Coloplast kaupir Kerecis fyrir 176 milljarða króna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júlí 2023 08:20 Kerecis Danska fyrirtækið Coloplast hefur samþykkt að kaupa íslenska fyrirtækið Kerecis fyrir 1,3 milljarð Bandaríkjadala, eða 176 milljarða íslenskra króna. Samkvæmt tilkynningu frá Coloplast, sem framleiðir lækningavörur, verða kaupin fjármögnuð með útgáfu nýs hlutfjár. Hlutabréf Coloplast hafa lækkað um 4,8 prósent í morgun. Í tilkynningu frá Kerecis kemur fram að fyrirtækið verði sjálfstæð rekstrareining innan Coloplast, með óbreytt nafn, skipulag og sömu stjórnendur. Þá munu umsvif fyrirtækisins aukast og störfum fjölga á Ísafirði. Með kaupunum munu opnast markaðir fyrir Kerecis í 140 löndum, samkvæmt tilkynningunni. Vísir greindi frá því í gær að yfirtökutilboð lægi fyrir í Kerecis, sem boðaði til fundar á Ísafirði í morgun. Kerecis, sem framleiðir sáraroð til meðferðar gegn brunasárum og öðrum þrálátum sárum, var stofnað af Fertram Sigurjónssyni árið 2007 en fékk heitið Kerecis árið 2009. „Minn draumur með stofnun Kerecis var tvíþættur – að þróa aðferðir til að fækka aflimunum og græða sár, samhliða því að efla atvinnuþróun á Vestfjörðum. Hvoru tveggja hefur tekist og þessi samningur er sögulegur, þar sem vestfirskt sprotafyrirtæki er orðið eitt verðmætasta félag Íslandssögunnar. Sáraroðið hefur gert stórkostlegt gagn í Bandaríkjunum og nú munu margfalt fleiri sjúklingar fá tækifæri til að nota vöruna um heim allan, auk þess sem framleiðsluumsvif á Ísafirði aukast. Þannig hefur draumurinn ræst,“ er haft eftir Guðmundi í tilkynningunni frá Kerecis. Fyrirtækin eigi margt sameiginlegt. „Bæði félögin eru norræn í grunninn og stofnuð til að lækna fólk með erfiða sjúkdóma og auka lífsgæði þess. Við deilum bæði gildum og framtíðarsýn, en vegum hvort annað upp með ólíku vöruframboði og markaðssvæðum. Saman myndum við sterka heild. Ég er afar bjartsýnn á framhaldið.“ Í tilkynningunni frá Coloplast segir að í kaupunum á Kerecis felist spennandi tækifæri til að styrkja stöðu Coloplast á ört vaxandi markaði. Kaupin muni koma niður á tekjum fyrirtækisins til skemmri tíma en búast megi við auknum vexti frá 2026 eða 2027. Kaup og sala fyrirtækja Nýsköpun Ísafjarðarbær Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá Coloplast, sem framleiðir lækningavörur, verða kaupin fjármögnuð með útgáfu nýs hlutfjár. Hlutabréf Coloplast hafa lækkað um 4,8 prósent í morgun. Í tilkynningu frá Kerecis kemur fram að fyrirtækið verði sjálfstæð rekstrareining innan Coloplast, með óbreytt nafn, skipulag og sömu stjórnendur. Þá munu umsvif fyrirtækisins aukast og störfum fjölga á Ísafirði. Með kaupunum munu opnast markaðir fyrir Kerecis í 140 löndum, samkvæmt tilkynningunni. Vísir greindi frá því í gær að yfirtökutilboð lægi fyrir í Kerecis, sem boðaði til fundar á Ísafirði í morgun. Kerecis, sem framleiðir sáraroð til meðferðar gegn brunasárum og öðrum þrálátum sárum, var stofnað af Fertram Sigurjónssyni árið 2007 en fékk heitið Kerecis árið 2009. „Minn draumur með stofnun Kerecis var tvíþættur – að þróa aðferðir til að fækka aflimunum og græða sár, samhliða því að efla atvinnuþróun á Vestfjörðum. Hvoru tveggja hefur tekist og þessi samningur er sögulegur, þar sem vestfirskt sprotafyrirtæki er orðið eitt verðmætasta félag Íslandssögunnar. Sáraroðið hefur gert stórkostlegt gagn í Bandaríkjunum og nú munu margfalt fleiri sjúklingar fá tækifæri til að nota vöruna um heim allan, auk þess sem framleiðsluumsvif á Ísafirði aukast. Þannig hefur draumurinn ræst,“ er haft eftir Guðmundi í tilkynningunni frá Kerecis. Fyrirtækin eigi margt sameiginlegt. „Bæði félögin eru norræn í grunninn og stofnuð til að lækna fólk með erfiða sjúkdóma og auka lífsgæði þess. Við deilum bæði gildum og framtíðarsýn, en vegum hvort annað upp með ólíku vöruframboði og markaðssvæðum. Saman myndum við sterka heild. Ég er afar bjartsýnn á framhaldið.“ Í tilkynningunni frá Coloplast segir að í kaupunum á Kerecis felist spennandi tækifæri til að styrkja stöðu Coloplast á ört vaxandi markaði. Kaupin muni koma niður á tekjum fyrirtækisins til skemmri tíma en búast megi við auknum vexti frá 2026 eða 2027.
Kaup og sala fyrirtækja Nýsköpun Ísafjarðarbær Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira