Viðskipti innlent

Fjar­skipta­truflanir á Aust­fjörðum

Eiður Þór Árnason skrifar
Bilunin kom upp á Fáskrúðsfirði.
Bilunin kom upp á Fáskrúðsfirði. vísir/vilhelm

Upp kom bilun í fjarskiptabúnaði Mílu á Fáskrúðsfirði sem hafði áhrif á fjarskipti á sunnanverðum Austfjörðum, á Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og svæðum þar í kring.

Þetta kom fram í tilkynningu frá Mílu fyrr í dag en tæknimenn og samstarfsaðilar voru þá á leið á staðinn til að hefja viðgerð. Um var að ræða bilun í IP-net búnaði á Fáskrúðsfirði. 

Á vef Mílu kemur fram að bilunin hafi haft áhrif á farsímaþjónustu á Breiðdalsheiði, Breiðdalsvík, Fáskrúðsfirði, Höskuldsstöðum, Staðarborg, Stöðvarfirði, Tóarseli og Grænnípu. Þá hafi verið truflun á heimilis- og fyrirtækjaþjónustu á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík. 

Viðgerðinni er nú lokið og eru fjarskiptasambönd á svæðinu komin aftur í fulla virkni samkvæmt Mílu. Senda þurfti búnað með flugi frá Reykjavík til að koma búnaðinum í lag.

Fréttin hefur verið uppfærð.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×