Bætir þremur erlendum konum við Njarðvíkurliðið og lofar skemmtun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2023 13:31 Rúnar Ingi Erlingsson þarf enn á ný að búa til nýtt lið hjá Njarðvík. Vísir/Snædís Bára Njarðvíkurliðið mætir gerbreytt til leiks í Subway deild kvenna í körfubolta næsta vetur og allir erlendu leikmenn liðsins hafa yfirgefið liðið. Njarðvík tilkynnti á heimasíðu sinni að félagið sé nú búið að semja við þrjá nýja erlenda leikmenn. Leikmennirnir eru bandarísk stelpa, króatísk stelpa og dönsk stelpa. Njarðvíkurkonur náðu ekki að verja titilinn í fyrra en liðið gekk þá einnig í gegnum miklar breytingar á milli tímabila. „Ég er virkilega spenntur að fá þessa leikmenn til liðs við okkur. Þær eru allar ansi fjölhæfar og með mörg vopn sóknarlega ásamt því að vilja setja tóninn varnarlega,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, samtali við heimasíðu Njarðvíkur. „Allar hafa þær verið leiðtogar í sínum félagsliðum og berum við miklar væntingar til þeirra á því sviði líka. Ég get allavega lofað að það verður gaman að horfa á Njarðvíkurliðið spila körfubolta í vetur,“ sagði Rúnar Ingi. Allir þrír leikmennirnir spila vanalega sem bakverðir og eru því kannski lágvaxnari en tveir af þremur erlendu leikmönnum liðsins á síðustu leiktíð. Það má má því líklega búast við hraðari leik hjá Njarðvík í vetur eins og þjálfarinn var væntanlega að ýja að í viðtalinu. Tynice Martin er frá Bandaríkjunum en spilaði á síðasta tímabili með Vive í Finnlandi við góðan orðstír. Tynice er 180cm fjölhæfur bakvörður sem getur leyst margar stöður á vellinum. Andela Strize er Króati sem hefur spilað í heimalandinu allan sinn feril ásamt því að spila með yngri landsliðum Króatíu. Andela er 24 ára bakvörður sem skoraði 17 stig að meðaltali með liði Medvescak á síðustu leiktíð. Ena Viso kemur frá Danmörku en Ena er hávaxinn bakvörður sem getur leyst stöðu leikstjórnanda. Hún spilaði afar vel með liði BK Amager á síðustu leiktíð og var meðal annats valin bakvörður ársins á Eurobasket í dönsku deildinni. Ena er 30 ára og hefur spilað með danska landsliðinu á síðustu árum og kemur með mikla reynslu inn í Njarðvíkurliðið. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Sautján ára Frakki hvarf í sjóinn: „Þeir léku sér með líf barnanna okkar“ Sport Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Íslenski boltinn Óttast um Tua eftir enn eitt hryllilega höfuðhöggið: „Ég bið fyrir honum“ Sport Sakfelldur fyrir að áreita lukkudýrið kynferðislega Fótbolti „Þetta stendur okkur nærri sem samfélag“ Íslenski boltinn „Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“ Íslenski boltinn Þorbergur vann sjötíu kílómetra hlaup í Sviss Sport PSG gert að gera upp risaskuld sína skuld við Mbappé Fótbolti Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna Íslenski boltinn „Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færir sig á milli liða á Suðurlandinu Njarðvík fær tvo Valin best þriðju vikuna í röð Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið KR fær króatískan miðherja Keyrði niður körfuboltamann sem lést Frákastadrottningin spilar ekki meira á þessari leiktíð Sá besti í Lettlandi semur við KR Barkley hneykslast á smásálarlegum konum í kringum WNBA „Það verður ný og skrýtin tilfinning“ „Markmið hjá okkur að fá til okkar uppalda KR-inga“ Þórir mættur heim í KR Curry fær meira en átta milljarða fyrir eitt tímabil „Ég gæti auðveldlega verið dauður“ Setti enn eitt metið í nótt Nýr Þórsari kynntur: „Hann kemur frá Cleveland líkt og Lebron James“ Skýtur af lengra færi en bestu NBA strákarnir Vonarstjarna ÍR til Bandaríkjanna Morris spilar með Grindavík í vetur Golden State hetjan Al Attles látin Frábærir þrír leikhlutar ekki nóg á móti Bretum Kallaði Kevin Durant veikgeðja Lykilmenn Íslandsmeistaranna framlengja samninga sína Amazon kóngurinn sagður vilja kaupa NBA meistarana Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Fyrstur til að skora fjögurra stiga körfu Undirbýr sig fyrir NBA tímabilið á bólakafi Benni Gumm fann Grikkja fyrir Tindastólsliðið: „Tók sinn tíma“ Cailtin Clark áritaði kornabarn Barkley gaf eftir hundrað milljónir til að halda tryggð við TNT Sjá meira
Njarðvík tilkynnti á heimasíðu sinni að félagið sé nú búið að semja við þrjá nýja erlenda leikmenn. Leikmennirnir eru bandarísk stelpa, króatísk stelpa og dönsk stelpa. Njarðvíkurkonur náðu ekki að verja titilinn í fyrra en liðið gekk þá einnig í gegnum miklar breytingar á milli tímabila. „Ég er virkilega spenntur að fá þessa leikmenn til liðs við okkur. Þær eru allar ansi fjölhæfar og með mörg vopn sóknarlega ásamt því að vilja setja tóninn varnarlega,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkurliðsins, samtali við heimasíðu Njarðvíkur. „Allar hafa þær verið leiðtogar í sínum félagsliðum og berum við miklar væntingar til þeirra á því sviði líka. Ég get allavega lofað að það verður gaman að horfa á Njarðvíkurliðið spila körfubolta í vetur,“ sagði Rúnar Ingi. Allir þrír leikmennirnir spila vanalega sem bakverðir og eru því kannski lágvaxnari en tveir af þremur erlendu leikmönnum liðsins á síðustu leiktíð. Það má má því líklega búast við hraðari leik hjá Njarðvík í vetur eins og þjálfarinn var væntanlega að ýja að í viðtalinu. Tynice Martin er frá Bandaríkjunum en spilaði á síðasta tímabili með Vive í Finnlandi við góðan orðstír. Tynice er 180cm fjölhæfur bakvörður sem getur leyst margar stöður á vellinum. Andela Strize er Króati sem hefur spilað í heimalandinu allan sinn feril ásamt því að spila með yngri landsliðum Króatíu. Andela er 24 ára bakvörður sem skoraði 17 stig að meðaltali með liði Medvescak á síðustu leiktíð. Ena Viso kemur frá Danmörku en Ena er hávaxinn bakvörður sem getur leyst stöðu leikstjórnanda. Hún spilaði afar vel með liði BK Amager á síðustu leiktíð og var meðal annats valin bakvörður ársins á Eurobasket í dönsku deildinni. Ena er 30 ára og hefur spilað með danska landsliðinu á síðustu árum og kemur með mikla reynslu inn í Njarðvíkurliðið.
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Mest lesið Sautján ára Frakki hvarf í sjóinn: „Þeir léku sér með líf barnanna okkar“ Sport Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Íslenski boltinn Óttast um Tua eftir enn eitt hryllilega höfuðhöggið: „Ég bið fyrir honum“ Sport Sakfelldur fyrir að áreita lukkudýrið kynferðislega Fótbolti „Þetta stendur okkur nærri sem samfélag“ Íslenski boltinn „Mjög erfitt þegar hann hætti að geta verið sá maður“ Íslenski boltinn Þorbergur vann sjötíu kílómetra hlaup í Sviss Sport PSG gert að gera upp risaskuld sína skuld við Mbappé Fótbolti Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna Íslenski boltinn „Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Færir sig á milli liða á Suðurlandinu Njarðvík fær tvo Valin best þriðju vikuna í röð Gamli Boston Celtics miðherjinn segir að Jordan hafi aldrei unnið nein góð lið KR fær króatískan miðherja Keyrði niður körfuboltamann sem lést Frákastadrottningin spilar ekki meira á þessari leiktíð Sá besti í Lettlandi semur við KR Barkley hneykslast á smásálarlegum konum í kringum WNBA „Það verður ný og skrýtin tilfinning“ „Markmið hjá okkur að fá til okkar uppalda KR-inga“ Þórir mættur heim í KR Curry fær meira en átta milljarða fyrir eitt tímabil „Ég gæti auðveldlega verið dauður“ Setti enn eitt metið í nótt Nýr Þórsari kynntur: „Hann kemur frá Cleveland líkt og Lebron James“ Skýtur af lengra færi en bestu NBA strákarnir Vonarstjarna ÍR til Bandaríkjanna Morris spilar með Grindavík í vetur Golden State hetjan Al Attles látin Frábærir þrír leikhlutar ekki nóg á móti Bretum Kallaði Kevin Durant veikgeðja Lykilmenn Íslandsmeistaranna framlengja samninga sína Amazon kóngurinn sagður vilja kaupa NBA meistarana Caitlin Clark þakkaði dómaranum fyrir tæknivilluna sína Fyrstur til að skora fjögurra stiga körfu Undirbýr sig fyrir NBA tímabilið á bólakafi Benni Gumm fann Grikkja fyrir Tindastólsliðið: „Tók sinn tíma“ Cailtin Clark áritaði kornabarn Barkley gaf eftir hundrað milljónir til að halda tryggð við TNT Sjá meira