Viðskipti innlent

Leigubílar Hopp komnir á göturnar

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Eyþór Máni, framkvæmdastjóri Hopp, og Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp leigubílar.
Eyþór Máni, framkvæmdastjóri Hopp, og Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp leigubílar. Aðsend

Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur hafið leigubílarekstur. 

Í Hopp-appi er kominn valmöguleiki fyrir það að panta leigubíl. „Við erum komin í loftið,“ tilkynnir Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp á Instagram.

Af Instagram síðu Eyþórs.skjáskot

Kostar ferðin frá Suðurlandsbraut að Hofsvallagötu í Vesturbæ, klukkan 23:03, 3.599 krónur. 2.345 krónur kostar ferðin ef bíl er deilt með öðrum.

Til Selfoss kostar ferðin á sama tíma tæpar 23 þúsund krónur, en 13.474 krónur ef bíl er deilt með öðrum. Nokkur munur virðist á kostnaði eftir því hvenær dags bíll er pantaður.

Ferð frá Suðurlandsbraut í Vesturbæ Hopp-appinu. skjáskot
Úr Hopp-appinu.skjáskot

Tilkynnt var um leigubifreiðaakstur Hopp þann 1. apríl síðastliðinn, sama dag og ný lög um leigubílarekstur tóku gildi. Lagabreytingin og áform hopp fóru vægast sagt öfugt ofan í leigubílstjóra og segir formaður þeirra að breytingin muni auðvelda skipulagðri glæpastarfsemi að ná fótfestu á markaðnum.

Frétt Stöðvar 2 um innreið Hopp á markaðinn:


Tengdar fréttir

Hopp fer í leigubílarekstur

Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×