Innherji

Ís­lenskir fjár­festar kaupa breytan­leg bréf á Al­vot­ech fyrir um níu milljarða

Hörður Ægisson skrifar
Alvotech.jpeg

Íslenska líftæknilyfjafélagið Alvotech hefur klárað hundrað milljóna Bandaríkjadala útboð, jafnvirði 13,2 milljarða íslenskra króna, á breytanlegum skuldabréfum sem var beint að hæfum fjárfestum á Íslandi. Fjárfestingafélag Róberts Wessman, sem er stærsti hluthafi Alvotech og hafði sölutryggt útboðið, kaupir skuldabréf fyrir tæplega 30 milljónir dala en afgangurinn er seldur innlendum fjárfestum.


Tengdar fréttir

Á annan tug einka­fjár­­festa keyptu breytan­­leg skulda­bréf á Al­vot­ech

Vel yfir tuttugu fjárfestar, einkum verðbréfasjóðir og lífeyrissjóðir, komu að kaupum á breytanlegum skuldabréfum upp á samtals um tíu milljarða sem Alvotech gaf út undir lok síðasta árs en innlendir einkafjárfestar voru um helmingurinn af þeim fjölda, samkvæmt gögnum um þátttakendur í útboðinu. Skuldabréfunum, sem bera 12,5 til 15 prósenta vexti á ársgrundvelli, má breyta yfir í almenn hlutabréf í árslok 2023 á genginu 10 Bandaríkjadalir á hlut en markaðsgengið er nú um 40 prósentum hærra, eða rúmlega 14 dalir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×