Stoltur Pavel um stóru breytinguna | „Ég hef enga tilfinningu fyrir leiknum“ Aron Guðmundsson skrifar 23. apríl 2023 23:02 Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta, var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld er liðið bar sigurorðið gegn Njarðvík í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi í úrslitakeppni Subway deildar karla. Tindastóll er nú komið 2-0 yfir í einvíginu eftir fyrstu tvo leikina og getur, með sigri í þriðja leik liðanna á miðvikudaginn, sópað Njarðvíkingum út úr úrslitakeppninni. „Þeir (Njarðvík) spiluðu bara vel í kvöld myndi ég segja. Hvað okkur varðar þá held ég að þetta hafi bara verið framhald af síðasta leik,“ sagði Pavel eftir leik tvö í kvöld en Njarðvíkingar mættu mun sterkari til leiks í kvöld miðað við fyrsta leik liðanna. „Mér fannst við hvorki gera hlutina verr né öðruvísi, það var kannski bara mótherjinn sem var líkari sjálfum sér í dag heldur en hann á að vera. Njarðvíkingarnir eiga gott körfuboltalið sem spilaði betur í kvöld. Ég held að þessir góðu leikmenn þeirra hafi bara spilað eðlilega í kvöld. Ég veit ekki alveg hvað annað ég get sagt við strákana mína fyrir næsta leik en bara áfram, ég veit ekki alveg hvað ég get lagað.“ Upplifir ekki það sama sem þjálfari Svali Björgvinsson tók viðtalið við Pavel en hann vildi fá að vita hvort Pavel, sem á sínum leikmannaferli vann fjöldann allan af Íslandsmeistaratitlum, fyndi mun á því að vera þjálfari frekar en leikmaður í þessum aðstæðum. „Ég hef enga tilfinningu fyrir leiknum, það er aðal breytingin,” svaraði Pavel. ,,Þegar að maður er ekki inn á vellinum, þá hefur maður ekki tilfinningu. Ég upplifi ekki það sama og strákarnir. Við vorum yfir með 30 stigum í síðasta leik og nokkrar mínútur eftir en mér leið ekki eins og við værum með þá. Ef ég hefði verið inn á vellinum þá hefði ég fundið þessa tilfinningu, að við værum með þá. Það er aðal vandamálið með að vera þjálfari og ég reyni oft að hlera strákana með það hvernig þeim líður, ekki hvað þeim finnst við eiga vera að gera.“ En á annað borð viðurkenndi Pavel að hann sé að finna fyrir miklu stolti vegna spilamennsku sinna manna. „Ég ætla ekki að eigna mér neitt í þessum sigri en maður upplifir stolt og það er gaman að sjá strákana sína vera upplifa það sem ég hef áður upplifað. Ég veit hvaða tilfinningu þeir eru að upplifa og það gleður mig rosalega að vita hvernig þeim líður núna.“ Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Tindastóll er nú komið 2-0 yfir í einvíginu eftir fyrstu tvo leikina og getur, með sigri í þriðja leik liðanna á miðvikudaginn, sópað Njarðvíkingum út úr úrslitakeppninni. „Þeir (Njarðvík) spiluðu bara vel í kvöld myndi ég segja. Hvað okkur varðar þá held ég að þetta hafi bara verið framhald af síðasta leik,“ sagði Pavel eftir leik tvö í kvöld en Njarðvíkingar mættu mun sterkari til leiks í kvöld miðað við fyrsta leik liðanna. „Mér fannst við hvorki gera hlutina verr né öðruvísi, það var kannski bara mótherjinn sem var líkari sjálfum sér í dag heldur en hann á að vera. Njarðvíkingarnir eiga gott körfuboltalið sem spilaði betur í kvöld. Ég held að þessir góðu leikmenn þeirra hafi bara spilað eðlilega í kvöld. Ég veit ekki alveg hvað annað ég get sagt við strákana mína fyrir næsta leik en bara áfram, ég veit ekki alveg hvað ég get lagað.“ Upplifir ekki það sama sem þjálfari Svali Björgvinsson tók viðtalið við Pavel en hann vildi fá að vita hvort Pavel, sem á sínum leikmannaferli vann fjöldann allan af Íslandsmeistaratitlum, fyndi mun á því að vera þjálfari frekar en leikmaður í þessum aðstæðum. „Ég hef enga tilfinningu fyrir leiknum, það er aðal breytingin,” svaraði Pavel. ,,Þegar að maður er ekki inn á vellinum, þá hefur maður ekki tilfinningu. Ég upplifi ekki það sama og strákarnir. Við vorum yfir með 30 stigum í síðasta leik og nokkrar mínútur eftir en mér leið ekki eins og við værum með þá. Ef ég hefði verið inn á vellinum þá hefði ég fundið þessa tilfinningu, að við værum með þá. Það er aðal vandamálið með að vera þjálfari og ég reyni oft að hlera strákana með það hvernig þeim líður, ekki hvað þeim finnst við eiga vera að gera.“ En á annað borð viðurkenndi Pavel að hann sé að finna fyrir miklu stolti vegna spilamennsku sinna manna. „Ég ætla ekki að eigna mér neitt í þessum sigri en maður upplifir stolt og það er gaman að sjá strákana sína vera upplifa það sem ég hef áður upplifað. Ég veit hvaða tilfinningu þeir eru að upplifa og það gleður mig rosalega að vita hvernig þeim líður núna.“
Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira