Bæta þurfi upprunamerkingu á matvöru Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. apríl 2023 21:03 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráherra, sem flutti m.a. ávarp á fundinum á Hótel Selfossi í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsætisráðherra segir ekki boðlegt að upprunamerkingar á matvörum eins og kjöti séu ekki réttar í íslenskum verslunum. Hún segir að það þurfi samstillt átak til að taka á málinu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er nú á fundarferð um landið undir yfirskriftinni “Sjálfbært Ísland” þar sem hún ræðir um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara. Um sjö fundi er að ræða. Einn af fundinum var á Hótel Selfossi síðdegis í gær. Tveir til þrír frummælendur eru með Katrínu á hverjum fundi og síðan eru umræður á eftir á nokkrum borðum. Mikil matvælaframleiðsla fer fram á Suðurlandi í kringum landbúnaðinn og því er eðlilegt að spyrja Katrínu um lélegar upprunamerkingar á vörum á sama tíma og rætt er um sjálfbærni Íslands. „Ég verð nú að segja það að það er ótrúlega mikilvægt að upprunamerkingar séu í lagi og ekki síður að við getum fræðst um það hvernig matvælin eru framleidd, hvert kolefnisspor þeirra er til dæmis,“ segir Katrín. En hvað finnst henni um að það sé verið að merkja erlent kjöt með íslenskum fána? „Já og svo stendur kannski með smásæju letri að það sé frá Íslandi, það er auðvitað ekki boðlegt, það er bara ekki boðlegt.“ Hvernig getum við breytt þessu? „Þarna þarf samstillt átak því það eiga að vera nokkuð skýrar reglur um það að það á að upprunamerkja matvæli rétt og yfirleitt eins og ég segi stendur þetta þá með smáa letrinu hvaðan kjötið kemur en auðvitað þurfum við að taka öll höndum, saman stjórnvöld, framleiðendur, innflytjendur og verslun,“ segir Katrín. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem var fundarstjóri á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um matvæli. Katrín segir að kleinur, vonandi íslenskar, séu nánast í boði á öllum sjálfbærni fundunum vítt og breytt um landið. „Þær eru mjög góðar hér á Selfossi, ég get alveg vottað það. Ég elska kleinur en ég á náttúrulega eftir fjóra fundi, þannig að nú kemur í ljós hvar bestu kleinur landsins eru, það kemur í lok fundanna og þá mun ég opinbera það,“ segir Katrín hlæjandi. sem var fundarstjóri á fundinum. Katrín að fá sér kleinu á fundinum á Selfossi. Hún ætlar að opinbera eftir fundina sjö hvar bestur kleinurnar á landinu er. Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er nú á fundarferð um landið undir yfirskriftinni “Sjálfbært Ísland” þar sem hún ræðir um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara. Um sjö fundi er að ræða. Einn af fundinum var á Hótel Selfossi síðdegis í gær. Tveir til þrír frummælendur eru með Katrínu á hverjum fundi og síðan eru umræður á eftir á nokkrum borðum. Mikil matvælaframleiðsla fer fram á Suðurlandi í kringum landbúnaðinn og því er eðlilegt að spyrja Katrínu um lélegar upprunamerkingar á vörum á sama tíma og rætt er um sjálfbærni Íslands. „Ég verð nú að segja það að það er ótrúlega mikilvægt að upprunamerkingar séu í lagi og ekki síður að við getum fræðst um það hvernig matvælin eru framleidd, hvert kolefnisspor þeirra er til dæmis,“ segir Katrín. En hvað finnst henni um að það sé verið að merkja erlent kjöt með íslenskum fána? „Já og svo stendur kannski með smásæju letri að það sé frá Íslandi, það er auðvitað ekki boðlegt, það er bara ekki boðlegt.“ Hvernig getum við breytt þessu? „Þarna þarf samstillt átak því það eiga að vera nokkuð skýrar reglur um það að það á að upprunamerkja matvæli rétt og yfirleitt eins og ég segi stendur þetta þá með smáa letrinu hvaðan kjötið kemur en auðvitað þurfum við að taka öll höndum, saman stjórnvöld, framleiðendur, innflytjendur og verslun,“ segir Katrín. Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, sem var fundarstjóri á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um matvæli. Katrín segir að kleinur, vonandi íslenskar, séu nánast í boði á öllum sjálfbærni fundunum vítt og breytt um landið. „Þær eru mjög góðar hér á Selfossi, ég get alveg vottað það. Ég elska kleinur en ég á náttúrulega eftir fjóra fundi, þannig að nú kemur í ljós hvar bestu kleinur landsins eru, það kemur í lok fundanna og þá mun ég opinbera það,“ segir Katrín hlæjandi. sem var fundarstjóri á fundinum. Katrín að fá sér kleinu á fundinum á Selfossi. Hún ætlar að opinbera eftir fundina sjö hvar bestur kleinurnar á landinu er. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“