Neytendur

Endur­greiða fyrsta skemmda ísinn í sögu Ís­bílsins

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ásgeir hefur átt í fullu fangi með að afgreiða endurgreiðslubeiðnir.
Ásgeir hefur átt í fullu fangi með að afgreiða endurgreiðslubeiðnir. Vísir/Daníel

Ís­bíllinn endur­greiðir 34 ís­tegundir sem seldar voru í Eyja­firði, Skaga­firði og Austur-Húna­vatns­sýslu 8. til 10. júlí síðast­liðinn. Vegna mis­taka hjá Sam­skipum hálf­þ­iðnaði ís á leið til Akur­eyrar. Eig­andi Ís­bílsins segir um að ræða í fyrsta sinn sem slík mis­tök verði, það sé mikil vinna að verða við öllum endur­greiðslu­beiðnunum.

„Þetta er í fyrsta skiptið sem við lendum í því að vara skemmist í flutningum, er endur­fryst og síðan seld til okkar við­skipta­vina. Þetta voru þrír dagar sem ís­bíllinn seldi þennan ís,“ segir Ás­geir Baldurs­son, eig­andi Ís­bílsins. Hann hafi hingað til selt ís á­falla­laust síðan árið 1994.

Fyrir­tækið sendi frá sér til­kynningu á sam­fé­lags­miðlum vegna málsins. Þar eru við­skipta­vinir beðnir um að fylla út endur­greiðslu­form á vef fyrir­tækisins en hægt verður að sækja um endur­greiðslu til og með mánu­dagsins 21. ágúst. Um 34 vöru­tegundir var að ræða, að mestu ís en einnig fisk líkt og harð­fisk, ýsu­flök og þorsk­flök.

Ás­geir segist ekki hafa tölu þeirra sem keyptu gallaðar vörur á hreinu. „En við erum búin að fá inn alveg slatta af endur­greiðslu­beiðnum. Þetta er alveg fer­leg auka­vinna, maður þarf nánast að sinna þessu á eigin tíma,“ segir Ás­geir.

Allir sem keypt hafi vörur sem hafi verið hluti af þessari til­teknu sendingu muni fá endur­greitt óski þeir þess, óháð því hvort vörurnar voru í lagi eða ekki. Ás­geir segist telja að lík­lega hafi meiri­hlutinn skemmst í af­þýðingunni.

„Það voru nokkrar vörur í miðju brettinu sem ekki voru orðnar ó­nýtar. Allt sem var utan við, það var allt hálf bráðið og ó­geðs­legt. Síðan er þetta endur­frosið og þá er loft farið úr ísnum, hann er harður og bara hægt að nota hann í shake, ef eitt­hvað.“

Áður hafi komið upp alls­konar mis­tök við sendingu á ís til Ís­bílsins, en þau hafi alltaf upp­götvast mun fyrr. „Þetta er bara eitt af þessu sem kemur fyrir í öllu svona, þar sem fólk kemur saman, þar verða mis­tök gerð.“

Vörurnar sem um ræðir og seldar voru þessa daga:

Ofurpakkinn

Toppapakkinn

Djæfpakkinn

Ísbílapakkinn

Ísbátar

Tívolí lurkar

Snæfríður

Lúxus Toppapakkinn

Lúxus Pinnapakkinn

Hlunkapakkinn

Flaugapakkinn

Tröllapakkinn

Barnapakkinn

Íssamlokur

Mega Hit möndlu

Pirulo Vatnsmelónuís

Regnbogi

Monster

Draugaís

Konfetti

Hindberjatoppar

Rjómastangir

Valsoia Hafratoppar

Valsoia Pistasíupinnar

Valsoia Íssmákökur

DelMonte Mango Smoothie

DelMonte Hindberja Smoothie

Fisherman Fiskibollur

Fisherman Gellur

Fisherman Þorskur í tempura

Harðfiskur Steinbítur

Rækja

Ýsuflök

Þorskflök





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×