við aðrar verslanir. Vísir greindi í gær frá máli sem snýr að óánægju íbúa á Hellu með hátt vöruverð Kjörbúðarinnar. Í samtali við Vísi sagði íbúi í nágrenni við Hellu að Hellubúar sneiði gagngert framhjá því að versla við Kjörbúðina vegna þess hve hátt vöruverðið er. Þá fékk Vísir staðfest í dag um að raunverulegt verð kattamatarins í Fjarðarkaupum væru 478 krónur, sem er 241 krónu minna en í Kjörbúðinni á Hellu, sem er 719 krónur. Fréttamaður hafði í gær samband við Jón Jónsson verslunarstjóra Kjörbúðarinnar, sem vísaði á Hauk Benediktsson, Rekstrarstjóra Kjörbúða og Krambúða. Haukur vísaði á Gunni Líf Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs. Verðmunurinn er 241 króna.Aðsend Í skriflegu svari hennar sem barst í dag segir að lykilvörur eins og heimilisbrauð og mjólk séu á sama verði í Kjörbúðinni og í lágvöruverslunum. Þá séu aðrar vörur, sem ekki teljast til lykilvara, dýrari. Í tengslum við kattanammið sem Vísir fjallaði um í gær segir að umtalsverðar verðhækkanir hafi borist frá birgjum, að meðaltali um 10 prósent, en útsöluverð Samkaupa hafi ekki hækkað í samræmi við það. Þá leitist fyrirtækið ávallt eftir því að Kjörbúðin sé góður kostur fyrir fólk á landsbyggðinni. Svar Gunnar í heild sinni má sjá hér að neðan: Við verðlagningu í Kjörbúðinni leitumst við að bjóða samkeppnishæf verð og vera hagstæður kostur fyrir fólk á landsbyggðinni. Í Kjörbúðinni eru yfir 1000 vörur, sem eru svokallaðar lykilvörur , eins og á heimilisbrauð og mjólk, á sama verði og lágvöruverslanir. Til að vega upp á móti því er munurinn á vörum sem við flokkum ekki sem lykilvörur, eins og kattarnammi, því meiri.Sem dæmi er nýmjólkin í Kjörbúðinni er á sama verði og Nettó, 206 kr., sem er samkeppnishæft við aðra aðila á markaði. Þá býður Samkaup einnig upp á 2% inneign af öllum innkaupum í gegnum vildarkerfið, sem gefur viðskiptavinum tækifæri til að gera enn hagstæðari innkaup. Hvað varðar verðmun á þessu kattarnammi í Kjörbúð og Fjarðarkaup erum við að bjóða verð í samræmi við innkaupaverð frá okkar birgja . Frá 1.janúar 2023 hefur Samkaupum borist umtalsverðar verðhækkanir frá birgjum, að meðaltali um 10%, en við höfum séð til þess að útsöluverð okkar hafi ekki hækkað í samræm i . Það er ávallt leitast eftir því að Kjörbúðin sé góður kostur fyrir fólk á landsbyggðinni og mæta þörfum þeirra sem best . Uppfært: Fréttastofu barst þær upplýsingar frá starfsmanni Fjarðarkaupa í morgun að raunverulegt verð á vörunni væru 263 krónur. Frá sama starfsmanni bárust upplýsingar í hádeginu um að verðið hafði í morgun hækkað um 205 krónur, upp í 478 krónur. Matvöruverslun Rangárþing ytra Verslun Neytendur Mest lesið Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent GK Reykjavík minnkar við sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira
Vísir greindi í gær frá máli sem snýr að óánægju íbúa á Hellu með hátt vöruverð Kjörbúðarinnar. Í samtali við Vísi sagði íbúi í nágrenni við Hellu að Hellubúar sneiði gagngert framhjá því að versla við Kjörbúðina vegna þess hve hátt vöruverðið er. Þá fékk Vísir staðfest í dag um að raunverulegt verð kattamatarins í Fjarðarkaupum væru 478 krónur, sem er 241 krónu minna en í Kjörbúðinni á Hellu, sem er 719 krónur. Fréttamaður hafði í gær samband við Jón Jónsson verslunarstjóra Kjörbúðarinnar, sem vísaði á Hauk Benediktsson, Rekstrarstjóra Kjörbúða og Krambúða. Haukur vísaði á Gunni Líf Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs. Verðmunurinn er 241 króna.Aðsend Í skriflegu svari hennar sem barst í dag segir að lykilvörur eins og heimilisbrauð og mjólk séu á sama verði í Kjörbúðinni og í lágvöruverslunum. Þá séu aðrar vörur, sem ekki teljast til lykilvara, dýrari. Í tengslum við kattanammið sem Vísir fjallaði um í gær segir að umtalsverðar verðhækkanir hafi borist frá birgjum, að meðaltali um 10 prósent, en útsöluverð Samkaupa hafi ekki hækkað í samræmi við það. Þá leitist fyrirtækið ávallt eftir því að Kjörbúðin sé góður kostur fyrir fólk á landsbyggðinni. Svar Gunnar í heild sinni má sjá hér að neðan: Við verðlagningu í Kjörbúðinni leitumst við að bjóða samkeppnishæf verð og vera hagstæður kostur fyrir fólk á landsbyggðinni. Í Kjörbúðinni eru yfir 1000 vörur, sem eru svokallaðar lykilvörur , eins og á heimilisbrauð og mjólk, á sama verði og lágvöruverslanir. Til að vega upp á móti því er munurinn á vörum sem við flokkum ekki sem lykilvörur, eins og kattarnammi, því meiri.Sem dæmi er nýmjólkin í Kjörbúðinni er á sama verði og Nettó, 206 kr., sem er samkeppnishæft við aðra aðila á markaði. Þá býður Samkaup einnig upp á 2% inneign af öllum innkaupum í gegnum vildarkerfið, sem gefur viðskiptavinum tækifæri til að gera enn hagstæðari innkaup. Hvað varðar verðmun á þessu kattarnammi í Kjörbúð og Fjarðarkaup erum við að bjóða verð í samræmi við innkaupaverð frá okkar birgja . Frá 1.janúar 2023 hefur Samkaupum borist umtalsverðar verðhækkanir frá birgjum, að meðaltali um 10%, en við höfum séð til þess að útsöluverð okkar hafi ekki hækkað í samræm i . Það er ávallt leitast eftir því að Kjörbúðin sé góður kostur fyrir fólk á landsbyggðinni og mæta þörfum þeirra sem best . Uppfært: Fréttastofu barst þær upplýsingar frá starfsmanni Fjarðarkaupa í morgun að raunverulegt verð á vörunni væru 263 krónur. Frá sama starfsmanni bárust upplýsingar í hádeginu um að verðið hafði í morgun hækkað um 205 krónur, upp í 478 krónur.
Við verðlagningu í Kjörbúðinni leitumst við að bjóða samkeppnishæf verð og vera hagstæður kostur fyrir fólk á landsbyggðinni. Í Kjörbúðinni eru yfir 1000 vörur, sem eru svokallaðar lykilvörur , eins og á heimilisbrauð og mjólk, á sama verði og lágvöruverslanir. Til að vega upp á móti því er munurinn á vörum sem við flokkum ekki sem lykilvörur, eins og kattarnammi, því meiri.Sem dæmi er nýmjólkin í Kjörbúðinni er á sama verði og Nettó, 206 kr., sem er samkeppnishæft við aðra aðila á markaði. Þá býður Samkaup einnig upp á 2% inneign af öllum innkaupum í gegnum vildarkerfið, sem gefur viðskiptavinum tækifæri til að gera enn hagstæðari innkaup. Hvað varðar verðmun á þessu kattarnammi í Kjörbúð og Fjarðarkaup erum við að bjóða verð í samræmi við innkaupaverð frá okkar birgja . Frá 1.janúar 2023 hefur Samkaupum borist umtalsverðar verðhækkanir frá birgjum, að meðaltali um 10%, en við höfum séð til þess að útsöluverð okkar hafi ekki hækkað í samræm i . Það er ávallt leitast eftir því að Kjörbúðin sé góður kostur fyrir fólk á landsbyggðinni og mæta þörfum þeirra sem best .
Matvöruverslun Rangárþing ytra Verslun Neytendur Mest lesið Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent GK Reykjavík minnkar við sig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Sjá meira