Stoltur Pavel um stóru breytinguna | „Ég hef enga tilfinningu fyrir leiknum“ Aron Guðmundsson skrifar 23. apríl 2023 23:02 Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta, var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld er liðið bar sigurorðið gegn Njarðvík í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi í úrslitakeppni Subway deildar karla. Tindastóll er nú komið 2-0 yfir í einvíginu eftir fyrstu tvo leikina og getur, með sigri í þriðja leik liðanna á miðvikudaginn, sópað Njarðvíkingum út úr úrslitakeppninni. „Þeir (Njarðvík) spiluðu bara vel í kvöld myndi ég segja. Hvað okkur varðar þá held ég að þetta hafi bara verið framhald af síðasta leik,“ sagði Pavel eftir leik tvö í kvöld en Njarðvíkingar mættu mun sterkari til leiks í kvöld miðað við fyrsta leik liðanna. „Mér fannst við hvorki gera hlutina verr né öðruvísi, það var kannski bara mótherjinn sem var líkari sjálfum sér í dag heldur en hann á að vera. Njarðvíkingarnir eiga gott körfuboltalið sem spilaði betur í kvöld. Ég held að þessir góðu leikmenn þeirra hafi bara spilað eðlilega í kvöld. Ég veit ekki alveg hvað annað ég get sagt við strákana mína fyrir næsta leik en bara áfram, ég veit ekki alveg hvað ég get lagað.“ Upplifir ekki það sama sem þjálfari Svali Björgvinsson tók viðtalið við Pavel en hann vildi fá að vita hvort Pavel, sem á sínum leikmannaferli vann fjöldann allan af Íslandsmeistaratitlum, fyndi mun á því að vera þjálfari frekar en leikmaður í þessum aðstæðum. „Ég hef enga tilfinningu fyrir leiknum, það er aðal breytingin,” svaraði Pavel. ,,Þegar að maður er ekki inn á vellinum, þá hefur maður ekki tilfinningu. Ég upplifi ekki það sama og strákarnir. Við vorum yfir með 30 stigum í síðasta leik og nokkrar mínútur eftir en mér leið ekki eins og við værum með þá. Ef ég hefði verið inn á vellinum þá hefði ég fundið þessa tilfinningu, að við værum með þá. Það er aðal vandamálið með að vera þjálfari og ég reyni oft að hlera strákana með það hvernig þeim líður, ekki hvað þeim finnst við eiga vera að gera.“ En á annað borð viðurkenndi Pavel að hann sé að finna fyrir miklu stolti vegna spilamennsku sinna manna. „Ég ætla ekki að eigna mér neitt í þessum sigri en maður upplifir stolt og það er gaman að sjá strákana sína vera upplifa það sem ég hef áður upplifað. Ég veit hvaða tilfinningu þeir eru að upplifa og það gleður mig rosalega að vita hvernig þeim líður núna.“ Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Tindastóll er nú komið 2-0 yfir í einvíginu eftir fyrstu tvo leikina og getur, með sigri í þriðja leik liðanna á miðvikudaginn, sópað Njarðvíkingum út úr úrslitakeppninni. „Þeir (Njarðvík) spiluðu bara vel í kvöld myndi ég segja. Hvað okkur varðar þá held ég að þetta hafi bara verið framhald af síðasta leik,“ sagði Pavel eftir leik tvö í kvöld en Njarðvíkingar mættu mun sterkari til leiks í kvöld miðað við fyrsta leik liðanna. „Mér fannst við hvorki gera hlutina verr né öðruvísi, það var kannski bara mótherjinn sem var líkari sjálfum sér í dag heldur en hann á að vera. Njarðvíkingarnir eiga gott körfuboltalið sem spilaði betur í kvöld. Ég held að þessir góðu leikmenn þeirra hafi bara spilað eðlilega í kvöld. Ég veit ekki alveg hvað annað ég get sagt við strákana mína fyrir næsta leik en bara áfram, ég veit ekki alveg hvað ég get lagað.“ Upplifir ekki það sama sem þjálfari Svali Björgvinsson tók viðtalið við Pavel en hann vildi fá að vita hvort Pavel, sem á sínum leikmannaferli vann fjöldann allan af Íslandsmeistaratitlum, fyndi mun á því að vera þjálfari frekar en leikmaður í þessum aðstæðum. „Ég hef enga tilfinningu fyrir leiknum, það er aðal breytingin,” svaraði Pavel. ,,Þegar að maður er ekki inn á vellinum, þá hefur maður ekki tilfinningu. Ég upplifi ekki það sama og strákarnir. Við vorum yfir með 30 stigum í síðasta leik og nokkrar mínútur eftir en mér leið ekki eins og við værum með þá. Ef ég hefði verið inn á vellinum þá hefði ég fundið þessa tilfinningu, að við værum með þá. Það er aðal vandamálið með að vera þjálfari og ég reyni oft að hlera strákana með það hvernig þeim líður, ekki hvað þeim finnst við eiga vera að gera.“ En á annað borð viðurkenndi Pavel að hann sé að finna fyrir miklu stolti vegna spilamennsku sinna manna. „Ég ætla ekki að eigna mér neitt í þessum sigri en maður upplifir stolt og það er gaman að sjá strákana sína vera upplifa það sem ég hef áður upplifað. Ég veit hvaða tilfinningu þeir eru að upplifa og það gleður mig rosalega að vita hvernig þeim líður núna.“
Subway-deild karla Tindastóll UMF Njarðvík Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira