Boston tryggði sér oddaleik en Durant og félagar í sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2023 07:31 Jayson Tatum hitti ekkert fram eftir leik en sjóðhitnaði á lokasprettinum og það skipti öllu máli fyrir Boston Celtics. AP/Matt Slocum Boston Celtics og Philadelphia 76ers mætast í oddaleik og hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA en Denver Nuggets er komið í úrslitin í Vesturdeildinni. Boston jafnaði metin á móti 76ers með því að vinna 95-86 sigur í Philadelphia en gestirnir frá Boston unnu fjórða leikhlutann 24-13. Jayson Tatum hjá Boston leit út fyrir að vera eiga einn sinn versta leik á tímabilinu og það á úrslitastund. Hann átti hins vegar eftir að vera hetja liðsins í lokin. Jayson Tatum went OFF in Q4 of Game 6 16 PTS4/5 3PMCeltics force Game 7 on Sunday #NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/bvHuRTOZdh— NBA (@NBA) May 12, 2023 Tatum setti niður fjóra þrista á lokakaflanum og var með fjórtán af nítján stigum á síðustu sjö mínútum leiksins. Tatum hafði klikkað á fjórtán af fimmtán fyrstu skotum sínum í leiknum. Boston Celtics fór erfiðu leiðina í fyrstu umferðinni eftir að hafa lent 3-2 undir á móti Milwaukee Bucks og eru nú aftur komnir í oddaleik á heimavelli sínum eftir að hafa verið 3-2 undir. Marcus Smart var stigahæstur með 22 stig auk þess að taka 7 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Jaylen Brown var með 17 stig. Joel Embiid skoraði 26 stig og tók 10 fráköst, Tyrese Maxey var með 26 stig en James Harden skoraði bara 13 stig og klikkaði meðal annars á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Nikola Jokic 30-point Playoff triple-double 32 points10 rebounds12 assistsNuggets advance to the Western Conference Finals #NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/sYjSopsNHG— NBA (@NBA) May 12, 2023 Denver Nuggets sendi Phoenix Suns í sumarfrí með sannfærandi 25 stiga sigri í Phoenix, 125-100. Denver vann þar með einvígi 4-2 og mætir annað hvort Los Angeles Lakers eða Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar. Nikola Jokic bauð upp á þrennu en hann var með 32 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst. Jamal Murray skoraði 26 stig og Kentavious Caldwell-Pope var með 21 stig. Þetta var þriðja þrenna Jokic í síðustu fjórum leikjum en hann hitti úr 13 af 18 skotum sínum í leiknum. Það var baulað á leikmenn Suns í hálfleik enda þá komnir þrjátíu stigum undir, 81-51, og leikurinn nánast búinn. Liðið var án Chris Paul, sem meiddist í öðrum leik einvígisins og miðherjinn Deandre Ayton gat heldur ekki spilað í nótt. Cameron Payne var stigahæstur hjá Phoenix með 31 stig, Kevin Durant skoraði 23 stig en Devin Booker var bara með 12 stig eftir að hafa farið á kostum alla úrslitakeppnina. The @nuggets advance to the Western Conference Finals #NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/k3u1MWVC7O— NBA (@NBA) May 12, 2023 FINAL SCORE THREAD Jayson Tatum dropped 16 PTS in the fourth quarter to help the @celtics win Game 6 and force Game 7 in Boston!Marcus Smart: 22 PTS, 7 REB, 7 AST#NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/4viC5xfoPL— NBA (@NBA) May 12, 2023 NBA Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Boston jafnaði metin á móti 76ers með því að vinna 95-86 sigur í Philadelphia en gestirnir frá Boston unnu fjórða leikhlutann 24-13. Jayson Tatum hjá Boston leit út fyrir að vera eiga einn sinn versta leik á tímabilinu og það á úrslitastund. Hann átti hins vegar eftir að vera hetja liðsins í lokin. Jayson Tatum went OFF in Q4 of Game 6 16 PTS4/5 3PMCeltics force Game 7 on Sunday #NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/bvHuRTOZdh— NBA (@NBA) May 12, 2023 Tatum setti niður fjóra þrista á lokakaflanum og var með fjórtán af nítján stigum á síðustu sjö mínútum leiksins. Tatum hafði klikkað á fjórtán af fimmtán fyrstu skotum sínum í leiknum. Boston Celtics fór erfiðu leiðina í fyrstu umferðinni eftir að hafa lent 3-2 undir á móti Milwaukee Bucks og eru nú aftur komnir í oddaleik á heimavelli sínum eftir að hafa verið 3-2 undir. Marcus Smart var stigahæstur með 22 stig auk þess að taka 7 fráköst og gefa 7 stoðsendingar. Jaylen Brown var með 17 stig. Joel Embiid skoraði 26 stig og tók 10 fráköst, Tyrese Maxey var með 26 stig en James Harden skoraði bara 13 stig og klikkaði meðal annars á öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Nikola Jokic 30-point Playoff triple-double 32 points10 rebounds12 assistsNuggets advance to the Western Conference Finals #NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/sYjSopsNHG— NBA (@NBA) May 12, 2023 Denver Nuggets sendi Phoenix Suns í sumarfrí með sannfærandi 25 stiga sigri í Phoenix, 125-100. Denver vann þar með einvígi 4-2 og mætir annað hvort Los Angeles Lakers eða Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar. Nikola Jokic bauð upp á þrennu en hann var með 32 stig, 12 stoðsendingar og 10 fráköst. Jamal Murray skoraði 26 stig og Kentavious Caldwell-Pope var með 21 stig. Þetta var þriðja þrenna Jokic í síðustu fjórum leikjum en hann hitti úr 13 af 18 skotum sínum í leiknum. Það var baulað á leikmenn Suns í hálfleik enda þá komnir þrjátíu stigum undir, 81-51, og leikurinn nánast búinn. Liðið var án Chris Paul, sem meiddist í öðrum leik einvígisins og miðherjinn Deandre Ayton gat heldur ekki spilað í nótt. Cameron Payne var stigahæstur hjá Phoenix með 31 stig, Kevin Durant skoraði 23 stig en Devin Booker var bara með 12 stig eftir að hafa farið á kostum alla úrslitakeppnina. The @nuggets advance to the Western Conference Finals #NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/k3u1MWVC7O— NBA (@NBA) May 12, 2023 FINAL SCORE THREAD Jayson Tatum dropped 16 PTS in the fourth quarter to help the @celtics win Game 6 and force Game 7 in Boston!Marcus Smart: 22 PTS, 7 REB, 7 AST#NBAPlayoffs presented by @GooglePixel_US pic.twitter.com/4viC5xfoPL— NBA (@NBA) May 12, 2023
NBA Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira