Viðskipti innlent

Allir stóru bankarnir búnir að hækka lána­vextina

Atli Ísleifsson skrifar
Vaxtahækkun Íslandsbanka tók gildi síðastliðinn föstudag.
Vaxtahækkun Íslandsbanka tók gildi síðastliðinn föstudag. Vísir/Vilhelm

Íslandsbanki hækkaði vexti sína síðastliðinn föstudag og hafa þá allir stóru viðskiptabankarnir hækkað vexti sína eftir stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans í síðasta mánuði.

Seðlabankinn tilkynnti um stýrivaxtahækkun sína þann 24. maí síðastliðinn þar sem ákveðið var að hækka stýrivextina um 1,25 prósentustig, úr 7,5 prósent í 8,75.

Á vef Íslandsbanka er bent á að í skilmálum óverðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum sem veitt hafi verið á tilgreindu tímabili á árunum 2012 til 2021, séu ákvæði sem heimili viðskiptavinum að sækja um vaxtagreiðsluþak.

Vaxtabreytingarnar eru eftirfarandi:

  • Vextir á óverðtryggðum innlánsreikningum hækka um 1,25 prósentustig.
  • Vextir á almennum veltureikningum hækka um 0,50 prósentustig.
  • Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækka um 1,25 prósentustig.
  • Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 1,25 prósentustig.
  • Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga hækka um 1,25 prósentustig.
  • Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 1,25 prósentustig.

Breytingar á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við skilmála þeirra og tilkynningar þar að lútandi,“ segir á vef Íslandsbanka.


Tengdar fréttir

Arion banki hækkar vextina

Arion banki hækkar vexti sína á inn- og útlánum í dag í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×