Framleiðandi hreinsiefna tekur yfir lífdísilframleiðslu Eiður Þór Árnason skrifar 18. júlí 2023 10:04 Ásgeir Ívarsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Gefnar, og Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku, við unirritun kaupsamningsins. Gefn Gefn hefur fest kaup á öllu hlutafé í fyrirtækinu Orkey á Akureyri. Félagið var áður að fullu í eigu orkufyrirtækisins Norðurorku og hefur framleitt lífdísil og íblöndunarefni úr úrgangi frá árinu 2011, einkum notaðri steikingarolíu. Fram kemur í tilkynningu að kaupsamningur hafi verið undirritaður 29. júní síðastliðinn. Orkey var stofnuð árið 2007 og hefur framleiðsla félagsins meðal annars verið nýtt sem eldsneyti á fiskiskip og íblöndunarefni við framleiðslu og lagningu vegaklæðninga. Orkey hefur lengi tekið við notaðri steikingarolíu frá heimilum, veitingahúsum og mötuneytum, og hvarfað við metanól. Verksmiðja fyrirtækisins á Akureyri er hönnuð fyrir 300.000 lítra ársframleiðslu. Gefn hefur þegar tekið við rekstrinum og er Ásgeir Ívarsson, framkvæmdastjóri Gefnar er nýr stjórnarformaður Orkeyjar og Ragnar H. Guðjónsson, stjórnarformaður Gefnar, nýr framkvæmdastjóri. Auk þeirra kemur Vala Steinsdóttir, rekstrarstjóri Gefnar, í stjórn Orkeyjar. Vilja auka framleiðslu „Kaup Gefnar á Orkey rýma vel við þau markmið sem Gefn hefur sett sér í þróun tækni og viðskipta sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og mengunar vegna efna- og eldsneytisnotkunar og úrgangs, samhliða því að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins,“ segir Ásgeir í tilkynningu. Að sögn stjórnenda Gefnar verður Orkey rekin með sama sniði og áður í fyrirsjáanlegri framtíð. Stefnt sé að því að auka framleiðslu og skilvirkni verksmiðjunnar með nýtingu tækni og sérfræðiþekkingar Gefnar. Gefn þróar tækni sem umbreytir úrgangi og útblæstri í græna efnavöru og framleiðir fyrirtækið hreinsiefni undir vörumerkinu Grænni. Við framleiðslu hreinsiefnanna eru notuð innlend hráefni unnin úr úrgangi, að því er fram kemur í tilkynningu. Hjá fyrirtækinu starfi í dag teymi efnaverkfræðinga, efnafræðinga og annarra sérfræðinga en alls séu starfsmenn fjórir talsins. Eina tilboðið í fyrirtækið Norðurorka setti Orkey í söluferli í apríl síðastliðnum en fyrirtækið hefur verið í fullri eigu Norðurorku frá árinu 2020. Á vef félagsins segir að lífdílsframleiðsla sé ekki hluti af kjarnastarfsemi Norðurorku og að rekstur Orkeyjar standi á kaflaskilum. „Rekstrinum hefur verið sýndur áhugi og eftirspurn eftir lífdísil er að aukast, bæði sem eldsneyti og í aðra vinnslu. Stjórn Norðurorku taldi því að nú væri tímabært að hleypa öðrum, kraftmiklum aðilum að sem geta haldið áfram að þróa starfssemi Orkeyjar og auka veg fyrirtækisins.“ Eitt tilboð hafi borist sem Norðurorka samþykkti enda hafi það uppfyllt allar þær kröfur sem settar voru fram. „Starfsfólk Gefnar hefur markverða þekkingu og reynslu af framleiðslu lífdísils sem og notkun hans. Gefn stefnir á áframhaldandi rekstur Orkeyjar á Akureyri og er það von Norðurorku og trú að Orkey dafni vel með nýjum eigendum,“ segir í tilkynningu Norðurorku. Kaup og sala fyrirtækja Akureyri Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu að kaupsamningur hafi verið undirritaður 29. júní síðastliðinn. Orkey var stofnuð árið 2007 og hefur framleiðsla félagsins meðal annars verið nýtt sem eldsneyti á fiskiskip og íblöndunarefni við framleiðslu og lagningu vegaklæðninga. Orkey hefur lengi tekið við notaðri steikingarolíu frá heimilum, veitingahúsum og mötuneytum, og hvarfað við metanól. Verksmiðja fyrirtækisins á Akureyri er hönnuð fyrir 300.000 lítra ársframleiðslu. Gefn hefur þegar tekið við rekstrinum og er Ásgeir Ívarsson, framkvæmdastjóri Gefnar er nýr stjórnarformaður Orkeyjar og Ragnar H. Guðjónsson, stjórnarformaður Gefnar, nýr framkvæmdastjóri. Auk þeirra kemur Vala Steinsdóttir, rekstrarstjóri Gefnar, í stjórn Orkeyjar. Vilja auka framleiðslu „Kaup Gefnar á Orkey rýma vel við þau markmið sem Gefn hefur sett sér í þróun tækni og viðskipta sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og mengunar vegna efna- og eldsneytisnotkunar og úrgangs, samhliða því að styðja við innleiðingu hringrásarhagkerfisins,“ segir Ásgeir í tilkynningu. Að sögn stjórnenda Gefnar verður Orkey rekin með sama sniði og áður í fyrirsjáanlegri framtíð. Stefnt sé að því að auka framleiðslu og skilvirkni verksmiðjunnar með nýtingu tækni og sérfræðiþekkingar Gefnar. Gefn þróar tækni sem umbreytir úrgangi og útblæstri í græna efnavöru og framleiðir fyrirtækið hreinsiefni undir vörumerkinu Grænni. Við framleiðslu hreinsiefnanna eru notuð innlend hráefni unnin úr úrgangi, að því er fram kemur í tilkynningu. Hjá fyrirtækinu starfi í dag teymi efnaverkfræðinga, efnafræðinga og annarra sérfræðinga en alls séu starfsmenn fjórir talsins. Eina tilboðið í fyrirtækið Norðurorka setti Orkey í söluferli í apríl síðastliðnum en fyrirtækið hefur verið í fullri eigu Norðurorku frá árinu 2020. Á vef félagsins segir að lífdílsframleiðsla sé ekki hluti af kjarnastarfsemi Norðurorku og að rekstur Orkeyjar standi á kaflaskilum. „Rekstrinum hefur verið sýndur áhugi og eftirspurn eftir lífdísil er að aukast, bæði sem eldsneyti og í aðra vinnslu. Stjórn Norðurorku taldi því að nú væri tímabært að hleypa öðrum, kraftmiklum aðilum að sem geta haldið áfram að þróa starfssemi Orkeyjar og auka veg fyrirtækisins.“ Eitt tilboð hafi borist sem Norðurorka samþykkti enda hafi það uppfyllt allar þær kröfur sem settar voru fram. „Starfsfólk Gefnar hefur markverða þekkingu og reynslu af framleiðslu lífdísils sem og notkun hans. Gefn stefnir á áframhaldandi rekstur Orkeyjar á Akureyri og er það von Norðurorku og trú að Orkey dafni vel með nýjum eigendum,“ segir í tilkynningu Norðurorku.
Kaup og sala fyrirtækja Akureyri Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira