Viðskipti innlent

Auður hækkar vexti

Atli Ísleifsson skrifar
Seðlabankinn hækkaði stýrivexta sína fyrr í vikunni.
Seðlabankinn hækkaði stýrivexta sína fyrr í vikunni. Vísir/Vilhelm

Vextir hjá fjármálaþjónustan Auði munu hækka um allt að 0,80 prósent frá og með deginum í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Auði til viðskiptavina. Vaxtahækkunin kemur í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans á miðvikudaginn þar sem meginvegir bankans hækkuðu um 1,25 prósentustig, úr 7,5 prósentum í 8,75.

„Frá og með 26. maí 2023 hækka vextir Auðar á óverðtryggðum reikningum um allt að 0,80%.

Vextir á óbundnum sparnaðarreikningi verða 7,80%. Vextir á nýjum bundnum reikningum til 3, 6 og 12 mánaða verða 8,40%, 8,55% og 8,75% á ársgrundvelli,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×