Fjármálaeftirlitið bitlaust og skortir sjálfstæði Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. júní 2017 22:04 Starfsfólk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur áhyggjur af því að Fjármálaeftirlitið á Íslandi sé bitlaust og skorti sjálfstæði. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefur í mörg ár þrýst á að rammalöggjöf um fjármálaeftirlit verði endurskoðuð en ekki hefur verið brugðist við því. Í nýrri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland segir að það þurfi að vera í algjörum forgangi að efla fjármálaeftirlit á Íslandi. „Top priority“ er orðalagið sem starfsmenn sjóðsins nota. Þá er rakið að Ísland hafi fengið lélega einkunn í mati AGS á því hvernig gengi að fylgja meginreglum Basel-nefndarinnar um skilvirkt fjármálaeftirlit en þar var komist að þeirri niðurstöðu að FME á Íslandi væri bitlaust og skorti sjálfstæði. „Það er svolítill ágreiningur á milli okkar og AGS hvað þetta varðar. Þegar þau segja að okkur skorti sjálfstæði, það teljum við vera byggt á misskilningi. Þegar þau tala um að okkur skorti bit þá er það tvennt: Annars vegar að nú er búið að innleiða nýju Evrópusambandsbankatilskipunina sem að hefur veitt okkur gífurlega auknar valdheimildir sem ekki voru 2014.“Urður Gunnarsdóttir, forstjóri FME.Vísir/Vilhelm„Í öðru lagi telja þau að, sem er ekki alveg í samræmi við okkar réttarhefð, að FME eigi að hafa opna heimild til að setja bindnandi reglur,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur til endurskoðunar á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi en það er löggjöfin sem FME starfar eftir. Unnur hefur í nokkur ár kallað eftir endurskoðun þessarar löggjafar. „Ég hef talið um nokkurt skeið að það væri mjög tímabært að fara yfir rammalöggjöfina og endurskoða hana. Það hefur ekki verið sett í forgang ennþá,“ segir Unnur. Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í fréttum okkar í gær að löggjöfin yrði endurskoðuð í ljósi athugasemda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Starfsfólk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur áhyggjur af því að Fjármálaeftirlitið á Íslandi sé bitlaust og skorti sjálfstæði. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefur í mörg ár þrýst á að rammalöggjöf um fjármálaeftirlit verði endurskoðuð en ekki hefur verið brugðist við því. Í nýrri úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland segir að það þurfi að vera í algjörum forgangi að efla fjármálaeftirlit á Íslandi. „Top priority“ er orðalagið sem starfsmenn sjóðsins nota. Þá er rakið að Ísland hafi fengið lélega einkunn í mati AGS á því hvernig gengi að fylgja meginreglum Basel-nefndarinnar um skilvirkt fjármálaeftirlit en þar var komist að þeirri niðurstöðu að FME á Íslandi væri bitlaust og skorti sjálfstæði. „Það er svolítill ágreiningur á milli okkar og AGS hvað þetta varðar. Þegar þau segja að okkur skorti sjálfstæði, það teljum við vera byggt á misskilningi. Þegar þau tala um að okkur skorti bit þá er það tvennt: Annars vegar að nú er búið að innleiða nýju Evrópusambandsbankatilskipunina sem að hefur veitt okkur gífurlega auknar valdheimildir sem ekki voru 2014.“Urður Gunnarsdóttir, forstjóri FME.Vísir/Vilhelm„Í öðru lagi telja þau að, sem er ekki alveg í samræmi við okkar réttarhefð, að FME eigi að hafa opna heimild til að setja bindnandi reglur,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvetur til endurskoðunar á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi en það er löggjöfin sem FME starfar eftir. Unnur hefur í nokkur ár kallað eftir endurskoðun þessarar löggjafar. „Ég hef talið um nokkurt skeið að það væri mjög tímabært að fara yfir rammalöggjöfina og endurskoða hana. Það hefur ekki verið sett í forgang ennþá,“ segir Unnur. Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra sagði í fréttum okkar í gær að löggjöfin yrði endurskoðuð í ljósi athugasemda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira