Golf

Kylfingur viðurkennir að hafa svindlað á móti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Svindlarinn Justin Doeden.
Svindlarinn Justin Doeden. getty/Andrew Wevers

Kylfingur hefur viðurkennt að hafa svindlað á móti á PGA-mótaröðinni í Ottawa í Kanada á föstudaginn. Hann segist hafa gert sín mestu mistök á ævinni.

Aðrir keppendur grunuðu hinn 28 ára Justin Doeden um græsku á mótinu og hafa breytt skori sínu.

Doeden fékk tvöfaldan skolla á 18. holu en skrifaði að hann hefði fengið par áður en hann skilaði skorkortinu sínu. Það hefði komið honum í gegnum niðurskurðinn á mótinu en hann dró sig úr keppni eftir að rannsókn á málinu hófst.

Í gær viðurkenndi Doeden svo að hafa haft rangt við og breytt skori sínu á mótinu.

„Ég viðurkenni hér með mestu mistök sem ég hef gert á ævinni. Ég svindlaði í golfi. Þetta er ekki sá sem ég er,“ skrifaði Doeden á Twitter.

„Ég brást styrktaraðilum mínum. Ég brást keppinautum mínum. Ég brást fjölskyldu minni. Ég bið um fyrirgefningu ykkar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×