Þetta kemur fram í tilkynningu frá Auði til viðskiptavina. Vaxtahækkunin kemur í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans á miðvikudaginn þar sem meginvegir bankans hækkuðu um 1,25 prósentustig, úr 7,5 prósentum í 8,75.
„Frá og með 26. maí 2023 hækka vextir Auðar á óverðtryggðum reikningum um allt að 0,80%.
Vextir á óbundnum sparnaðarreikningi verða 7,80%. Vextir á nýjum bundnum reikningum til 3, 6 og 12 mánaða verða 8,40%, 8,55% og 8,75% á ársgrundvelli,“ segir í tilkynningunni.