Ítalir uggandi vegna hærra verðs á pasta Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2023 15:12 Pasta hefur hækkað mikið í verði á Ítalíu og mun meira en almenn verðlag. EPA/Karlheinz Schindler Ríkisstjórn Ítalíu boðaði í vikunni til neyðarfundar vegna hás pastaverðs. Verð pasta, sem er gífurlega vinsælt á diskum Ítala, var í mars 17,5 prósentum hærra en það var ári áður, þrátt fyrir að verðlag hefði einungis hækkað um 8,1 prósent á sama tímabili og verð hveitis hefði lækkað. Í frétt Washington Post segir að á umræddum fundi hafi verið ákveðið að stofna sérstakt ráð sem kanna eigi þessa verðhækkun og komast til botns í því hvað veldur. Neytendasamtök hafa sakað framleiðendur um okur og lagt fram formlega kvörtun vegna verðhækkunarinnar. Framleiðendur segja verðhækkunina margþætta og tímabundna. Hún væri til komin vegna hækkana á orkuverði, verðbólgu og vandræða með birgðakeðjur. Adolfo Urso, viðskiptaráðherra Ítalíu, sagði í yfirlýsingu sem ítalska fréttaveitan ANSA vitnar í, að gripið yrði til allra mögulegra ráðstafana til að koma í veg fyrir mögulegt okur. Það ætti sérstaklega við neysluvörur eins og hveiti. Hann sagði gagnsæi mikilvægt í neytendamálum sem þessum. Pasta er ekki dýrt á Ítalíu en það er Ítölum gífurlega mikilvægt og matvælin eru með sterka tengingu við þjóðina. Samkvæmt einni áætlun borða rúmlega sextíu prósent Ítala pasta á hverjum degi, samkvæmt frétt Washington Post. Ítalía Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í frétt Washington Post segir að á umræddum fundi hafi verið ákveðið að stofna sérstakt ráð sem kanna eigi þessa verðhækkun og komast til botns í því hvað veldur. Neytendasamtök hafa sakað framleiðendur um okur og lagt fram formlega kvörtun vegna verðhækkunarinnar. Framleiðendur segja verðhækkunina margþætta og tímabundna. Hún væri til komin vegna hækkana á orkuverði, verðbólgu og vandræða með birgðakeðjur. Adolfo Urso, viðskiptaráðherra Ítalíu, sagði í yfirlýsingu sem ítalska fréttaveitan ANSA vitnar í, að gripið yrði til allra mögulegra ráðstafana til að koma í veg fyrir mögulegt okur. Það ætti sérstaklega við neysluvörur eins og hveiti. Hann sagði gagnsæi mikilvægt í neytendamálum sem þessum. Pasta er ekki dýrt á Ítalíu en það er Ítölum gífurlega mikilvægt og matvælin eru með sterka tengingu við þjóðina. Samkvæmt einni áætlun borða rúmlega sextíu prósent Ítala pasta á hverjum degi, samkvæmt frétt Washington Post.
Ítalía Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira