Innlent

Þor­leifur með nýtt Ís­lands­met í bak­garðs­hlaupi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þorleifur hætti á 51. hring.
Þorleifur hætti á 51. hring. Instagram

Þorleifur Þorleifsson hefur sett nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi; 50 hringi eða 335 kílómetra. Gamla metið átti Mari Järsk; 43 hringi. Bæði voru skráð til þátttöku í Bakgarðshlaupi meistarana í Rettert í Þýskalandi.

Mari lauk keppni eftir 34 hringi, eftir að hún varð veik og átti erfitt að koma niður mat. Samkvæmt heimasíðu keppninnar virðist Þorleifur hins vegar enn að en hann er í hópi ellefu hlaupara sem hafa farið 48 hringi.

„Farinn af stað í hring 42, líður vel, borðar banana í hverjum hring (tók tvo með sér út líka) var svangur,“ segir Steinunn Þorleifsdóttir í færslu á Facebook-síðu Þorleifs snemma í morgun. „Drekkur vel og er allur í lagi, hefur ekki sofnað neitt en segist ekki þurfa þess.“

Vísir fylgist með Þorleifi í vaktinni hér fyrir neðan. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðunni.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×