Milljarðatjón ár hvert fyrir birgja og neytendur Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2023 15:36 Karen hefur rekið Kaja Organics síðastliðin tíu ár. Kona sem flytur inn og framleiðir lífrænar vörur hefur tapað þrjú hundruð þúsund krónum á því að rekstraraðili verslunarinnar Frú Lauga er farinn í gjaldþrot. Hún gagnrýnir framkvæmd og regluverk í kringum gjaldþrot verslana og segir neytendur tapa milljörðum á ári vegna þeirra. Karen Jónsdóttir á og rekur fyrirtækið Kaja Organic. Um er að ræða litla heildsölu sem flytur inn og framleiðir lífrænt vottaða matvöru. Matvara með merki hennar, Kaja, er meðal annars selt í versluninni Frú Lauga við Laugalæk í Reykjavík. Eigandi Frú Laugu, fyrirtækið Kvikun ehf., var nýlega tekið til gjaldþrotaskipta. Búið er að skipa skiptastjóra sem sér um búið. Þrátt fyrir það eru vörur í versluninni enn til sölu þó að ekki sé búið að borga fyrir þær. Karen segir það fyrirkomulag vera algjörlega út í hött. Karen selur lífrænar vörur undir merkinu Kaju. „Þannig í rauninni er verið að selja vörur frá mér sem er ekki búið að borga, til lífeyrissjóðanna, ríkisins og svona. Ef það væru til peningar fyrir öllum skuldunum þyrfti búið ekki að fara í þrot. Þetta eru gjörsamlega óþolandi vinnubrögð og regluverkið er handónýtt. Það eru alltaf birgjarnir sem eru látnir blæða. Af hverju þurfum við að gera það?“ segir Karen í samtali við fréttastofu. Sjálf er hún að tapa vörum að andvirði þrjú hundruð þúsund króna en þetta er í fjórða sinn á tíu árum sem hún lendir í því að eigandi verslunar sem hún selur vöru til verður gjaldþrota. Þetta er því alls ekki einsdæmi. Hún telur að þegar allt er tekið saman séu þetta gríðarlegar fjárhæðir sem birgjar og neytendur tapa þar sem á endanum fer þetta út í verðlagið. „Þetta er viðvarandi ástand á Íslandi og það þarf að taka fyrir þetta. Þetta hleypur ábyggilega á milljörðum á ári. Hvert einasta gjaldþrot er hrikalega dýrt,“ segir Karen. Hún segir að það væri eðlilegast ef að þegar skiptastjóri er kallaður til fengju birgjar að taka vörurnar sínar sem ekki er búið að borga fyrir og svo yrðu vörurnar sem búið er að borga fyrir seldar. Neytendur Verslun Gjaldþrot Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Karen Jónsdóttir á og rekur fyrirtækið Kaja Organic. Um er að ræða litla heildsölu sem flytur inn og framleiðir lífrænt vottaða matvöru. Matvara með merki hennar, Kaja, er meðal annars selt í versluninni Frú Lauga við Laugalæk í Reykjavík. Eigandi Frú Laugu, fyrirtækið Kvikun ehf., var nýlega tekið til gjaldþrotaskipta. Búið er að skipa skiptastjóra sem sér um búið. Þrátt fyrir það eru vörur í versluninni enn til sölu þó að ekki sé búið að borga fyrir þær. Karen segir það fyrirkomulag vera algjörlega út í hött. Karen selur lífrænar vörur undir merkinu Kaju. „Þannig í rauninni er verið að selja vörur frá mér sem er ekki búið að borga, til lífeyrissjóðanna, ríkisins og svona. Ef það væru til peningar fyrir öllum skuldunum þyrfti búið ekki að fara í þrot. Þetta eru gjörsamlega óþolandi vinnubrögð og regluverkið er handónýtt. Það eru alltaf birgjarnir sem eru látnir blæða. Af hverju þurfum við að gera það?“ segir Karen í samtali við fréttastofu. Sjálf er hún að tapa vörum að andvirði þrjú hundruð þúsund króna en þetta er í fjórða sinn á tíu árum sem hún lendir í því að eigandi verslunar sem hún selur vöru til verður gjaldþrota. Þetta er því alls ekki einsdæmi. Hún telur að þegar allt er tekið saman séu þetta gríðarlegar fjárhæðir sem birgjar og neytendur tapa þar sem á endanum fer þetta út í verðlagið. „Þetta er viðvarandi ástand á Íslandi og það þarf að taka fyrir þetta. Þetta hleypur ábyggilega á milljörðum á ári. Hvert einasta gjaldþrot er hrikalega dýrt,“ segir Karen. Hún segir að það væri eðlilegast ef að þegar skiptastjóri er kallaður til fengju birgjar að taka vörurnar sínar sem ekki er búið að borga fyrir og svo yrðu vörurnar sem búið er að borga fyrir seldar.
Neytendur Verslun Gjaldþrot Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira