Biðjast afsökunar á auglýsingum Olís sem teknar hafa verið úr birtingu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júlí 2023 13:16 Auglýsing Olís hefur vakið töluverða athygli í dag. Olís Auglýsingar á vegum Olís hafa vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum í dag en einhverjir telja að lesa megi óheppilegt myndmál úr þeim sem minni á hryðjuverkaárásir í New York þann 11. september árið 2001 þar sem flugvélum var flogið inn í tvíburaturnana í World Trade Center. Framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar\TBWA biðst afsökunar vegna málsins og segir herferðina hafa verið tekna úr birtingu. Um er að ræða auglýsingar á vegum olíufyrirtækisins þar sem viðskiptavinir eru hvattir til þess að dæla til góðs. Olís er styrktaraðili Landsbjargar og renna fimm krónur af hverjum lítra til Slysvarnarfélagsins í dag auk þess sem fyrirtækið býður viss afsláttarkjör bara í dag og fleiri vildarpunkta Icelandair til viðskiptavina. Auglýsingunni hefur verið deilt víða á samfélagsmiðlum í dag og ljóst að töluverður fjöldi fólks upplifir hugrenningartengsl við hryðjuverkin árið 2001 vegna staðsetningu flugvélar Icelandair og merki Olís bensínstöðvanna. Vísir leitaði eftir viðbrögðum frá Olís vegna málsins. Auglýsingin er hönnuð af auglýsingastofunni Pipar\TBWA og í skriflegu svari til Vísis biðst Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri, afsökunar vegna málsins. pic.twitter.com/JRxpLmnpdq— Siffi (@SiffiG) July 7, 2023 Hugsaði olís ekkert út í þessa auglýsingu pic.twitter.com/92Pe5ouH4r— Aron Teitsson (@AronTeitsson03) July 7, 2023 Meira segja facebook telur þessa nynd ekki vera hæf til að deila pic.twitter.com/m0WXJZ2g7s— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) July 7, 2023 Áhugaverð nálgun hjá auglýsingastofu Olís, var virkilega enginn sem flaggaði þessu í öllu ferlinu pic.twitter.com/DY8CjjI6Re— Gudny Thorarensen (@gudnylt) July 7, 2023 Stikur sem tákni hlé eða pásu „Við hjá Pipar\TBWA gerðum fyrir um ári síðan auglýsingu fyrir Olís undir yfirskriftinni Dælum til góðs og hefur hún verið birt annað slagið síðan þá. Þar má sjá tvær vegstikur sem notaðar eru í öllu markaðsefni Olís og tákna hlé eða pásu, ásamt í þessu tilfelli flugvél Icelandair og lyklakippu frá Landsbjörg,“ skrifar Guðmundur. „Nú hefur fólk séð út úr þessum auglýsingum tvo turna og flugvél, sem er ekki heppileg táknmynd. Það er að sjálfsögðu ekki sú táknmynd sem við vorum að leitast eftir í þessari auglýsingu og sendum við þakklæti til þeirra sem bent hafa á að þar geti vaknað hugrenningatengsl.“ Hann segir að auglýsingastofan vilji einnig koma á framfæri afsökunarbeiðni til þeirra sem tengjast auglýsingunni eða hafi túlkað hana á þennan hátt. Auglýsingaherferðin hafi nú verið tekin úr birtingu og muni koma í nýrri útgáfu. Muni aldrei gera þessi mistök aftur „Miðað hvað auglýsingastofur rukka fyrir svona vinnu, var aldrei móment þar sem einhver einn sagði að þetta væri nú ekki alveg nógu gott?“ skrifar einn netverja sem deilir auglýsingu Olís. Þá eru auglýsingarnar einnig til umræðu inni á Facebook hópnum Markaðsnördar. „Jæja, Þessi auglýsing, flugvél, tveir turnar og rétt eftir 4. júlí,“ skrifar Sigurður Ingi R Guðmundsson sem hefur máls á auglýsingunni. „Hugrenningatengslin eru greinilega til staðar hjá öllum, óháð því hvaða dagur ársins er... sá þetta strax,“ segir einn sem leggur orð í belg. Annar segir um óheppilega auglýsingu að ræða en lítið dugi að dæma Olís eða auglýsingastofuna sem komið hafi að verkinu. „Þetta er ótrúlega óheppilegt. Eitthvað sem getur svo auðveldlega farið framhjá fólki þó margir rýni, en þegar er bent á þetta er þetta svo augljóst,“ skrifar Óskar Páll Elfarsson markaðsnörd. „Það þýðir lítið að dæma Olís eða auglýsingastofuna eitthvað, það ætlar sér enginn að fara „þangað“ viljandi og þau munu aldrei gera þessi mistök aftur. Þannig lærum við bara öll og ferðumst áfram...“ Ekkert óþægileg hugrenningartengsl hér. Nei nei. pic.twitter.com/czePTC0mN8— Steini (@Arason_) July 7, 2023 sýnist þessi auglýsingastofa bara vera með puttann ágætlega á púlsinum pic.twitter.com/A7sFJjiOlv— Birki (@birkirh) July 7, 2023 Hvað eruð þið hjá Olís nákvæmlega að segja? Að flugvél Icelandair fljúgi á tvo turna og svo dælum við eldsneyti yfir það allt saman? Og hvað svo eða hvað á þetta myndmál að segja okkur? pic.twitter.com/dckcOFKQuH— Erlendur (@erlendur) July 7, 2023 mv hvað auglýsingastofur rukka fyrir svona vinnu, var aldrei móment þar sem einhver einn sagði að þetta væri nú ekki alveg nógu gott? https://t.co/NiLPkqZmHR— Haukur Heiðar (@haukurh) July 7, 2023 Frétt uppfærð kl. 14:23. Fréttin hefur verið uppfærð og viðbrögðum forstjóra Pipar\TBWA bætt við. Hryðjuverkin 11. september 2001 Auglýsinga- og markaðsmál Bensín og olía Mest lesið Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Um er að ræða auglýsingar á vegum olíufyrirtækisins þar sem viðskiptavinir eru hvattir til þess að dæla til góðs. Olís er styrktaraðili Landsbjargar og renna fimm krónur af hverjum lítra til Slysvarnarfélagsins í dag auk þess sem fyrirtækið býður viss afsláttarkjör bara í dag og fleiri vildarpunkta Icelandair til viðskiptavina. Auglýsingunni hefur verið deilt víða á samfélagsmiðlum í dag og ljóst að töluverður fjöldi fólks upplifir hugrenningartengsl við hryðjuverkin árið 2001 vegna staðsetningu flugvélar Icelandair og merki Olís bensínstöðvanna. Vísir leitaði eftir viðbrögðum frá Olís vegna málsins. Auglýsingin er hönnuð af auglýsingastofunni Pipar\TBWA og í skriflegu svari til Vísis biðst Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri, afsökunar vegna málsins. pic.twitter.com/JRxpLmnpdq— Siffi (@SiffiG) July 7, 2023 Hugsaði olís ekkert út í þessa auglýsingu pic.twitter.com/92Pe5ouH4r— Aron Teitsson (@AronTeitsson03) July 7, 2023 Meira segja facebook telur þessa nynd ekki vera hæf til að deila pic.twitter.com/m0WXJZ2g7s— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) July 7, 2023 Áhugaverð nálgun hjá auglýsingastofu Olís, var virkilega enginn sem flaggaði þessu í öllu ferlinu pic.twitter.com/DY8CjjI6Re— Gudny Thorarensen (@gudnylt) July 7, 2023 Stikur sem tákni hlé eða pásu „Við hjá Pipar\TBWA gerðum fyrir um ári síðan auglýsingu fyrir Olís undir yfirskriftinni Dælum til góðs og hefur hún verið birt annað slagið síðan þá. Þar má sjá tvær vegstikur sem notaðar eru í öllu markaðsefni Olís og tákna hlé eða pásu, ásamt í þessu tilfelli flugvél Icelandair og lyklakippu frá Landsbjörg,“ skrifar Guðmundur. „Nú hefur fólk séð út úr þessum auglýsingum tvo turna og flugvél, sem er ekki heppileg táknmynd. Það er að sjálfsögðu ekki sú táknmynd sem við vorum að leitast eftir í þessari auglýsingu og sendum við þakklæti til þeirra sem bent hafa á að þar geti vaknað hugrenningatengsl.“ Hann segir að auglýsingastofan vilji einnig koma á framfæri afsökunarbeiðni til þeirra sem tengjast auglýsingunni eða hafi túlkað hana á þennan hátt. Auglýsingaherferðin hafi nú verið tekin úr birtingu og muni koma í nýrri útgáfu. Muni aldrei gera þessi mistök aftur „Miðað hvað auglýsingastofur rukka fyrir svona vinnu, var aldrei móment þar sem einhver einn sagði að þetta væri nú ekki alveg nógu gott?“ skrifar einn netverja sem deilir auglýsingu Olís. Þá eru auglýsingarnar einnig til umræðu inni á Facebook hópnum Markaðsnördar. „Jæja, Þessi auglýsing, flugvél, tveir turnar og rétt eftir 4. júlí,“ skrifar Sigurður Ingi R Guðmundsson sem hefur máls á auglýsingunni. „Hugrenningatengslin eru greinilega til staðar hjá öllum, óháð því hvaða dagur ársins er... sá þetta strax,“ segir einn sem leggur orð í belg. Annar segir um óheppilega auglýsingu að ræða en lítið dugi að dæma Olís eða auglýsingastofuna sem komið hafi að verkinu. „Þetta er ótrúlega óheppilegt. Eitthvað sem getur svo auðveldlega farið framhjá fólki þó margir rýni, en þegar er bent á þetta er þetta svo augljóst,“ skrifar Óskar Páll Elfarsson markaðsnörd. „Það þýðir lítið að dæma Olís eða auglýsingastofuna eitthvað, það ætlar sér enginn að fara „þangað“ viljandi og þau munu aldrei gera þessi mistök aftur. Þannig lærum við bara öll og ferðumst áfram...“ Ekkert óþægileg hugrenningartengsl hér. Nei nei. pic.twitter.com/czePTC0mN8— Steini (@Arason_) July 7, 2023 sýnist þessi auglýsingastofa bara vera með puttann ágætlega á púlsinum pic.twitter.com/A7sFJjiOlv— Birki (@birkirh) July 7, 2023 Hvað eruð þið hjá Olís nákvæmlega að segja? Að flugvél Icelandair fljúgi á tvo turna og svo dælum við eldsneyti yfir það allt saman? Og hvað svo eða hvað á þetta myndmál að segja okkur? pic.twitter.com/dckcOFKQuH— Erlendur (@erlendur) July 7, 2023 mv hvað auglýsingastofur rukka fyrir svona vinnu, var aldrei móment þar sem einhver einn sagði að þetta væri nú ekki alveg nógu gott? https://t.co/NiLPkqZmHR— Haukur Heiðar (@haukurh) July 7, 2023 Frétt uppfærð kl. 14:23. Fréttin hefur verið uppfærð og viðbrögðum forstjóra Pipar\TBWA bætt við.
Hryðjuverkin 11. september 2001 Auglýsinga- og markaðsmál Bensín og olía Mest lesið Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent