Bætir þremur erlendum konum við Njarðvíkurliðið og lofar skemmtun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 13:31 Rúnar Ingi Erlingsson þarf enn á ný að búa til nýtt lið hjá Njarðvík. Vísir/Snædís Bára Njarðvíkurliðið mætir gerbreytt til leiks í Subway deild kvenna í körfubolta næsta vetur og allir erlendu leikmenn liðsins hafa yfirgefið liðið. Njarðvík tilkynnti á heimasíðu sinni að félagið sé nú búið að semja við þrjá nýja erlenda leikmenn. Leikmennirnir eru bandarísk stelpa, króatísk stelpa og dönsk stelpa. Njarðvíkurkonur náðu ekki að verja titilinn í fyrra en liðið gekk þá einnig í gegnum miklar breytingar á milli tímabila. „Ég er virkilega spenntur að fá þessa leikmenn til liðs við okkur. Þær eru allar ansi fjölhæfar og með mörg vopn sóknarlega ásamt því að vilja setja tóninn varnarlega,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, samtali við heimasíðu Njarðvíkur. „Allar hafa þær verið leiðtogar í sínum félagsliðum og berum við miklar væntingar til þeirra á því sviði líka. Ég get allavega lofað að það verður gaman að horfa á Njarðvíkurliðið spila körfubolta í vetur,“ sagði Rúnar Ingi. Allir þrír leikmennirnir spila vanalega sem bakverðir og eru því kannski lágvaxnari en tveir af þremur erlendu leikmönnum liðsins á síðustu leiktíð. Það má má því líklega búast við hraðari leik hjá Njarðvík í vetur eins og þjálfarinn var væntanlega að ýja að í viðtalinu. Tynice Martin er frá Bandaríkjunum en spilaði á síðasta tímabili með Vive í Finnlandi við góðan orðstír. Tynice er 180cm fjölhæfur bakvörður sem getur leyst margar stöður á vellinum. Andela Strize er Króati sem hefur spilað í heimalandinu allan sinn feril ásamt því að spila með yngri landsliðum Króatíu. Andela er 24 ára bakvörður sem skoraði 17 stig að meðaltali með liði Medvescak á síðustu leiktíð. Ena Viso kemur frá Danmörku en Ena er hávaxinn bakvörður sem getur leyst stöðu leikstjórnanda. Hún spilaði afar vel með liði BK Amager á síðustu leiktíð og var meðal annats valin bakvörður ársins á Eurobasket í dönsku deildinni. Ena er 30 ára og hefur spilað með danska landsliðinu á síðustu árum og kemur með mikla reynslu inn í Njarðvíkurliðið. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Njarðvík tilkynnti á heimasíðu sinni að félagið sé nú búið að semja við þrjá nýja erlenda leikmenn. Leikmennirnir eru bandarísk stelpa, króatísk stelpa og dönsk stelpa. Njarðvíkurkonur náðu ekki að verja titilinn í fyrra en liðið gekk þá einnig í gegnum miklar breytingar á milli tímabila. „Ég er virkilega spenntur að fá þessa leikmenn til liðs við okkur. Þær eru allar ansi fjölhæfar og með mörg vopn sóknarlega ásamt því að vilja setja tóninn varnarlega,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, samtali við heimasíðu Njarðvíkur. „Allar hafa þær verið leiðtogar í sínum félagsliðum og berum við miklar væntingar til þeirra á því sviði líka. Ég get allavega lofað að það verður gaman að horfa á Njarðvíkurliðið spila körfubolta í vetur,“ sagði Rúnar Ingi. Allir þrír leikmennirnir spila vanalega sem bakverðir og eru því kannski lágvaxnari en tveir af þremur erlendu leikmönnum liðsins á síðustu leiktíð. Það má má því líklega búast við hraðari leik hjá Njarðvík í vetur eins og þjálfarinn var væntanlega að ýja að í viðtalinu. Tynice Martin er frá Bandaríkjunum en spilaði á síðasta tímabili með Vive í Finnlandi við góðan orðstír. Tynice er 180cm fjölhæfur bakvörður sem getur leyst margar stöður á vellinum. Andela Strize er Króati sem hefur spilað í heimalandinu allan sinn feril ásamt því að spila með yngri landsliðum Króatíu. Andela er 24 ára bakvörður sem skoraði 17 stig að meðaltali með liði Medvescak á síðustu leiktíð. Ena Viso kemur frá Danmörku en Ena er hávaxinn bakvörður sem getur leyst stöðu leikstjórnanda. Hún spilaði afar vel með liði BK Amager á síðustu leiktíð og var meðal annats valin bakvörður ársins á Eurobasket í dönsku deildinni. Ena er 30 ára og hefur spilað með danska landsliðinu á síðustu árum og kemur með mikla reynslu inn í Njarðvíkurliðið.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira