Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bankans. Þar segir að jafnframt hækki vextir gjaldeyrisreikninga og taki breytingarnar gildi samdægurs.
„Vaxtabreytingar útlána taka mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, m.a. útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans fylgir að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans en einnig hafa aðrar fjármögnunarleiðir umtalsverð áhrif, svo sem innlán viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlend skuldabréfaútgáfa og eiginfjárgerningar,“ segir á vef bankans.