Þrautin þyngri að verða sér úti um grautinn Máni Snær Þorláksson skrifar 14. apríl 2023 14:54 Grjónagrauturinn frá MS er illfáanlegur þessa dagana sökum rangra grjóna. Vísir/Egill/Sara Grjónagrautur frá Mjólkursamsölunni (MS) hefur verið illfáanlegur á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Rekja má þetta til þess að MS fékk ranga tegund af grjónum í síðustu sendingu frá birgjanum. Verið er að vinna í að fá réttu grjónin aftur. Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri hjá MS, staðfestir í samtali við fréttastofu að ákveðinn skortur hefur verið á grjónagrautnum frá fyrirtækinu. Björn útskýrir að grjónin sem notuð voru í síðustu lotu hafi ekki verið af réttri tegund. Þessi umrædda tegund af grjónum hleypir meiri sterkju út í grautinn sem gerir það að verkum að hann verður kekkjóttari. Að hans sögn var grauturinn sem framleiddur var með þessum grjónum jafn bragðgóður og venjulega en að áferðin hafi hins vegar ekki verið á pari. „Það er í rauninni ekkert að þessari vöru. Hún bragðast vel, þetta er aðallega útlitslegur galli.“ Nú er beðið eftir að réttu grjónin komi aftur og gæti það tekið smá tíma. Björn segir að vonast sé til þess að þau komi á næstu tveimur vikum. En þangað til getur verið hægara sagt en gert að nálgast grautinn í hillum matvöruverslana. Gífurlega vinsæll grautur Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir í samtali við fréttastofu að nú þegar sé lítið til af grjónagrautnum í verslunum Krónunnar á höfuðborgarsvæðinu. Enn séu grauturinn til staðar í sumum verslunum en þó ekki í miklu magni. Ljóst er að þessi skortur gæti ollið fjölda fólks ama þar sem grjónagrauturinn frá MS er gífurlega vinsæll. Fjallað var um vinsældir grautsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrra en þar kom fram að framleiddar eru allt að tuttugu og fimm þúsund dósir af grautnum í hverri viku. Neytendur Verslun Matur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár Sjá meira
Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri hjá MS, staðfestir í samtali við fréttastofu að ákveðinn skortur hefur verið á grjónagrautnum frá fyrirtækinu. Björn útskýrir að grjónin sem notuð voru í síðustu lotu hafi ekki verið af réttri tegund. Þessi umrædda tegund af grjónum hleypir meiri sterkju út í grautinn sem gerir það að verkum að hann verður kekkjóttari. Að hans sögn var grauturinn sem framleiddur var með þessum grjónum jafn bragðgóður og venjulega en að áferðin hafi hins vegar ekki verið á pari. „Það er í rauninni ekkert að þessari vöru. Hún bragðast vel, þetta er aðallega útlitslegur galli.“ Nú er beðið eftir að réttu grjónin komi aftur og gæti það tekið smá tíma. Björn segir að vonast sé til þess að þau komi á næstu tveimur vikum. En þangað til getur verið hægara sagt en gert að nálgast grautinn í hillum matvöruverslana. Gífurlega vinsæll grautur Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir í samtali við fréttastofu að nú þegar sé lítið til af grjónagrautnum í verslunum Krónunnar á höfuðborgarsvæðinu. Enn séu grauturinn til staðar í sumum verslunum en þó ekki í miklu magni. Ljóst er að þessi skortur gæti ollið fjölda fólks ama þar sem grjónagrauturinn frá MS er gífurlega vinsæll. Fjallað var um vinsældir grautsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrra en þar kom fram að framleiddar eru allt að tuttugu og fimm þúsund dósir af grautnum í hverri viku.
Neytendur Verslun Matur Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár Sjá meira