Innherji

Forysta SA þarf að „standa í lappirnar“ gegn ó­­raun­hæfum launa­­kröfum

Hörður Ægisson skrifar
Ásger Jónsson seðlabankastjóri segir það vera ófært fyrir verkalýðsfélögin að ætla að bregðast við í framhaldinu með því að kalla bara eftir enn meiri launahækkunum. „Það mun einungis hafa í för með sér enn hærri vexti og þá um leið aukna greiðslubyrði af lánum fólks.“
Ásger Jónsson seðlabankastjóri segir það vera ófært fyrir verkalýðsfélögin að ætla að bregðast við í framhaldinu með því að kalla bara eftir enn meiri launahækkunum. „Það mun einungis hafa í för með sér enn hærri vexti og þá um leið aukna greiðslubyrði af lánum fólks.“ Vísir/Vilhelm

Seðlabankastjóri gagnrýnir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins og segir þá þurfa að „standa meira í lappirnar“ þegar kemur að óraunhæfum kröfum verkalýðsfélaganna um miklar nafnlaunahækkanir en síðustu vaxtahækkanir bankans sýni að það kosti atvinnurekendur að gera dýra kjarasamninga. Kjölfesta verðbólguvæntinga hefur laskast og seðlabankastjóri viðurkennir að bankinn hafi mögulega gert mistök síðasta haust með því að tala ekki skýrar að hann myndi halda áfram sínu striki óháð því hvað aðrir armar hagstjórnarinnar myndu gera.


Tengdar fréttir

Stærsta vaxtastökkið frá hruni með 125 punkta hækkun Seðlabankans

Peningastefnunefnd kom markaðsaðilum og greinendum á óvart með því að hækka vexti Seðlabankans úr 7,5 prósentum í 8,75 prósentum, sem var umfram væntingar, til að ná böndum á undirliggjandi verðbólgu sem heldur áfram að hækka samtímis því að horfur eru á enn meiri vexti í innlendri eftirspurn í ár. Þrátt fyrir að vaxtahækkunin nú upp á 125 punkta sé sú mesta í einu vetfangi frá því við fall bankanna haustið 2008 þá boðar nefndin enn frekari hækkun vaxta á næstunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×