Festa kaup á 45 prósenta hlut í Öryggismiðstöðinni Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2023 14:07 Trausti Jónsson og Benedikt Ólafsson, stofnendur VEX. Aðsend Framtakssjóðurinn VEX I hefur náð samkomulagi um kaup á um 45% hlutafjár í Öryggismiðstöðinni. VEX I er tíu milljarða framtakssjóður í stýringu VEX ehf. og fjárfestir í óskráðum fyrirtækjum. Samkomulagið er gert með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Þetta kemur fram í tilkynningu en seljendur eru félagið Hlér ehf., sem er í meirihlutaeigu Guðmundar Ásgeirssonar, Nóra Capital ehf., í eigu Róberts Róbertssonar, Daði Þór Veigarsson og Seldalur ehf., sem er í eigu nokkurra starfsmanna Öryggismiðstöðvarinnar. Þar að auki selur Laugarfell ehf., félag í eigu Ragnars Þórs Jónssonar, forstjóra og Auðar Lilju Davíðsdóttur, framkvæmdastjóra sölu og ráðgjafar að hluta og á áfram hlutafé í Öryggismiðstöðinni. Hluthafar Öryggismiðstöðvarinnar eftir viðskiptin verða, ásamt VEX I, Laugarfell ehf., nokkrir lykilstarfsmenn félagsins og Feier ehf., félag í eigu Hjörleifs Jakobssonar og Hjördísar Ásberg. Feier eykur lítillega við hlut sinn í viðskiptunum, að því er fram kemur í tilkynningu. Um 550 stöðugildi voru hjá Öryggismiðstöðinni á síðasta ári sem var stofnuð árið 1995. Að sögn stjórnenda nam velta félagsins rúmlega sjö milljörðum króna á síðasta ári og eru viðskiptavinir í öryggis- og velferðarþjónustu mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Fimmta félagið sem VEX I fjárfestir í VEX I er tíu milljarða framtakssjóður í stýringu VEX ehf. „Sjóðurinn fjárfestir í óskráðum fyrirtækjum, sem eru að sækja nýtt hlutafé til vaxtar, auk stöndugra félaga þar sem tækifæri eru til umbóta og aukinnar virðissköpunar,“ segir í tilkynningu. VEX I hefur áður fjárfest í hugbúnaðar- og tæknifyrirtækjunum AGR Dynamics, Annata og Opnum kerfum, en sjóðurinn hefur einnig fjárfest í Icelandic Provisions sem framleiðir Skyr fyrir erlendan markað. Benedikt Ólafsson, eigandi hjá framtakssjóðastýringunni VEX segir Öryggismiðstöðina hafa tekist að fjölga tekjustoðum á sviðum þar sem VEX sjái tækifæri til að sækja enn frekar fram. Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar segist hafa trú á að tilkoma VEX hjálpi félaginu að komast nær markmiðum sínum. „Fyrirtækið er í öflugum vexti og stöðugri þróun. Tækifærin eru fjölbreytt og við erum á spennandi vegferð með frábærum hópi starfsmanna þar sem gildi fyrirtækisins; forysta, umhyggja og traust leiða okkur áfram á því ferðalagi sem við erum á,“ segir hann í tilkynningu. Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins stærstir í VEX I VEX var stofnað af Trausta Jónssyni og Benedikt Ólafssyni en auk þeirra eiga tryggingafélagið VÍS og Bjarni Ármannsson, fjárfestir og forstjóri Iceland Seafood International, hlut í framtakssjóðastýringunni. Sjóðurinn VEX I áformar að fjárfesta í fjórum til átta fyrirtækjum og að eignarhaldstími í hverju félagi verði á bilinu þrjú til sjö ár. Stærstu fjárfestarnir í sjóðnum eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 18 prósenta hlut hvor. Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir VEX búið að fjárfesta fyrir fimm milljarða Framtakssjóðastýringin VEX hefur fjárfest fyrir 5 milljarða króna frá því að fyrsta framtakssjóði félagsins var komið á fót sumarið 2021. 16. maí 2022 11:16 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu en seljendur eru félagið Hlér ehf., sem er í meirihlutaeigu Guðmundar Ásgeirssonar, Nóra Capital ehf., í eigu Róberts Róbertssonar, Daði Þór Veigarsson og Seldalur ehf., sem er í eigu nokkurra starfsmanna Öryggismiðstöðvarinnar. Þar að auki selur Laugarfell ehf., félag í eigu Ragnars Þórs Jónssonar, forstjóra og Auðar Lilju Davíðsdóttur, framkvæmdastjóra sölu og ráðgjafar að hluta og á áfram hlutafé í Öryggismiðstöðinni. Hluthafar Öryggismiðstöðvarinnar eftir viðskiptin verða, ásamt VEX I, Laugarfell ehf., nokkrir lykilstarfsmenn félagsins og Feier ehf., félag í eigu Hjörleifs Jakobssonar og Hjördísar Ásberg. Feier eykur lítillega við hlut sinn í viðskiptunum, að því er fram kemur í tilkynningu. Um 550 stöðugildi voru hjá Öryggismiðstöðinni á síðasta ári sem var stofnuð árið 1995. Að sögn stjórnenda nam velta félagsins rúmlega sjö milljörðum króna á síðasta ári og eru viðskiptavinir í öryggis- og velferðarþjónustu mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. Fimmta félagið sem VEX I fjárfestir í VEX I er tíu milljarða framtakssjóður í stýringu VEX ehf. „Sjóðurinn fjárfestir í óskráðum fyrirtækjum, sem eru að sækja nýtt hlutafé til vaxtar, auk stöndugra félaga þar sem tækifæri eru til umbóta og aukinnar virðissköpunar,“ segir í tilkynningu. VEX I hefur áður fjárfest í hugbúnaðar- og tæknifyrirtækjunum AGR Dynamics, Annata og Opnum kerfum, en sjóðurinn hefur einnig fjárfest í Icelandic Provisions sem framleiðir Skyr fyrir erlendan markað. Benedikt Ólafsson, eigandi hjá framtakssjóðastýringunni VEX segir Öryggismiðstöðina hafa tekist að fjölga tekjustoðum á sviðum þar sem VEX sjái tækifæri til að sækja enn frekar fram. Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar segist hafa trú á að tilkoma VEX hjálpi félaginu að komast nær markmiðum sínum. „Fyrirtækið er í öflugum vexti og stöðugri þróun. Tækifærin eru fjölbreytt og við erum á spennandi vegferð með frábærum hópi starfsmanna þar sem gildi fyrirtækisins; forysta, umhyggja og traust leiða okkur áfram á því ferðalagi sem við erum á,“ segir hann í tilkynningu. Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins stærstir í VEX I VEX var stofnað af Trausta Jónssyni og Benedikt Ólafssyni en auk þeirra eiga tryggingafélagið VÍS og Bjarni Ármannsson, fjárfestir og forstjóri Iceland Seafood International, hlut í framtakssjóðastýringunni. Sjóðurinn VEX I áformar að fjárfesta í fjórum til átta fyrirtækjum og að eignarhaldstími í hverju félagi verði á bilinu þrjú til sjö ár. Stærstu fjárfestarnir í sjóðnum eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 18 prósenta hlut hvor.
Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir VEX búið að fjárfesta fyrir fimm milljarða Framtakssjóðastýringin VEX hefur fjárfest fyrir 5 milljarða króna frá því að fyrsta framtakssjóði félagsins var komið á fót sumarið 2021. 16. maí 2022 11:16 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
VEX búið að fjárfesta fyrir fimm milljarða Framtakssjóðastýringin VEX hefur fjárfest fyrir 5 milljarða króna frá því að fyrsta framtakssjóði félagsins var komið á fót sumarið 2021. 16. maí 2022 11:16