Viðskipti innlent

Arion banki hækkar vextina

Atli Ísleifsson skrifar
Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm

Arion banki hækkar vexti sína á inn- og útlánum í dag í kjölfar nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í þarsíðustu viku um hækkun stýrivaxta um 1,25 prósentustig. Meginvextir bankans fóru þar úr 7,5 prósentum í 8,75.

Fram kemur á vef Arion banka að breytilegir vextir þegar veittra lána til einstaklinga hækki þrjátíu dögum eftir tilkynningu nema yfirdráttarlán sem taki gildi 11. júní. Vextir innlána taki breytingum samdægurs og öll ný útlán beri nýju vextina.

„Breytingarnar eru eftirfarandi:

Óverðtryggð íbúðalán

  • Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækka um 1,05 prósentustig og verða 10,39%
  • Óverðtryggðir fastir 3 ára íbúðalánavextir hækka um 0,10 prósentustig og verða 9,30%

Verðtryggðir vextir íbúðalána haldast óbreyttir.

Kjörvextir

  • Almennir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 1,25 prósentustig.

Yfirdráttur og greiðsludreifing kreditkorta

  • Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga hækka um 1,25 prósentustig

Bílalán

  • Kjörvextir bílalána hækka um 1,25 prósentustig.

Innlán

  • Breytilegir óverðtryggðir vextir veltureikninga hækka um allt að 0,60 prósentustig og sparnaðarreikninga um allt að 1,25 prósentustig.
  • Vextir verðtryggða sparnaðarreikningsins Framtíðarreikningur 0-18 ára hækka um 0,25 prósentustig og verða 1,25%.

Vaxtabreytingar útlána taka mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, m.a. útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans fylgir að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans en einnig hafa aðrar fjármögnunarleiðir umtalsverð áhrif, svo sem innlán viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlend skuldabréfaútgáfa og eiginfjárgerningar.

Breytingar á vöxtum lána sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka gildi í samræmi við skilmála lánanna og tilkynningar um vaxtabreytingar,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×