Atvinnulíf

Að undirbúa uppsögn og nýja vinnu

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Það er alltaf einhver hópur af fólki sem hefur þegar tekið ákvörðun um að leita sér að nýju starfi með haustinu. Þá er um að gera að nýta ágústmánuð til að undirbúa það að atvinnuleit er við það að fara að hefjast.
Það er alltaf einhver hópur af fólki sem hefur þegar tekið ákvörðun um að leita sér að nýju starfi með haustinu. Þá er um að gera að nýta ágústmánuð til að undirbúa það að atvinnuleit er við það að fara að hefjast. Vísir/Getty

Eitt af því sem einkennir árstíðir hjá okkur er að við oft veljum að bíða með hluti fram að ákveðnum tíma. Að byrja í líkamsræktarátaki eða megrun í janúar er eflaust eitt af þekktari fyrirbærum.

En stundum erum við með markmið um starfsframann og breytingar á honum. Höfum ef til vill gælt við það í ákveðinn tíma að fara að þreifa fyrir okkur um nýtt starf en ákváðum að leyfa sumrinu að ljúka og fara frekar af stað með haustinu.

Og þar sem haustið er handan við hornið, er ágætt að byrja á því að undirbúa okkur. Hér eru nokkur atriði sem upplagt er að nýta ágúst mánuð í.

Hvers vegna?

Þótt þú vitir nokkurn veginn hvers vegna þú ætlar að skipta um starf, er ágætt að skrifa allt niður þessu markmiði tengt.

Svara spurningunni: Hvers vegna? Og miða þá við að svörin séu nokkuð mörg því að þá eru meiri líkur á að við séum enn betri í að móta hugmyndir um það, hvaða væntingar við höfum þá til nýja starfsins.

Styrkleikar, ástríða

Það sem er líka gott að gera áður en vinna hefst við ferilskránna sjálfa, er að punkta niður hjá okkur hverjir eru okkar helstu styrkleikar og jafnvel ástríður í starfi. Með því að gera þetta, erum við líklegri til að koma þessum styrkleikum okkar betur á framfæri þegar að við byrjum að skrifa ferilskránna.

Stórir draumar og markmið

Í þessu þriðja skrefi ætlum við að leyfa okkur að dagdreyma svolítið því að stundum gera dagdraumar okkur verulegt gagn. Prófaðu því að skrifa niður nokkur atriði sem endurspegla stærstu draumana þína og markmið. Um hvers konar starf, hvaða laun og svo framvegis.

Hérna er um að gera að leyfa okkur að vera bara í flæði og sýna af okkur létt kæruleysi því að þetta eru aðeins punktar til að skerpa á okkar eigin hugsunum og enginn annar að fara að lesa þá. En með því að leyfa stærstu draumunum okkar að koma fram, hjálpum við okkur oft að taka skynsamlegri næstu skref.

Sem á endanum geta leitt til stóra draumsins.

Eftir eitt ár, fimm ár, tíu ár

Þá er ágætt að skrifa niður 2-3 setningar um starfið þitt og vinnuumhverfi eins og þú sérð það fyrir þér eftir eitt ár, fimm ár og tíu ár.

Skrifaðu alltaf niður hvernig þér líður í starfinu og vinnuumhverfinu. Það er mikilvægasta atriðið.

Tengslanetið

Síðan er ágætt að fara aðeins yfir tengslanetið þitt. Hverja ætlar þú að láta vita að þú sért að fara að þreifa fyrir þér með nýja vinnu? Eru það aðilar sem gætu nýst við atvinnuleitina eða sem meðmælendur?

Ætlar þú að leita af nýju starfi opinskátt eða í hljóði? Ef þú ert í starfi, er atvinnuleitin oft ekki opinber. En ef þú ert ekki í starfi, er um að gera að láta sem flesta vita að þú sért að leita þér að vinnu.

Annar undirbúningur

Þá er gott að fara yfir það hvaða aðstoð er líkleg til að gagnast þér þegar þú ferð í stellingar fyrir atvinnuleitina.

Hvern ætlar þú til dæmis að fá til að lesa yfir ferilskránna þína? Hvar getur þú fundið þér góða ferilskrá sem fyrirmynd?

Hér er líka mjög gott að fara aðeins yfir það í huganum hvað þú óttast mest og velta því þá fyrir þér hvernig þú getur sótt þér aðstoð til þess að yfirstíga þennan ótta. Dæmi: Þú hefur áhyggjur af því að yngra fólk eigi betri séns en þú á atvinnumarkaði eða þú hefur áhyggjur af því að starfsreynslan þín sé ekki nægilega mikil til að fá það starf sem þú þó vilt stefna að. Með þetta í huga skiptir ferilskráin og kynningabréfið enn meira máli og því um að gera að leita aðstoðar.

Hvað er síðan gott að vita áður en maður sækir um starf eða hvernig maður ber sig að í atvinnuviðtali? Hvar leitar þú að þessum upplýsingum og hvernig sérðu fyrir þér að æfa þig?

Þá er gott að punkta niður þá samfélagsmiðla sem þú ert á því liður í því að undirbúa starfsleit er að yfirfara upplýsingar um þig þar, þannig að þær líti vel út áður en formleg atvinnuleit hefst.


Tengdar fréttir

Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“

„Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur.

Að langa til að skipta um vinnu en þora ekki

Það fylgir mannlegu eðli að hræðast stundum óvissuna eða eitthvað nýtt. Þessi ótti má þó ekki yfirtaka neitt hjá okkur, enda kemur oftast í ljós að hann er óþarfur með öllu.

Ætti ég að skipta um vinnu?

Það er einmitt á þessum tíma árs sem við horfum svolítið inn á við með hvað okkur langar að gera. Sumir velta til dæmis fyrir sér hvort nú sé tíminn til að skipta um starf?

Í vinnu eða atvinnuleit: Ekki birta of mikið á samfélagsmiðlum

Við erum sjaldan jafn dugleg að birta myndir á samfélagsmiðlunum og þegar að við erum í sumarfríi. Enda skemmtilegt að sjá hvert fólk er að ferðast og hvað það er að gera. En það eru margar ástæður fyrir því að fólk ætti að forðast að birta of mikið af myndum, of oft eða hvaða myndir sem er.

Á sextugsaldri í atvinnuleit: Þrjú góð ráð

Fólk á sextugsaldri í atvinnuleit þarf að gæta þess að ferilskráin þeirra sé ekki lengri en ein til tvær A4 síður þótt starfsreynslan sé mikil. Þá er um að gera að nýta sér samfélagsmiðlana eins og unga fólkið gerir.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×