Stoltur Pavel um stóru breytinguna | „Ég hef enga tilfinningu fyrir leiknum“ Aron Guðmundsson skrifar 23. apríl 2023 23:02 Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta, var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld er liðið bar sigurorðið gegn Njarðvík í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi í úrslitakeppni Subway deildar karla. Tindastóll er nú komið 2-0 yfir í einvíginu eftir fyrstu tvo leikina og getur, með sigri í þriðja leik liðanna á miðvikudaginn, sópað Njarðvíkingum út úr úrslitakeppninni. „Þeir (Njarðvík) spiluðu bara vel í kvöld myndi ég segja. Hvað okkur varðar þá held ég að þetta hafi bara verið framhald af síðasta leik,“ sagði Pavel eftir leik tvö í kvöld en Njarðvíkingar mættu mun sterkari til leiks í kvöld miðað við fyrsta leik liðanna. „Mér fannst við hvorki gera hlutina verr né öðruvísi, það var kannski bara mótherjinn sem var líkari sjálfum sér í dag heldur en hann á að vera. Njarðvíkingarnir eiga gott körfuboltalið sem spilaði betur í kvöld. Ég held að þessir góðu leikmenn þeirra hafi bara spilað eðlilega í kvöld. Ég veit ekki alveg hvað annað ég get sagt við strákana mína fyrir næsta leik en bara áfram, ég veit ekki alveg hvað ég get lagað.“ Upplifir ekki það sama sem þjálfari Svali Björgvinsson tók viðtalið við Pavel en hann vildi fá að vita hvort Pavel, sem á sínum leikmannaferli vann fjöldann allan af Íslandsmeistaratitlum, fyndi mun á því að vera þjálfari frekar en leikmaður í þessum aðstæðum. „Ég hef enga tilfinningu fyrir leiknum, það er aðal breytingin,” svaraði Pavel. ,,Þegar að maður er ekki inn á vellinum, þá hefur maður ekki tilfinningu. Ég upplifi ekki það sama og strákarnir. Við vorum yfir með 30 stigum í síðasta leik og nokkrar mínútur eftir en mér leið ekki eins og við værum með þá. Ef ég hefði verið inn á vellinum þá hefði ég fundið þessa tilfinningu, að við værum með þá. Það er aðal vandamálið með að vera þjálfari og ég reyni oft að hlera strákana með það hvernig þeim líður, ekki hvað þeim finnst við eiga vera að gera.“ En á annað borð viðurkenndi Pavel að hann sé að finna fyrir miklu stolti vegna spilamennsku sinna manna. „Ég ætla ekki að eigna mér neitt í þessum sigri en maður upplifir stolt og það er gaman að sjá strákana sína vera upplifa það sem ég hef áður upplifað. Ég veit hvaða tilfinningu þeir eru að upplifa og það gleður mig rosalega að vita hvernig þeim líður núna.“ Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Golf Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Tindastóll er nú komið 2-0 yfir í einvíginu eftir fyrstu tvo leikina og getur, með sigri í þriðja leik liðanna á miðvikudaginn, sópað Njarðvíkingum út úr úrslitakeppninni. „Þeir (Njarðvík) spiluðu bara vel í kvöld myndi ég segja. Hvað okkur varðar þá held ég að þetta hafi bara verið framhald af síðasta leik,“ sagði Pavel eftir leik tvö í kvöld en Njarðvíkingar mættu mun sterkari til leiks í kvöld miðað við fyrsta leik liðanna. „Mér fannst við hvorki gera hlutina verr né öðruvísi, það var kannski bara mótherjinn sem var líkari sjálfum sér í dag heldur en hann á að vera. Njarðvíkingarnir eiga gott körfuboltalið sem spilaði betur í kvöld. Ég held að þessir góðu leikmenn þeirra hafi bara spilað eðlilega í kvöld. Ég veit ekki alveg hvað annað ég get sagt við strákana mína fyrir næsta leik en bara áfram, ég veit ekki alveg hvað ég get lagað.“ Upplifir ekki það sama sem þjálfari Svali Björgvinsson tók viðtalið við Pavel en hann vildi fá að vita hvort Pavel, sem á sínum leikmannaferli vann fjöldann allan af Íslandsmeistaratitlum, fyndi mun á því að vera þjálfari frekar en leikmaður í þessum aðstæðum. „Ég hef enga tilfinningu fyrir leiknum, það er aðal breytingin,” svaraði Pavel. ,,Þegar að maður er ekki inn á vellinum, þá hefur maður ekki tilfinningu. Ég upplifi ekki það sama og strákarnir. Við vorum yfir með 30 stigum í síðasta leik og nokkrar mínútur eftir en mér leið ekki eins og við værum með þá. Ef ég hefði verið inn á vellinum þá hefði ég fundið þessa tilfinningu, að við værum með þá. Það er aðal vandamálið með að vera þjálfari og ég reyni oft að hlera strákana með það hvernig þeim líður, ekki hvað þeim finnst við eiga vera að gera.“ En á annað borð viðurkenndi Pavel að hann sé að finna fyrir miklu stolti vegna spilamennsku sinna manna. „Ég ætla ekki að eigna mér neitt í þessum sigri en maður upplifir stolt og það er gaman að sjá strákana sína vera upplifa það sem ég hef áður upplifað. Ég veit hvaða tilfinningu þeir eru að upplifa og það gleður mig rosalega að vita hvernig þeim líður núna.“
Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Golf Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira